Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 51
26.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Þeir hlæja.
„Þetta er alveg rétt hjá Jóa,“ segir Simmi
svo. „Ef kommentakerfi vefmiðlanna eru á
öðrum bakka árinnar erum við klárlega á hin-
um bakkanum.“
Gott bakland í konum
Vistin á K100 leggst afskaplega vel í þá. „Það
er alltaf gaman að taka þátt í uppbyggingu og
nema nýjar lendur. Við höfum verið í nýsköp-
un alla tíð,“ segir Simmi.
Jói bendir á að K100 sé vaxandi og hafi
sterka stöðu meðal kvenna, samkvæmt könn-
unum. „Það er ljómandi fínt, við höfum alltaf
átt gott bakland í konum þessa lands – ekki
síst húsmæðrum.“
Hann brosir.
Karlarnir hlusta líka og Simmi rakst síðast
á mann í fríhöfninni í vikunni sem kvaðst
sakna þess að heyra reglulega í þeim Jóa á
öldum ljósvakans. „Ég tjáði honum að það
gæti hugsanlega breyst fljótlega.“
Þeir segja föstudagsmorgna engu síðri tíma
en laugardagsmorgna enda vinni glettilega
stór hluti þjóðarinnar við útvarpið alla
morgna. „Það er líka létt yfir öllu á föstudög-
um og gaman að geta leitt fólk inn í helgina,“
segir Jói.
Spurðir hvort þeir finni fyrir pressu svara
þeir bæði játandi og neitandi. Það sé alltaf
áskorun að byrja á nýrri stöð en um leið létti
það ákveðinni pressu af þeim. „Það hefði ef-
laust verið meiri pressa að fara aftur á Bylgj-
una. Þá hefði verið eðlilegt að miða við hlust-
endatölur eins og þær voru þegar við
hættum. Á nýrri stöð er sígandi lukka í góðu
lagi,“ segir Jói.
Félagarnir segja aldrei hafa komið til tals
að þeir sneru aftur á Bylgjuna. Frumkvæðið
hafi verið hjá Pálma Guðmundssyni og K100.
„Það var æðislegt að vera á Bylgjunni en allt
hefur sinn tíma í þessu lífi. Þess utan eru
mjög flottir útvarpsmenn í okkar slotti þar
núna,“ segir Jói.
Simmi átti hlut í og rak um tíma sjónvarps-
fyrirtækið Miklagarð og Bravó sem 365 miðl-
ar keyptu. Hann segir það mál ekki tengjast
endurkomu þeirra Jóa í útvarp með neinum
hætti. „Það er enginn kali á milli mín og 365,
þvert á móti þá á ég marga góða vini þar,
ekki síst á Bylgjunni,“ segir hann spurður um
þau mál. „Þetta verkefni var mikil og merki-
leg reynsla sem ég kem til með að búa að allt
mitt líf.“
Almennt séð segja Simmi og Jói útvarp lifa
góðu lífi á Íslandi – og sé að sækja í sig veðr-
ið, fremur en hitt. „Það eru þekktar stærðir á
markaðnum eins og Rás 1, Rás 2 og Bylgjan
en það er vel pláss fyrir fleiri. Það er gott að
eiga val, bæði fyrir hlustendur og dag-
skrárgerðarmenn,“ segir Simmi.
Þeir félagar gerðu garðinn frægan í sjón-
varpi í eina tíð, í þáttum á borð við 70 mín-
útur og Idol – stjörnuleit. Þeir eru á einu
máli um að það hafi verið frábær tími en
sakna sjónvarpsins eigi að síður ekki með
sama hætti og útvarpsins. „Útvarpið er ein-
faldlega snarpari og skemmtilegri miðill. Og
alveg landamæralaust að auki. Það er auð-
veldlega hægt að vera með nektargrín í
sturtu í útvarpi án þess að særa blygð-
unarkennd nokkurs manns. Það er flóknara í
sjónvarpi,“ segir Simmi og Jói grípur boltann
á lofti: „Sviðsmyndin er í höfðinu á hverjum
og einum hlustanda. Það gerir þetta svo
skemmtilegt.“
Stúdíóið er þeirra sveit
Simmi og Jói eiga sem kunnugt er og reka
Hamborgarafabrikkuna en segja útvarpsþátt-
inn ekki koma til með að trufla þau störf.
Þvert á móti. „Þátturinn mun ekki taka frá
okkur orku. Ég er raunar ekki í nokkrum
vafa um að hann kemur til með að auka hug-
myndaauðgi okkar og afköst á öðrum vett-
vangi. Hingað til hefur það verið þannig.
Sumir fara út í sveit til að örva sína hugsun.
Við förum í stúdíóið,“ segir Simmi og bætir
við að hollt og gott sé að setja upp nýjan hatt
annað veifið.
„Einmitt,“ segir Jói. „Áramótahatt einu
sinni í viku. Þessir þrír tímar í viku verða
sem vin í eyðimörkinni.“
Spurðir um úthaldið í þessari lotu segja
Simmi og Jói ómögulegt að segja. Þeir gætu
orðið á K100 í einhverja mánuði, einhver ár
eða þess vegna einhverja áratugi. Enginn geti
sagt fyrir um það á þessari stundu. „Meðan
við höfum gaman af þessu höldum við örugg-
lega ótrauðir áfram,“ segir Simmi. „Finni
maður hins vegar fyrir þreytu er best að
draga sig í hlé. Það er vonlaust að gera sér
upp gleði í fjölmiðlum. Annars veltur þetta
ekki síður á hlustendum en okkur. Njóti verk-
efni ekki vinsælda í útvarpi verða þau sjaldn-
ast langlíf.“
Þjáningarbræður. Simmi og
Jói með Englendinginn og
Púlarann knáa á milli sín.
Simmi ásamt móður sinni, Gerði Unndórsdóttur. Hún verður að sjálfsögðu fastagestur í nýja þættinum.
Ljósmynd/Úr einkasafni