Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 17
26.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 „Fyrir fimm eða tíu árum hefði ég kannski ekki getað selt bók um þetta efni á bandarískum markaði,“ segir Gísli Pálsson. Morgunblaðið/Kristinn Hans Jónatans séu stoltir af honum? „Jú, núna eru þeir það. Sumir þeirra tala af stolti og gleði um svertingjann í sér. Þetta minnir á Black is Beautiful- hreyfinguna í Bandaríkjunum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar sem ég kalla í bókinni: Svart er smart. Í sumum viðtal- anna við afkomendur Jónatans kom fram að amma eða afi hefði þverneitað að ræða þennan svarta uppruna. Þegar sjálfstæðis- baráttan var í hápunkti þótti ekki fínt að eiga svartan forföður, þá áttu menn að vera skjannahvítir, ljóshærðir og bláeygð- ir.“ Kemur á enskan markað Það er auðvelt að sjá fyrir sér að saga Hans Jónatans eigi erindi út fyrir land- steinana, áttu von á að svo verði? „Ég hef alltaf hugsað þessa sögu þannig. Ævi þessa einstaklings endurspeglar svo margt, þarna eru menningarárekstrar, kyn- þáttahyggja, mannréttindabarátta, ást- arsaga, sykurheimurinn og dramatískt lífs- hlaup sem skírskotar til margra, líka úti í hinum stóra heimi. Í síðustu viku bauð University of Chicago Press mér samning og mér finnst frábært að bókin komi út á ensku því um leið skapast stór markaður fyrir hana. Fyrir fimm eða tíu árum hefði ég kannski ekki getað selt bók um þetta efni á bandarískum markaði. Undanfarið hefur orðið ákveðin gerjun þar og víða annars staðar og talað er um nýja bylgju í fræðiskrifum og almennri umræðu um þrældóm. Ég held að mín bók gæti notið góðs af þessari nýju bylgju. Fyrir nokkrum vikum birtist ritdómur í tímaritinu The Economist um bók eftir Ed- ward Baptist, prófessor í sagnfræði við Cornell-háskóla, en hún nefnist The Half Has Never Been Told: Slavery and the Making of American Capitalism. Baptist segir að bandaríska hagkerfið hafi kallað á harðræði á þrælamarkaði og að sífellt hafi verið farið verr með þrælana. Í ritdóminum er sagnfræðingurinn sakaður um að fylgja ákveðnum málstað og skjóta yfir markið og telja alla svarta vera góða og alla hvíta vonda. Það varð uppreisn á netmiðlunum sem endaði með því að The Economist dró ritdóminn til baka og baðst afsökunar á ósanngjarnri umfjöllun um sagnfræðinginn og bók hans. Sagnfræðingar notuðu tæki- færið og ræddu hvernig ætti að skrifa um þrældóm og hvernig mætti ekki gera það. Þarna er dæmi um þessa nýju bylgju í sagnfræði og almennri umræðu þar sem þrældómurinn er kominn upp á borð. Í bók minni er sjónum beint að Dönum og þrælahaldi og Danir hafa ekki sinnt því málefni. Það er eins og þorri Dana hafi ekki vitað að Kaupmannahöfn var byggð á arði sykurverslunar og þrældómi og að það voru tugir húsþræla í Kaupmannahöfn seint á 18. öld og byrjun þeirrar 19. Það er fyrst núna sem dönsk sagnfræði er að taka við sér og hinn almenni Dani er að verða meðvitaður um þetta.“ Hans Jónatan var þræll sem varð frjáls. Myndirðu segja að saga hans væri hetju- saga? „Já. Einkunnarorð bókarinnar eru frá Kierkegaard: Veldu sjálfan þig. Hans Jón- atan valdi sjálfan sig. Það eru ekki allir þrælar í aðstöðu til þess, þeir eru í hlekkj- um, en honum tókst það. Hann tók þátt í orrustunni um Kaupmannahöfn 1801 og í framhaldi af því urðu málaferli um eign- arráð yfir honum og eftir það lét hann sig hverfa og var keikur þegar hann kom til Íslands. Hann var ákveðinn í því að verða frjáls. Saga hans er hrein og klár hetju- saga.“ Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is – hágæða ítölsk hönnun NATUZZI endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna ítalskrar hönnunar. NATUZZI umhverfi,staður þar sem fólki líður vel. 100%made in Italy www.natuzzi.com Komið og upplifið NATUZZI gallerýið okkar NATUZZI MODEL 2811 TRATTO Sófi L207 D89 H75 Leður Ct.10 kr. 398.000 Áklæði Ct. 83 kr. 299.000 Stóll B82 D89 H75 Leður Ct.10 kr.199.000 pr.stk. Áklæði Ct. 83 kr.179.000 pr.stk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.