Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.10. 2014 Ferðalög og flakk H allir með grænslegnum koparþökum, listafagrar kirkjur, ólgandi síki, fljótabátar, steinbrýr og víðfeðm torg. Niður aldanna og saga við hvert fótmál en samt svo auðvelt að vera bara í núinu. Setj- ast niður á veitingahúsum og kaffi- stað og virða fyrir sér mannlífið. Lifa sig inn í stemningu stundar. Svona eru Feneyjar. Lýsingin gæti þó allt eins átt við um Kaupmanna- höfn. Ákveðinn svipur er með þess- um tveimur stöðum þótt margt sé gjörólíkt. Í ósæð umferðarinnar Frá bryggjunni á fastalandinu er um það bil hálfrar stundar ferð til Feneyja. Léttir smábátar eru not- aðir til farþegaflutninga og ótölu- legur fjöldi þeirra var á stíminu. Karlinn sem sat undir stýri á bátn- um, sem við Íslendingarnir fórum með, virtist þaulvanur í sínu hlut- verki. Þræddi með beygjum fram hjá boðum og bátum og svo inn á Canal Grande, sem er ósæð um- ferðarinnar í Feneyjum. Er hlið- stæða við Miklubraut í Reykjavík, nema hvað þessi er S-laga. Og að- albrautin þarf alltaf að vera greið- fær, því hundruð þúsunda ferða- manna heimsækja staðinn á hverju einasta ári. Það var á 5. öld eftir Krist sem Feneyjar voru stofnaðar en þær urðu fljótt verslunarstaður og mið- stöð menningar og lista. Þegar komið var fram á 8. öldina urðu Feneyjar sjálfstæðar og héldu því fram undir lok 18. aldarinnar, þeg- ar sameining við Ítalíu varð nið- urstaðan. Hallir og tíu kirkjur Í dag eru Feneyjabúar alls 67 þús- und talsins og hefur fækkað tals- vert á næstliðnum áratugum. Kem- ur þar til landþröng sem aftur hefur leitt af sér húsnæðisskort og hátt leiguverð. Þá býður eyjalífið kannski ekki upp á þá möguleika til litríks lífs sem ungt fólk sækist eft- ir. Fyrir vikið sækir það á ný mið. Í Feneyjum, sem samanstanda af ótölulegum fjölda eyja, hólma og skerja, eru um 180 síki með um 400 brúm, ef einhver hefur þá tölu yf- irleitt á hreinu. Við aðalæðina, það er Canal Grande, eru ekki færri en 200 listahallir og tíu kirkjur. Ævintýri í gondólum Miðpunktur þessa alls er auðvitað Markúsartorg með Markúsarkirkju og skammt frá er Hertogahöllin. Á þessum slóðum var mýgrútur ferðamanna og sumir gerðu sér til gamans að láta dúfur setjast á höf- uð sér og herðar – og skreyta sig þannig. Þá sat vænn hópur við eina kaffihúsahöllina, þar sem hljóðfæra- leikarar, sumir hverjir komnir frá Moldóvu, slógu taktinn á við þrjá. Léku standarda eins og All of me og Evvítulagið fræga Don’t cry me for Argentina. Og þessi listamúsík og allskonar ástarsöngvar ómuðu í huga fólksins þegar snúið var til baka. Þá vorum við í mótorbátnum sem renndi sér fram úr gondólunum. Þar stóðu ræðarar á skutnum og stjökuðu sér áfram með árinni og í sætum var fólk sem lifði ævintýrið alveg í botn. Markúsarkirkjan er tilkomumikil og falleg bygging þó að hún sé nú að hálfu hulin vegna viðgerða. FENEYJUM SVIPAR TIL KAUPMANNAHAFNAR Ævintýri í gondólum HUNDRUÐ ÞÚSUNDA FERÐAMANNA KOMA TIL FENEYJA ÁRLEGA. ÞEIR TAKA BÁT, SPÓKA SIG UM Á STRÆTUM OG FÁ SÉR HRESSINGU Á MARKÚSARTORGINU ÞAR SEM TÓNLISTARMENN SLÁ TAKTINN Á VIÐ ÞRJÁ. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is * Í Feneyjum, semsamanstanda afótölulegum fjölda eyja, hólma og skerja, eru um 180 síki með um 400 brúm. Í Feneyjum eru fljótabátar allt í senn strætisvagn og einkabíll, enda verður ekki um borgina farið nema á fleyi. Kirkja heilagrar Maríu, reist henni til dýrðar 1631 til að hefta útbreiðslu Plágunnar miklu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.