Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 26
D rífa Skúladóttir vinnur sem þroskaþjálfi í Mela- skóla. Þá er hún einnig að hanna og sauma föt undir merkinu Zolo design. Drífa, sem er í barneignarleyfi þessa dagana, hefur nýopnað vefverslunina Reykjavikbutik.is ásamt tvíburasystur sinni Dagnýju þar sem þær selja vörur fyrir heimilið ásamt fatnaði frá Zolo design. „Stíllinn minn er mjög blandaður. Ég reyni að blanda saman gömlu og nýju. Mér finnst gaman að gera upp gömul húsgögn og ég er einnig veik fyrir nýrri hönnun. Sjötti áratugurinn heillar og finnst mér það koma skemmtilega út í eldhúsi, þá vil ég hafa meiri blandaða stemningu í stofunni,“ útskýrir Drífa og segir að þar sem hún búi í gömlu húsi finnist henni mikilvægt að fylgja svolítið stemningu hússins án þess að það sé eins og að koma í heimsókn til ömmu. „Skandinavísk hönnun finnst mér einföld og falleg og kemur hún vel út þegar hún er sett saman við eldri húsgögn og muni.“ Drífa segir mik- ilvægt að hafa í huga þegar heimilið er innréttað að þar séu persónulegir munir eða húsgögn. „Það þarf að vera einhver saga eða tenging. Það má ekki vera eins og að ganga inn í húsgagnabúð.“ Drífa segir stofuna og sjónvarpsherbergið í miklu uppá- haldi á heimilinu. „Mjög ólíkir staðir, allt öðruvísi inn- réttað og ólík stemning. Fjölskyldan hefur það mjög kósý saman í sjónvarpsherberginu.“ Drífa verslar víða og hefur einnig fengið gömul húsgögn hjá ættingjum. „En ég versla í Ilvu, Ikea, Söstrene Grene, Epal, Fakó og á netsíðum svo eitthvað sé nefnt. Þá hef ég fundið eitthvað í Góða hirðinum.“ Drífa segir mjög margt á óskalistanum. „Í draumaheimi mundi ég kaupa eitt stykki Papa Bear-stól frá Hans Weg- ner, Cubi-spegil, Louis Poulsen Ph5 ljós og Cherner-stóla frá Benjamin Cherner.“  28 Heimilið í Vesturbænum einkenn- ist af fallegri blöndu af klassískum gömlum munum og nýrri hönnun. SJÖTTI ÁRATUGURINN HEILLAR Mikilvægt að fylgja stemningu hússins DRÍFA SKÚLADÓTTIR BÝR ÁSAMT FJÖLSKYLDU SINNI Í FALLEGU HÚSI Í VESTURBÆNUM Í REYKJAVÍK. HEIMILISSTÍLLINN EINKENNIST AÐ MIKLU LEYTI AF EINFALDRI SKANDINAVÍSKRI HÖNNUN Í BLAND VIÐ ELDRI HÚSGÖGN OG MUNI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Koparborð úr versl- uninni Reykjavikbutik.is við anddyri heimilisins. * „Sjötti áratugurinnheillar og finnst mér þaðkoma skemmtilega út í eldhúsi. Þá vil ég hafa meiri blandaða stemningu í stofunni.“ Heimili og hönnun *Hönnunarmiðstöð hefur ákveðið að lengja fresttil tilnefninga til hönnunarverðlaunanna 2014 tilmiðnættis sunnudaginn 26. október. Tilnefningarfara fram á vef hönnunarmiðstöðvar undir flip-anum hönnunarverðlaun. „Það er mikilvægt að fá tilnefningar frá öllum ogað tilnefningarnar nái út fyrir hönnunarsamfélagið því að hönnun varðar okkur öll,“ segir Ólöf Rut Stefánsdóttir, verkefnastjóri hönnuarmiðstöðvar. Lengja frest til tilnefninga Drífa Skúladóttir hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og fallegum hlutum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.