Morgunblaðið - 06.11.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.11.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Á síðustu árum höfum við í auknum mæli verið að sinna flutningi látinna ferðamanna til sinna heimalanda og flutt út fjölda líka og duftkera,“ segir Elín Sigrún Jónsdóttir lögfræðingur, sem jafnframt er framkvæmda- stjóri Útfar- arstofu kirkju- garðanna, en fylgni er á milli fjölgunar ferða- manna og auk- innar dánartíðni erlendra ferða- manna sem síðan þarf að flytja úr landi. Í ár verða 40-50 lík erlendra ferðamanna flutt úr landi, að sögn Elínar. „Í sumar var þetta sérstaklega al- gengt og það er alveg gríðarleg vinna sem fylgir þessu. Flutningur líks eða duftkers úr landi kallar á samskipti útfararstofunnar við fjölmarga aðila og embætti, til dæmis lækni sem gef- ur út dánarvottorð á ensku, sýslu- mann, þjóðskrá, sendiráð, sjúkrahús, embætti landlæknis, héraðssótt- varnalækni, lögreglu og bálstofu,“ segir hún. Nauðlent með dauðvona „Það virðist vera sem aðstand- endur horfi svolítið í verðið þegar þeir ákveða að taka duftker með sér heim, fremur en líkkistu. Það er nátt- úrlega dýrari farmflutningur að flytja út kistu. Í mörgum tilvikum velja aðstandendur að koma til lands- ins og taka síðan duftkerið með sér heim í handfarangri. Þetta getur ver- ið mjög dýrt fyrir aðstandendur,“ segir Elín. Hún kveður það jafnframt ekki gerast oft að erlendir ferðamenn deyi hér á landi og enginn vitji jarðnesku leifanna. „Svo eru einnig tilfelli þar sem flugvélar, sem eru að fljúga yfir land- ið, nauðlendi hér með sjúka farþega sem síðan látast jafnvel hér á landi. Þessi fjölgun dauðsfalla útlendinga hér á landi hefur því einnig að gera með aukna ferðamennsku í heiminum sem heild. Það er náttúrlega gríðar- leg flugumferð yfir landinu. Eins hef- ur verið flogið með veika farþega á skemmtiferðaskipum, sem eru í ná- grenni við landið, hingað til lands og þeir látist á íslenskri grundu,“ segir Elín. Meira um eldri ferðamenn „Það er einnig mismunandi eftir löndum hvernig staðið er að þessu og við erum í mikilli samvinnu við ein- staka sendiráð. Reglurnar eru flókn- ar og misjafnar eftir því til hvaða lands er verið að senda. Við höfum átt í mestum samskiptum við Bandarík- in, Pólland og Þýskaland. Við fengum til að mynda þær upplýsingar frá þýska sendiráðinu að í byrjun maí á þessu ári höfðu látist fleiri Þjóðverjar á Íslandi en allt árið á undan. Þau röktu það meðal annars til þess að ferðamennirnir eru oft á tíðum vel stætt eldra fólk sem er að ferðast mun meira nú en áður. Allt hefur þetta áhrif,“ segir Elín og segir jafn- framt að ýmislegt megi betur fara. „Ég hef bæði sent erindi til þjóð- skrár og landlæknisembættisins og óskað eftir skýrari reglum varðandi þau gögn sem þessu fylgja. Þau eru oft á tíðum misvísandi. Ég hef bent á mikilvægi þess að endurskoðað verði ferli útgáfu dánarvottorða og ferli dánarvottorða almennt. Að hafa öll þessi gögn og upplýsingar skýrar er mjög mikilvægt fyrir okkar vinnu,“ segir Elín. Ísland, hið hinsta stopp  Lík 40-50 erlendra ferðamanna flutt úr landi í ár  Mikill kostnaður Morgunblaðið/Þórður Flutningur Elín Sigrún segir ódýrara að flytja duftker en lík úr landi. Elín Sigrún Jónsdóttir Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Samkvæmt nýju fasteignamati hækkar fasteignamat allra verslana á Skólavörðustíg nema einnar. Verslunin í húsi númer 3a er eina verslunin við götuna þar sem fast- eignamat lækkar. Mat sumra ann- arra hækkar um tugi prósenta. Verslunareigendur eru afar ósáttir við nýja matið sem kynnt var í sumar og hefur Lárus Jóhannesson annar eigandi 12 tóna kært matið. Nýtt fasteignamat 12 tóna er 48,5 millj- ónir króna, en var áður 21,6 milljónir Fasteignagjöld hækka í kjölfarið á hinu nýja mati. Leigutekjur umreiknaðar Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, hefur ekki svarað fyrirspurnum Morgunblaðsins en í október var deilt harkalega á þetta nýja mat. Þá sagði Ingi Þór Finns- son, sérfræðingur hjá Þjóðskránni, í samtali við Morgunblaðið að fast- eignamat á atvinnuhúsnæði tæki nú mið af leigutekjum en ekki bygging- arkostnaði líkt og áður. Tekjur af húsnæði þ.e.a.s. leigutekjur eru um- reiknaðar yfir í fasteignamatið mið- að við það samband tekna og kaup- samninga sem þjóðskráin hefur undir höndum. Lögum um skráningu og mat fast- eigna var breytt árið 2009. Í stað þess að framreikna eldra fasteigna- mat frá ári til árs var hver fasteign endurmetin árlega. Auk upplýsinga um fasteignamat byggist hið nýja fasteignamat á upplýsingum um leigusamninga. Mismikil hækkun Ef verslunareigandi náði að gera góðan leigusamning hækkar fast- eignamatið og fasteignagjöld vega upp á móti góðum samningi. Morgunblaðið skoðaði hið nýja verðmat á Skólavörðustíg en það er aðgengilegt á skra.is. Þar má m.a. sjá að fasteignamat á húsinu Skólavörðustíg 42 hækkar úr 12,6 milljónum í 12,9 milljónir. Fast- eignamat hússins númer átta fer úr 11,4 milljónum í 25,1 milljón. Það þriðja, Skólavörðustígur 3, fer úr 12,4 í 24,7 milljónir. Hækkunin sést greinilega á með- fylgjandi grafi þar sem nokkrar verslanir við Skólavörðustíg voru valdar af handahófi. Ákveðinn forsendubrestur Lárus segir að hann bíði rólegur eftir niðurstöðum kærunnar en það sé vissulega forsendubrestur hjá lít- illi verslun að borga fasteignagjöld sem slagi upp í milljón krónur. „Við erum nú þegar að borga einhver 400 þúsund króna á ári í fasteignagjöld. Þegar fasteignagjöld hækka svona mikið verður ákveðinn forsendu- brestur – það segir sig sjálft að lítið fyrirtæki ræður ekki við milljón króna fasteignagjöld. En ég bíð ró- legur eftir rökstuðningi.“ Þeir verslunareigendur sem Morgunblaðið náði tali af segja allir svipaða sögu. Þeir ætli að meta hvort verslun þeirra þoli aukna skatt- heimtu – hvort það sé í raun forsenda til að vera með verslun í götunni. Fasteignamat ríkisins Grunnkort/Loftmyndir ehf. SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 3A Mat 2014 18.230.000 Mat 2015 16.550.000 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 6B Mat 2014 7.005.000 Mat 2015 15.650.000 Mat 2014 6.485.000 Mat 2015 14.500.000 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 16A Mat 2014 18.080.000 Mat 2015 23.850.000 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 17A Mat 2014 8.120.000 Mat 2015 16.050.000 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 21A Mat 2014 13.630.000 Mat 2015 28.150.000 Mat 2014 20.570.000 Mat 2015 38.300.000 Mat 2014 6.347.000 Mat 2015 24.410.000 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 22A Mat 2014 25.939.000 Mat 2015 46.100.000 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 3 Mat 2014 12.460.000 Mat 2015 24.700.000 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 4 Mat 2014 28.560.000 Mat 2015 47.950.000 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 6 Mat 2014 40.160.000 Mat 2015 60.500.000 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 8 Mat 2014 11.425.000 Mat 2015 25.150.000 Mat 2014 13.700.000 Mat 2015 30.900.000 Mat 2014 12.140.000 Mat 2015 25.900.000 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 12 Mat 2014 56.700.000 Mat 2015 126.000.000 Mat 2014 19.607.000 Mat 2015 36.750.000 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 14 Mat 2014 43.550.000 Mat 2015 72.700000 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 15 Mat 2014 21.260.000 Mat 2015 48.500.000 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 23 Mat 2014 14.460.000 Mat 2015 28.350.000 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 40 Mat 2014 14.470.000 Mat 2015 15.225.000 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 42 Mat 2014 22.190.000 Mat 2015 40.000.000 Mat 2014 12.680.000 Mat 2015 12.995.000 SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 36 Mat 2014 11.510.000 Mat 2015 12.010.000 Samhengislaus hækkun fasteignamats  Aðeins ein verslun á Skólavörðustíg lækkar í verði sam- kvæmt nýju fasteignamati  Urgur í verslunarmönnum Meirihluti umhverfis- og skipulags- ráðs Reykjavíkur samþykkti í gær breytingu á deiliskipulagi Hlíðar- enda í Vatnsmýri. Breytingin felur í sér fjölgun íbúða og aukningu á at- vinnuhúsnæði. Málið fer nú til borg- arráðs. Fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina greiddi atkvæði gegn breytingunni og lagði fram bókun þar sem m.a. eru gerðar alvarlegar athugasemdir við nýlega breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar varðandi lokun flugbrautar 06-24. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu einnig atkvæði gegn því að neyðarbrautin á flugvellinum víki fyrir íbúðabyggð og lögðu fram bók- un. Fulltrúarnir vildu þannig sýna virðingu þverpólitískri sátt um störf Rögnunefndarinnar. Stjórn samtaka íbúa í Skerjafirði sunnan flugvallar harmar að borg- aryfirvöld hafi keyrt í gegn og sam- þykkt deiliskipulagið sem hefur í för með sér að neyðarbrautinni verði lokað áður en Rögnunefndin hefur lokið störfum. Einnig harmar stjórn- in að borgaryfirvöld hafi farið gegn vilja 70 þúsund einstaklinga sem skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að flugvöllurinn verði áfram í Vatns- mýri. gudni@mbl.is Neyðarflugbraut mun víkja  Breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda í Vatnsmýri Morgunblaðið/ÞÖK Flugvöllurinn Horft eftir neyðarflugbrautinni í átt að Hlíðarenda. Falleg jólagjöf frá Ernu Handsmíðaðiríslenskir silfurmunir í 90 ár virka daga 10-18, laugardaga 11-14 Póstsendum Serviettuhringurinn 2014 Verð: 12.500 Jólaskeiðin 2014 (hönnun Sóley Þórisdóttir) Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 0Verð: 19.50 Skeiðin er smíðuð á Íslandi úr ósviknu silfri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.