Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 24
Heilsa og hreyfing Graskershollusta *Með tilheyrandi hrekkjavöku sem hefur náðað teygja anga sína til Íslands að einhverjuleyti fást nú grasker víða í verslunum enda út-skorinn ávöxturinn algengt skraut á hrekkja-vöku en hrekkjavaka er haldin hátíðleg vest-anhafs 31. október. Grasker eru tilvalin ídrykki og súpur og eru einkar C- og E- vítamínrík en ekki veitir af C-vítamíni til að styrkja ónæmiskerfið í vetur. B orghildur Sverrisdóttir var að senda frá sér sína fyrstu bók, Ham- ingjan eflir heilsuna, en í henni eru farið yfir leiðir jákvæðrar sál- fræði að aukinni hamingju og betri heilsu. Hún er með BA-próf í sálfræði og starfaði sem einkaþjálfari í sjö ár en er núna á öðru ári í meistaranámi í menntunarfræðum til kennsluréttinda við Háskólann á Ak- ureyri. „Fljótlega eftir að ég útskrifaðist úr sálfræðinni árið 2003 fer ég að skoða þessa nýju nálgun innan sálfræðinnar sem er þá nýhafin,“ segir hún og vís- ar til jákvæðrar sálfræði. „Ég fer að grúska í þessu og hægt og rólega að nýta mér þessar nýju aðferðir í mínu lífi,“ segir Borghildur sem hefur starf- að með Félagi um jákvæða sálfræði og situr í stjórn félagsins. Hún skrifaði ennfremur um skeið reglulega heilsupistla í blöð. „Þetta byrjar í rauninni í pistlunum í Mogganum,“ segir hún um tilurð bókarinnar. „Þessar aðferðir hafa haft það mikil áhrif á líf mitt og mér fannst ég vera knúin til að koma þessu einhvern veginn áfram og langaði alltaf að skrifa bók. Ekki bara af því að ég hafði upplifað þetta með góðum hætti heldur liggja fyrir rannsóknarniðurstöður sem almenningur þarf að geta nýtt sér,“ segir hún og tekur undir að jákvæð sálfræði sé vaxandi grein. Persónulegt og samfélagslegt „Hún er að koma mikið inn í skólakerfið. Þar er verið í sífellt meira mæli að leggja áherslu á styrkleika nemenda og efla með þeim hæfileika sína í stað þess að steypa alla í sama mót,“ segir Borghildur sem er einmitt að skoða í meistararitgerð sinni hvernig aðferðir jákvæðrar sálfræði geti haft áhrif á námsárangur og líðan nemenda í skólum. Hún vinnur einnig að gerð náms- efnis fyrir kennslu jákvæðrar sálfræði í framhaldsskóla „Þetta er ekki síður vaxandi grein samfélagslega,“ segir hún og vísar til Sameinuðu þjóðanna og „fimm leiða að vellíðan“, sem Embætti landlæknis hefur þýtt og birt á vefnum landlaeknir.is. „Sameinuðu þjóðirnar vilja að þjóðir heimsins fari að leggja meiri áherslu á þetta í hagvexti sínum og sjái að það sé ekki bara fjárhagslegur hag- vöxtur sem skiptir máli heldur líka farsæld þegnanna.“ Hvað getur hamingjan gert fyrir heilsuna? „Það eru ákveðnir styrkleikar sem maður þarf að efla með sér og hafa já- kvæð tengsl við heilsu. Þetta eru þrautseigja, sjálfstjórn, von, þakklæti og bjartsýni. Þessir þættir hafa mikil áhrif á okkar hamingju og andlega líðan.“ Hún segir ekki mega gleyma stóra póstinum, jákvæðninni. „Hugarfar já- kvæðni er eitthvað sem hægt er að efla með mörgum hætti. Jákvæðnin er mikilvæg og sjá það sem skiptir máli í hversdagsleikanum, vera ekki alltaf að finna að sjálfum sér eða umhverfinu,“ segir hún en hamingjuaukandi æf- ingar er að finna í bókinni. Við sköpum okkar eigin hamingju Við höfum mikið að segja um okkar eigin hamingju, segir Borghildur. „Skapgerð og persónuleiki kemur að stórum hluta frá erfðum en þetta stjórnar um 50% af hamingju okkar. Talað er um að 10% komi frá umhverf- isaðstæðum, það er félagslegum og fjárhagslegum aðstæðum. Síðasta en ekki síst er talið að 40% af okkar hamingju byggist á viðhorfi okkar til lífs- ins, afstöðu okkar, hugarfari og tilfinningum,“ segir hún en fjöldamargar rannsóknir styðja þetta. Ein æfing í bókinni byggist því að opna huga sinn. „Það er gott að prófa í einn dag að vera með opinn huga fyrir því sem þú upplifir, taka hlutunum eins og þeir eru og taka þeim án þess að dæma þá. Það er frelsandi að leyfa fólki að vera eins og það er. Það dregur svo úr neikvæðum tilfinningum. Það að vera opinn víkkar sjóndeildarhring okkar.“ Þjálfun líkama og huga fer saman og studdist Borghildur við jákvæða sál- fræði þegar hún var einkaþjálfari. „Viðhorf okkar og afstaða gagnvart okk- ur sjálfum er stundum stærsta hindrun okkar í að ná markmiðum okkar og að blómstra í lífinu. Við erum oft að berja okkur í hausinn yfir því að hafa mistekist og finnst mistök slæm en þau eru það ekki. Við þurfum að breyta hugarfari okkar gagnvart því sem við höldum að sé slæmt í lífinu.“ Borghildur Sverrisdóttir meistaranemi og einkaþjálfari með meiru sem var að gefa út bók um heilsu og hamingju. Morgunblaðið/Þórður STYRKLEIKARNIR ÞRAUTSEIGJA, SJÁLFSTJÓRN, VON, ÞAKKLÆTI OG BJARTSÝNI Hægt að efla hugarfar jákvæðni HAMINGJAN EFLIR HEILSUNA ER NÝ BÓK EFTIR BORGHILDI SVERRISDÓTTUR SEM ER BYGGÐ Á AÐFERÐUM JÁKVÆÐRAR SÁLFRÆÐI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Í bók sinni fjallar Borghildur um tíu leiðir til aukinnar hamingju. Hér verða tekin tvö dæmi úr bókinni. Fyrsta leiðin sem hún nefnir er að opna hugann. „Hreinsaðu hugann af væntingum og ekki dæma það sem á vegi þínum verður. Prófaðu að halda huganum opnum fyrir því sem þú upplifir án þess að dæma það sem gott eða slæmt. Það er bara eins og það er. Fylgstu með hvernig lítil börn skoða og umgangast umhverfi sitt, fordómalaust og án væntinga,“ skrifar hún. Hamingjuaukandi leið númer átta er að forðast félagslegan samanburð. „Samanburður við aðra er hluti af lífi okkar flestra og getur sannarlega haft jákvæð áhrif á okkur þar sem hann getur hvatt okkur til að gera betur, bæta veikleika okkar, hjálpað okkur að líða betur og þakka fyrir hlutskipti okkar þrátt fyrir að það sé kannski ekki eins og best verður á kosið. Samanburður við aðra getur líka dregið úr okkur máttinn og aukið vanlíðan. Mikilvægt er því að vera meðvitaður um hvert samanburðurinn er að leiða okkur, það er hvort hann sé að stjórna lífi okkar, gera okkur viðkvæm og óörugg eða hvort hann efli okkur og auki vellíðan til lengri tíma. Af rannsóknum Lyubomirsky að dæma virðist sem hamingjusömu fólki sé meira sama um fé- lagslegan samanburð en óhamingjusömu fólki og það stundi hann síður. Hamingjusamir virðast hins vegar meta sjálfa sig út frá eigin viðmiðum, eins og að bera sig saman við sjálfa sig fyrir hálfu ári eða hvort þeim hafi tekist betur til núna en síðast.“ LEIÐIR TIL AUKINNAR HAMINGJU Opnaðu hugann og forðastu samanburð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.