Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 40
*Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen sagði í samtali við TheSunday Times Style á dögunum að mömmur þyrftu að setjasjálfar sig í fyrsta sæti. Gisele, sem á tvö börn og eitt stjúpbarnmeð eiginmanni sínum Tom Brady, sagði meðal annars að þaðgæti verið flókið að sameina móðurhlutverkið, starfið og ást-ina. „Ef mér líður vel með sjálfa mig, þá er ég mun þolinmóð-ari, meira elskandi og skilningsríkari móðir og eiginkona. Þú verður að fylla glasið þitt svo allir geti drukkið úr því,“ sagði ofurfyrirsætan. „Það er mín tilfinning.“ Tíska Gisele Bündchen með mömmuráð AFP H vað heillar þig við tísku? Það er svo ótrúlega margt. Mér finnst til dæmis mjög gaman að skoða tísku í sambandi við tíðaranda, það hvernig tíska er ekki tilviljunarkennd heldur nátengd því sem er að gerast í samfélag- inu hverju sinni. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Ég hef með tíð og tíma reynt að temja mér hagsýni fram yfir stundarbrjálæði í fatainnkaupum. Þá vel ég vönduð efni og klæðileg og góð snið. Hins vegar tekst það ekki alltaf, stundum bara „verður“ maður að eignast eitthvað, þá get ég líka verið ótrúlega fljótfær og mjög glysgjörn. En þetta býr til fínt jafnvægi í fataskápinn. Hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann? Þessa dagana er ég umvafin fallegum loð- feldum í vinnunni minni hjá Eggerti feldskera. Ég væri alveg til í minkapels eða sérsaumaðan lambaskinnsjakka. Hvaða vetrartísku ætlar þú að tileinka þér? Of stórar kápur og hlýjar peysur eru mér ofarlega í huga. Til þess að sigr- ast á vetrinum er tilvalið að fara alla leið í því að raða saman mörgum lögum af flíkum og þannig búa til full- komið vetrarlúkk. Mamma er með svarta og hvíta rúllu- kragapeysu eftir minni pöntun á prjónunum, ég bíð mjög spennt eftir henni. Hvaðan sækir þú innblástur? Reyni að vera alltaf með augun opin, oftast veitir nærumhverfið mestan inn- blástur. Svo get ég verið tímunum saman í tölvunni að skoða myndir og láta leiða mig úr einu í annað. Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut? Þessa dagana eru það tveir jakkar sem eru í uppáhaldi, það er leðurjakki frá Won hundred sem ég keypti mér í sumar og mokkajakki með stórum loð- kraga sem ég keypti á kjaraprís á útimarkaði á Indlandi í 30 stiga hita. Hef aldrei séð eftir því að hafa borið hann með mér heim. Segjum að þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla. Hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Ég væri til í að fara til Parísar í kringum 1920, ég myndi kaupa mér perlusaumaða silkikjóla og oversized kimono- flauelskápur með loðkraga. Ég er einmitt farin að hafa augun opin fyrir jóladressi svo þetta tímaflakk kæmi sér vel, því svona glamúrflíkur myndi ég svo nota óspart yfir jól og áramót. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Þeir Jack McCollough og Lazaro Hernandes, hönnuðir Proenza Schouler, eru í uppáhaldi, þeir eru algjörir textílsnill- ingar, blanda svo vel saman nútímalegum formum við framandi og spennandi efni og áferðir. Svo finnst mér Olsen-systur vera að gera flotta hluti með merkinu sínu The Row. Áttu einhverja dýrmæta flík sem þú tímir ekki að nota? Nei, mér finnst alveg glatað að láta einhverja dýr- indis flík bara hanga inni í skáp. En ég á það samt til að eyða peningunum mínum í kjóla sem ég fæ svo alltof fá tæki- færi til þess að nota. MÖRG LÖG AF FLÍKUM ER FULLKOMIÐ VETRARLÚKK Of stórar kápur og hlýjar peysur eru Elísabetu ofar- lega í huga þennan vetur- inn. Elísabet hannaði þessa fallegu kápu sjálf. Morgunblaðið/Golli Tíska er ekki til- viljunarkennd ELÍSABET KARLSDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR STARFAR HJÁ EGGERTI FELDSKERA ÁSAMT ÞVÍ AÐ VERA EINN AF SKIPULEGGJENDUM LISTAHÁTÍÐARINNAR LUNGA. ELÍSABET HEFUR BRENNANDI ÁHUGA Á TÍSKU OG SEGIR NÆRUMHVERFIÐ VEITA MESTAN INNBLÁSTUR. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Hlý og notaleg peysa frá The Row. Leðurjakkinn frá Won hundred er í uppáhaldi. Mary-Kate Olsen og Ashley Olsen, hönnuðir tísku- hússins The Row. Jack McCollough og Lazaro Hern- andes, hönnuðir Proenza Schouler, eru textílsnillingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.