Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.10.2014, Blaðsíða 57
inni; í Full House Event frá sama ári sjást þrír listamenn hlaupa fram hjá tveimur fugla- hræðum og mynda fullt hús eins og í póker og Ljóð, hestur og lestur er ljósmynd af manni að lesa við borð og við hlið hans er hestur. Þegar á leið urðu verkin heim- spekilegri, hlaðnari dýpri vísunum og má segja að þau hafi náð ákveðnum hátindi með síðasta ljósmyndaverki þessa tímabils, Mount- ain frá 1980/82. Þar sést listamaðurinn liggja á beði úr grjóti og torfi með hauga af skóm, brauði og bókum yfir sér; eins konar tákn- mynd fyrir líf Íslendinga í þúsund ár. Lista- safn Íslands keypti Mountain fyrir fimm árum fyrir tíu milljónir króna og er það dýrasta verk sem safnið hefur keypt. Þegar haft er á orði við Sigurð að verkin séu vissulega ljóðræn en í þeim sé líka ríku- legur húmor, þá segir hann húmorinn hafa komið ómeðvitað inn í þau. Þá sé mikilvægur munur á því að hlæja að brandara, sem sé hollt og mikilvægt, eða því að „hlæja sig inn í listaverk“. Hann segir að þótt við hlæjum að yndis- legum brandara þá séum við enn á sama stað þegar við hættum að hlæja en þegar við hlæj- um okkur inn í myndlistarverk hreyfumst við og erum komin á örlítið annan stað þegar hlátrinum lýkur en þegar hann hófst. Út úr þessu á réttum tíma – Gerðirðu uppkast að verkunum á sínum tíma eða vannstu þau hratt á staðnum? „Þau voru alls ekki spontant,“ segir Sig- urður. „Ég gerði skissurnar þó aðeins í hug- anum. Meðgöngutíminn gat verið mjög langur og það var algengt að ég gerði svona fjögur verk á ári. Þú veist hvernig þetta er; maður er ekki að hugsa um verkið í 24 tíma á sólar- hring en maður kallar það upp í huganum og snýr því á haus … Þetta eru sviðsetningar. Þrífóturinn var alltaf fastur eins og ég vildi hafa hann, ekkert hreyfður, og ég hafði alltaf einhvern með mér sem „stand-in“ þegar ég var að stilla mynd- unum upp, til að sjá hvernig allt félli inn í rammann. Síðar fór ég að láta taka pólaroid- myndir af mér í stellingunni sem ég vildi hafa, Ineke konan mín aðstoðaði mig við það. Og það var allt samkvæmt væntingum og mynd sem ég hafði þróað í huganum, sett á haus, bætt við, tekið af aftur, rétt eins og maður gerir með leir. Þegar á leið fóru verkin að verða meiri skúlptúr. Röðin endar á myndinni Mountain og það var hún sem sendi mig út úr þessari fótógrafíu. Þá tók við fimmtán ára skúlptúr- tímabil. Dramatískir og póetískir skúlptúrar, fígúratífir þó.“ – Var það rökrétt þróun, að skipta frá ljós- myndaverkum í þrívíða skúlptúra? „Mér fannst ég ekki hafa breyst neitt. Þetta voru vissulega vinsæl verk og fólk spurði mig hvað hefði valdið þessari breyt- ingu, en ég tók varla eftir henni sjálfur.“ Sig- urður bætir við að kallinn sem var í ljósmynd- unum – hann sjálfur – hafi þó verið farinn úr verkunum. „Það er alltaf réttur tími til að koma og réttur tími til að fara. Ég fór út úr þessu á alveg réttum tíma.“ Flest ljósmyndaverk Sigurðar frá áttunda áratugnum eru svarthvít en sum einnig í lit. Þetta eru yfirleitt frekar litlar ljósmyndir enda var tækni til að stækka ljósmyndir mikið upp ekki jafngóð og í dag. „Það er mín skoðun, og flestra annarra, að ljósmyndirnar mínar séu ekkert sérstakar sem ljósmyndir. Venjulegur blaðaljósmyndari hefur til að mynda meira vald á miðlinum en ég; ég er ekki að segja mér þetta til hóls heldur til að undirstrika að mér fannst ég vera að gera skúlptúr eða ljóð, ég gerði mér grein fyrir því að ég væri ekki ljósmyndari. Það er ekki að ég hafi elskað að gera klaufa- legar ljósmyndir.“ Hann brosir. – Þurftu þessar ljósmyndir nokkuð að vera tæknilega fullkomnar? „Neinei. Ég líkti þessum ljósmyndum stundum við myndaalbúm, eins og frá ferða- lagi, en í staðinn fyrir að þær sýndu ferðalag voru þessar myndir eins og vörður, eins og reynsla eða póesía. En það er eins gott að ég lét taka myndir af þessari reynslu því annars væru verkin ekki til núna.“ Og honum finnst að enn í dag standi verkin fyrir sínu. „Já, mér finnst gaman að sjá þau aftur,“ segir Sigurður. „Þau vekja skemmtilega tíma- settar minningar.“ „Andi þessara verka hér er ákveðin póesía, tilvist og ást, vangaveltur um dauð- ann og lífið; allt eru þetta umfjöllunarefni sem fyrn- ast ekki í mannheimi,“ seg- ir Sigurður Guðmundsson. * Þessi verk voru næröll sköpuð í Hollandi.Og umsögnin sem ég fékk oft þar var hvað ég færi vel með íslenskt landslag! Morgunblaðið/Einar Falur 26.10. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Um helgina lýkur í Listasafni Íslands og Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar yfirlits- sýningunni „Spor í sandi“ með verkum myndhöggvarans Sig- urjóns frá árunum 1936-1982. Sýn- ingarstjórinn Birgitta Spur verður með leiðsögn um sýninguna á sunnu- dag kl. 14. 2 Leikfélag Kópavogs frum- sýnir leikritið „Elskhugann“ eftir Harold Pinter á sunnu- dagskvöld, kl. 20, í Leikhús- inu Funalind 2. Leikstjóri er Örn Al- exandersson og Arnfinnur Daníelsson og Anna Margrét Pálsdóttir leika. 4 Athyglisverð leiksýning, Lífið - stórskemmtilegt drullu- mall, er sýnd í Tjarnarbíói þessa dagana. Rýnir Morgun- blaðsins mælir með sýningunni; gaf henni fjórar stjörnur og segir hana yndislega. 5 Áhugaverð sýning á verkum bandaríska ljósmyndarans Lauren Greenfield, „Stelpu- menning“, stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á 6. hæð Grófarhússins. Á laugardag og sunnu- dag kl. 13.30 verður kunn heimildar- kvikmynd Greenfield, Drottning Versala, sýnd á skjá á sýningunni. 3 Viðamikil Hallgrímshátíð stendur yfir í Hallgrímskirkju um helgina, með fjölbreyti- legum tónleikum, málþingum og sýningum. Á laugardag klukkan 18 verður opnuð sýning Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar myndlist- armanns, 360 dagar í Grasagarðinum. MÆLT MEÐ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.