Morgunblaðið - 06.11.2014, Síða 1
VI
TINN
2014
Verðlaunahafi Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Rafnars ehf., sem fékk viðurkenningu Vitans 2014 á landsvísu.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Það er ánægjulegt að heyra þetta.
Það er alltaf hvetjandi að fá klapp
á bakið,“ sagði Björn Jónsson,
framkvæmdastjóri Rafnars
ehf. í Kópavogi, þegar
blaðamaður Morgun-
blaðsins greindi honum
frá því að fyrirtækið
hlyti viðurkenningu
blaðsins, Vitann 2014, á
landsvísu fyrir að vera
einn af vaxtarsprotum at-
vinnulífs á landsvísu. Við-
urkenningin er hluti af umfjöllun
blaðsins undanfarnar vikur um
vaxtarbrodda í íslensku atvinnulífi.
Rafnar vinnur að þróun og til-
raunasmíði báta með nýju skrokk-
lagi sem hefur mikinn stöðugleika
og mýkri hreyfingar en venjulegir
bátsskrokkar. Starfsmenn fyrirtæk-
isins, sem er til húsa í Vesturvör í
Kópavogi, eru 28.
Samtals hljóta tíu fyrirtæki
viðurkenninguna Vitinn
2014 að þessu sinni. Þetta
eru Traust þekking ehf.
á Vesturlandi, G. Run á
Snæfellsnesi, Norður &
Co. á Vestfjörðum, Ork-
ey á Akureyri, Lunga
skólinn á Austurlandi,
Grímur kokkur á Suður-
landi, Stolt Sea Farm á Suð-
urnesjum, Teledyne Gavia á höf-
uðborgarsvæðinu og Controlant í
Reykjavík.
MVaxtarsprotar »56-62
„Hvetjandi að fá klapp á bakið“
Morgunblaðið veitir tíu fyrirtækjum
viðurkenninguna Vitann 2014
Morgunblaðið/Golli
Kynntu þér fjölmargar áskriftarleiðir
Morgunblaðsins í síma 569 1122
F I M M T U D A G U R 6. N Ó V E M B E R 2 0 1 4
Stofnað 1913 260. tölublað 102. árgangur
AÐ MÖRGU
ÞARF AÐ
HYGGJA
ÖSSUR Í SIGTI
ERLENDRA
SJÓÐA
FALLA FYRIR
HRÁSÚKKULAÐI Á
ÁRLEGRI SÝNINGU
VIÐSKIPTAMOGGINN BETRUMBÆTUR 54NÁM ERLENDIS 74-84
Fjöldi hljómsveita mun á næstu dögum glæða
Reykjavík lífi á hinni árlegu tónlistarhátíð Ice-
land Airwaves. Hátíðin var fyrst haldin árið
1999 og síðan þá hafa mörg hundruð hljóm-
sveitir sýnt hæfileika sína fyrir tónlistarþyrstum
gestum. Á myndinni má sjá tónlistarmanninn
Unnar Gísla Sigurmundsson, eða Júníus Mey-
vant eins og hann kallar sig, spila á opnunar-
kvöldi hátíðarinnar í Gamla bíói. »98
Tónaflóð skellur á Reykjavík af fullum krafti
Morgunblaðið/Eggert
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst í gær
Mikil breyting
hefur orðið á lífi
botndýra í Kol-
grafafirði eftir
að yfir 50 þúsund
tonn af síld dráp-
ust þar veturinn
2012-13. Í súr-
efnisskorti undir
síldarteppinu hefur tegundum í og á
botnsetinu fækkað, en einstakling-
um mengunarsækinna tegunda hins
vegar fjölgað mjög. »40
Breyting á lífríkinu
undir dauðu síldinni
Burstormur
Capitella capitata.
Meirihluti
fólks vill ekki af-
glæpavæða
neyslu fíkniefna.
Þetta má lesa úr
niðurstöðum
skoðanakönn-
unar sem lögð
var fyrir 1.480
manns.
„Aðeins um
þriðjungur vill
ekki refsa fyrir neyslu fíkniefna,“
sagði Helgi Gunnlaugsson prófess-
or sem gerði könnunina. Yngra fólk
vill fremur afglæpavæða einka-
neyslu fíkniefna en þeir sem eru
orðnir eldri. »18
Flestir vilja refsa
fyrir fíkniefni
Helgi
Gunnlaugsson