Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg Skarkali Yrsa Roca Fannberg og Helga Rakel Rafnsdóttir hafa rekið framleiðslufyrirtækið Skarkala síðan 2009. fyrir sjálfa sig. Ég held að ég hafi verið frekar miskunnarlaus við hana,“ segir Yrsa. Heilluð af Salóme Myndin sýnir einstaka listakonu að störfum. Salóme hefur ofið und- urfögur teppi, saumað í þau og notað óhefðbundin efni í verkin, eins og þang, víra, óunna ull og fleira. Hæfni hennar er augljós og skín í gegn út alla myndina. Því er framleiðandinn, Helga Rakel Rafsdóttir, sammála en hún ákvað að framleiða myndina eft- ir lestur handritsins árið 2009. „Sam- band mitt við móður mína er líka mjög flókið,“ segir Helga Rakel þeg- ar hún er spurð út í hvað hafi heillað hana við verkið. „Þess vegna talaði einmitt þetta efni til mín. Sjálf hef ég ekki hugrekki til að gera svona mynd en það er svo gaman að eiga þátt í að Yrsa komi sinni mynd áfram,“ segir hún. Mynd sem þessi segir í raun sögu margra og er fyrir vikið þakk- látt verkefni, ef svo má að orði kom- ast. „Mæðgnasambönd eru alltaf svo mikið tabú og mér finnst svo mik- ilvægt að snerta á þessu, ekki síst á Íslandi. Svona innileg, persónuleg og hugrökk heimildarmynd, bæði að forminu og efninu til, er svo mikilvæg fyrir samfélagið og líka fyrir kvikmyndagerð,“ segir Helga Rakel. Formið er sannarlega óhefðbundið því Yrsa og móðir hennar voru að mestu inni í íbúð Salóme og Yrsa var með eina tökuvél, þrífót og hljóðnema. Það er form sem þrengir nokkuð að kvikmyndadgerðarmann- inum og viðmælandanum og er til- tölulega sjaldgæft í kvikmyndagerð hér á landi. Sjálf hefur Salóme séð myndina og er sátt. Sá tími sem varið var í tökur vara á köflum erfiður fyrir mæðgurnar en útkoman er ein- staklega hjartnæm. Myndin hefur nú þegar hlotið þrenn verðlaun; Einarinn á Skjald- borgarhátíðinni, Best Nordic Docu- mentary á Nordisk Panorama og Most Moving film á kvikmyndahátíð í Póllandi. Nánari upplýsingar um myndina er að finna á vef Skarkala, www.skarkali.net/salome.html. Myndin fer í almennar sýningar í Bíó Paradís á morgun, föstudaginn 7. nóvember. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 „Hér ægir ýmsu saman og enginn einn stíll er ráðandi. Hver og einn skilur myndirnar á sinn hátt, tekur e.t.v. ást- fóstri við einhverjar þeirra en finnur öðrum allt til for- áttu,“ segir Ragnar Hólm sem opnar sýningu á nýjum olíu- málverkum og vatnslitamyndum sínum í dag kl. 16.30 í Bókasafni Háskólans á Akureyri. Sýning Ragnars ber yfirskriftina „Sitt sýnist hverjum“ og segir listamaðurinn að titillinn vísi til þess að á sýning- unni séu mjög ólíkar myndir, stór olíumálverk og minni vatnslitamyndir inn á milli. Ragnar Hólm er mikill áhugamaður um myndlist og helgar henni mestallan frítíma sinn. Undanfarin misseri hefur hann notið handleiðslu Guðmundar Ármanns Sigur- Endilega... Portrett Eitt af verkum Ragnars sem verður á sýningunni. ...kíkið á verk Ragnars jónssonar myndlistarmanns í myndbyggingu, málun með eggtemperu og meðferð vatns- og olíulita. Hann hefur áð- ur haldið sjö einkasýningar á myndum sínum, sex á Akur- eyri og eina í Reykjavík. Sýningin er opin á opnunartíma bókasafnsins. Á haustdögum árið 2009 varð framleiðslufyrirtækið Skarkali til. Það er ekki hægt að segja að aðdragandinn hafi verið hefðbundinn. Yrsa var í kvikmyndagerðarnámi á Spáni og hitti Helgu Rakel Rafnsdóttur þegar hún kom heim til Íslands. Þá hafði Yrsa séð myndina Kjötborg eftir þær Helgu Rakel og Huldu Rós. Hún kom til Helgu Rakelar og sagði: „Þú gerðir heimildarmynd. Getum við hist í kaffi?“ Yrsu var boðið í kaffi og eftir hálft ár höfðu þær stofnað saman fyrirtækið Skarkala. Heimildar- myndagerð er þar efst á baugi enda hafa þær Yrsa og Helga Rakel báðar sérhæft sig í heimildarmyndagerð og því sem að henni snýr. Þrjár myndir hafa verið gerðar á vegum Skarkala en það eru Góði hirðirinn sem er í undibúningsvinnu, Salóme og myndin Keep Frozen sem er í eftirvinnslu. Gert er ráð fyrir að sýningar á Keep Frozen hefjist í apríl 2015. Getum við hist í kaffi? SKARKALI VERÐUR TIL Ljósmynd/Yrsa Roca Fannberg Formið Form myndarinnar er nokkuð óvenjulegt því nánast öll myndin ger- ist inni í íbúð Salóme. Yrsa tók upp 120 klst. af myndefni á fjórum árum. Tilvalið er að dilla sér og dansa á Airwaveshátíðinni, en diskóhnettirnir í Boogie Trouble spila dansvæna tón- list. Hljómsveitina skipa þau Ingi- björg Elsa Turchi, Klara Arnalds, Kristinn Roach, Sigurður Tómas Guð- mundsson, Sindri Freyr Steinsson og Sunna Karen Einarsdóttir, en þau koma fram fjórum sinnum á hátíð- inni, fyrst í kvöld á Loft Hosteli kl. 19:15, á morgun föstudag á Bæjarins Bestu kl. 18 og í Iðnó kl. 01:30. Síðast á laugardag á Bar 11 kl. 18:30. Endilega... ... dansið með Boogie Trouble Boogie Trouble Íslensk hljómsveit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.