Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 54
Þ
etta myndasafn er stórmerkileg
menningarleg heimild um sam-
félagið í Keflavík á árunum
1940 til 1960,“ segir Tómas
Jónsson grafískur hönnuður um
ljósmyndir föður síns, Jóns Tómassonar
(1914-1996). Sýning á úrvali ljósmynda eft-
ir Jón var opnuð í Byggðasafni Reykjanes-
bæjar á Ljósanótt í haust, í tilefni þess
að öld var liðin frá fæðingu hans. Hún
hefur vakið umtalsverða
athygli suður með sjó og
lýkur nú um helgina.
Jón fæddist á
Járngerðarstöðum í Grinda-
vík en flutti 26 ára gamall
til Keflavíkur þar sem
hann var skipaður stöðv-
arstjóri Pósts og síma. Jón
varð mikilvirkur í fé-
lagsmálum og fyrirtækjarekstri þar í bæ
en þangað kom hann með nýja
Rolleiflex-myndavél á öxlinni og sinnti ljós-
myndun af ástríðu, samhliða öðrum störf-
um.
„Hann kolféll ungur fyrir þessu fyr-
irbæri, ljósmyndun,“ segir Tómas sonur
hans. „Hann var gríðarlega áhugasamur
um að mynda og það spurðist fljótt út að
símstöðvarstjórinn væri liðtækur ljósmynd-
ari. Hann var bóngóður og hann var feng-
inn til að mynda við ýmis tækifæri, taka
fjölskyldumyndir og fleira, og það fannst
honum skemmtilegt. Um leið var hann að
skrá á filmu heimildir um það sem var að
gerast í uppbyggingu Keflavíkur.“
Tómas segir hann alltaf hafa verið með
vélina á lofti. „Síðan ég man fyrst eftir
mér þá var allt fljótandi í myndum heima.
Stofan var undirlögð af ljósmyndum og
filmum. Pabbi var með myrkrakompu uppi
á háalofti og fólk var að koma heim í
myndatökur; stofan heima var notuð sem
stúdíó. Hann átti sæmilegan lampa og í
einu horninu í stofunni var nýgiftum hjón-
um stillt upp.
Pabbi var líka alltaf með Rolleiflexinn á
öxlinni, hann skildi myndavélina nánast
aldrei við sig.“
Jón flutti ásamt eiginkonu sinni, Ragn-
heiði Eiríksdóttur, frá Keflavík til Reykja-
víkur árið 1987. Þá var hann búinn að
taka saman allt sitt filmusafn, með kon-
taktkópíum af hverri blaðsíðu, alls tuttugu
hnausþykkar möppur. Hann afhenti það
Byggðasafni Suðurnesja og þar hefur það
verið geymt.
„Fyrir um tveimur árum fórum við
systkinin að ræða að skoða safnið, með
það í huga að minnast pabba nú í ár,
þegar öld var liðin frá fæðingu hans,“ seg-
ir Tómas. Í samstarfi við Byggðasafnið
fóru þau gegnum safnið og létu skanna
inn hátt í 700 myndir af þeim nær 8.000
sem eru á filmum Jóns. Fara má inn á
vef með myndunum af heimasíðu safnsins:
byggdasafn.reykjanesbear.is
„Á þessum árum, 1940 til 1960, gjör-
breyttist mannlífið í Keflavík og það er
gaman að upplifa það í þessum myndum.
Mannlífið sprettur ljóslifandi fram,“ segir
Tómas.
Kunnasta ljósmynd Jóns sýnir breska skipið Clam á strandstað við Reykjanes í febrúar 1950. 31 var í áhöfn og af þeim fórust 27.
Ljósmyndir/Jón Tómasson
MERKILEGAR LJÓSMYNDIR JÓNS TÓMASSONAR FRÁ KEFLAVÍK UM MIÐJA SÍÐUSTU ÖLD VEKJA ATHYGLI
Mannlífið sprettur fram
JÓN TÓMASSON FLUTTI TIL KEFLAVÍKUR ÁRIÐ 1940 OG VAR SKIPAÐUR STÖÐVARSTJÓRI PÓSTS OG SÍMA. HANN ÁTTI FORLÁTA MYNDAVÉL,
HAFÐI MIKINN ÁHUGA Á LJÓSMYNDUN OG Á NÆSTU ÁRATUGUM SKRÁSETTI HANN MANNLÍFIÐ Í BÆNUM Á ÁHUGAVERÐAN HÁTT.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
„Það spurðist fljótt út að símstöðvarstjórinn væri liðtækur ljósmyndari. Hann var bóngóður og var fenginn til að mynda við ýmis tækifæri, og það fannst honum skemmtilegt,“ segir Tómas.
Jón Tómasson
Í myndasafni Jóns má sjá fjölda mynda sem hann tók á ýmsum skemmtunum í Keflavík.
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.10. 2014
Menning