Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Side 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Side 49
Gabríela sneri sér fljótlega að listinni. Það er nefnilega auðveldara að breyta efni og hnoða leir í eitthvert ákveðið form en að beygja aðra í skoðunum. „Ég var mjög dugleg að teikna og búa til hluti og var bara almennt mjög virk á yngri árum. Það var hins vegar ekki fyrr en seinna sem ég áttaði mig á að innra með mér væri eitthvað listrænt. Fram að því var þetta bara eins og að drekka vatn eða fara í sund, þetta var bara svo eðlilegur hluti af lífinu, hluti af því að vera til.“ Það hefur án efa ýtt undir sköpunargáfu Gabríelu að fá að njóta sín vel heima fyrir sem barn. Hún og eldri systir hennar Áslaug voru iðnar við ýmsa gjörnina á heimilinu í æsku. „Við fengum að hafa stofuna út af fyrir okkur, vorum alltaf að hlusta á tónlist, spila á píanóið og sömdum heilu dansana. Það mátti allt gera og var heimilið okkar því mjög skap- andi umhverfi þannig lagað séð. Mamma, Helga Jóakimsdóttir, var hárgreiðslukona og er það skapandi grein. Pabbi, Friðrik Soph- usson, var á kafi í pólitíkinni og það er auðvit- að skapandi grein á sinn hátt.“ Gabríela útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík og síðar með BA-próf frá Listaháskóla Íslands í skúlptúr. Hún lagði einnig stund á nám í Prag og hefur komið víða við. „Síðan þá hef ég aldrei gert neitt annað en að búa til list. Það hentar mér mjög vel og ég hef getað lifað á því. Það er bara ég.“ Gerir upp ættaróðal Gabríela á ættir að rekja vestur á firði, nánar tiltekið í Hnífsdal, en hún er einmitt nýkomin þaðan. Þar var hún ásamt systrum sínum tveimur, eiginmönnum þeirra og fjölskyldu að gera upp gamalt ættaróðal. Hún segir Vest- firði einstaklega dýnamískan stað og gott sé að vinna þar. „Þetta er hús sem bræður lang- afa míns byggðu eitthvað um aldamótin 1900 og við erum nú að gera það upp. Þetta verður okkar fjölskyldusetur,“ segir Gabríela. Húsið stendur í brekku við sjóinn og er oft kallað Brekka. „Það er ótrúlega gaman að vinna með fjölskyldunni, þau er svo klár. Þau bara geta allt! Þau taka sér hamar, nagla og sög í hönd og vinna af krafti. Ég trúði þessu ekki, ég bjóst við að þau kynnu þetta ekki en svo bara kunna þau þetta allt. Þetta eru sannir þús- undþjalasmiðir inn við beinið,“ segir Gabríela ánægð með fólkið sitt. Sjálf var hún mikið fyrir vestan á yngri ár- um. „Við systurnar ólumst að hluta til upp í Hnífsdal og vorum hjá ömmu og afa og ætt- ingjum mömmu. Við vorum því mikið þarna, einkum um jól, páska og á sumrin. Við syst- urnar unnum í fiski og þekkjum því vel til. Hnífsdalur á tilfinningalegan stað í hjarta okkar og það er gaman að vera komin með ramma utan um það.“ Dótturdóttir Gabríelu var ein af þeim sem voru með í för þegar unnið var við húsið. „Una Guðný er orðin sjö ára og hún var ein- mitt með okkur fyrir vestan í mánuð að gera upp húsið. Ömmubarnið mitt er bara svo stór- kostlegt, hún er alveg frábær. Hún er mjög ákveðin og stjórnaði þar öllum með prýði. Þetta er svolítið í ættinni,“ segir hún og hlær en Una Guðný er dóttir Daníelu sem Gabríela á með Daníel Ágústi Haraldssyni, fyrrverandi manni sínum. „Svo græddi ég líka eina litlu, því Daníel á fimm ára dóttur, Lilju Constance. Hún kallar mig ömmu og eru þær Una Guðný miklar vinkonur. Þær voru einmitt hjá mér um daginn og settu upp þrjú leikrit og gerðu nokkur listaverk.“ Það er því ljóst að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Morgunblaðið/Kristinn * Ég var mjög póli-tísk sem krakki ogfram á unglingsár en þá fór ég að gera mér grein fyrir því að það væri erfitt að breyta skoðunum annarra. 26.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Í miðju samtali við Gabríelu rekur blaðamaður augun í skúlp- túr á einu borðinu. Skúlptúrinn sést hér á myndinni til hliðar og vekur án efa áhuga. Hvaða hugsun ætli liggi þar að baki? „Ég gerði þennan skúlptúr fyrir sýningu í Royal Scottish Aca- demy í Edinborg. Sýningin bar nafnið Between the late and the early og felur í sér þetta óþekkta sem laumast að næt- urþeli,“ segir Gabríela, sem heillast sjálf af gömlum andlegum kerfum og vúdúmenningu. Verkin sem hún gerði fyrir sýn- inguna voru níu talsins en sýningin fór fram í fyrra og tóku nokkrir listamenn þátt í henni. „Þegar ég var beðin um þetta hugsaði ég með mér að ég ætti sannarlega að gera íslenska útgáfu af vúdú og eru skúlp- túrarnir sem ég gerði fyrir sýninguna í Edinborg allir inn- blásnir af vúdú.“ Skúlptúrinn er búinn til úr íslenskum efnum. Upp úr vas- anum stendur tré sem heldur upp sviðakjömmum ofnum í reipi og höfuðin sem lafa úr köðlunum eru forfeðurnir sem hanga í lífsins tré. „Sigríður Dúna, stjúpmóðir mín, er mannfræðingur og ég hef rætt mikið við hana um þessi verk og um vúdúmenningu. Hún kallar þetta áheitagripi, sem mér finnst eiga vel við og ég hef notað mikið,“ segir Gabríela. SKÚLPTÚR ÚR ALLS KYNS ÍSLENSKUM EFNUM Áheitagripir og gömul andleg kerfi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.