Morgunblaðið - 06.11.2014, Síða 16
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Konur á Íslandi gera mun meira inn-
an heimilisins en karlar og er enginn
sérstakur munur þar á heimilum
stjórnenda og annarra.
„Makar karlkyns stjórnenda vinna
miklu meira af heimilisstörfum en
þeir sjálfir á sama tíma og makar
kvenkyns stjórnenda leggja mun
minna til heimilisstarfa en kvenkyns
stjórnandinn,“ segir Guðbjörg Linda
Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði
við Háskóla Íslands.
Guðbjörg Linda hefur skoðað
verkaskiptingu inni á heimilum
stjórnenda hér á landi og byggir
rannsóknina m.a. á tölfræðigögnum
frá 2013 úr alþjóðlegum gagnagrunni,
International Social Survey Pro-
gramme, sem kannar á hverju ári við-
horf almennings í 49 ríkjum heims til
mismunandi viðfangsefna. Rann-
sóknin er gerð samhliða rannsókn
Þóru Kristínar Þórsdóttur, doktors-
nema í félagsfræði, um verkaskipt-
ingu kynjanna á heimilinu, en Guð-
björg Linda er leiðbeinandi hennar.
Eiginkonan fór í hlutastarf
Guðbjörg Linda segir að ein ástæð-
an fyrir því að hún ákvað að beina
sjónum sínum sérstaklega að stjórn-
endum á vinnumarkaði og virkni
þeirra á heimilinu hafi verið umræða
sem fór af stað eftir hrun um mikinn
kynjahalla í æðstu stjórnum fyrir-
tækja.
„Ein skýringin sem er mjög oft gef-
in fyrir því að konur eru ekki í æðstu
stöðum er sú að þær beri ennþá hit-
ann og þungann af heimilisverkunum.
Þess vegna eigi þær erfitt með að
bæta hinu á sig. Aðrir segja það al-
gjöra þvælu. Það var með þetta í huga
sem ég hóf að rannsaka þessi gögn til
að skoða hvort það sé rétt að þegar
um sé að ræða stjórnendur þá deili
hjón með sér verkum jafnt,“ segir
Guðbjörg Linda.
Það kom í ljós að það er sama
munstur á heimilum stjórnenda og
annarra fullvinnandi para á Íslandi,
að konur gera mun meira innan heim-
ilisins en karlar. Þær niðurstöður ná
til fólks í allskonar stjórnunarstöðum
en Guðbjörg Linda tók líka viðtöl við
32 æðstu stjórnendur fyrirtækja þar
sem kemur meðal annars í ljós að ein
ástæða fyrir þessum mun er sú að
karlkyns stjórnendur hafa gjarnan
maka heima fyrir sem vinnur færri
stundir á viku heldur en þeir sjálfir.
„Í þessum viðtölum sögðu karlkyns
stjórnendur gjarnan að þegar þeir
tóku við æðstu stjórn í fyrirtækinu
hafi það gerst sjálfkrafa að konan
þeirra fór í hlutastarf, af því að þeir
þyrftu að vinna.
Hinsvegar kom í ljós að kvenkyns
stjórnendur byggju gjarnan með
mönnum sem væru staddir á svipuð-
um stað í lífinu og þær sjálfar. Þeir
væru margir hverjir einnig í ábyrgð-
arstöðum eða ynnu í það minnsta
nánast allir fulla vinnu. Hjá konunum
væri það almennt ekki þannig að eig-
inmennirnir færu sjálfkrafa í hluta-
starf þegar eiginkonan fengi þunga-
vigtarstarf í atvinnulífinu.“
Vegna þessa getur staða karla og
kvenna sem vinna við æðstu stjórnun
fyrirtækja orðið ójöfn. Kvenstjórn-
endur verja að jafnaði meiri tíma í
hefðbundin heimilisstörf og í að sinna
fjölskyldumeðlimum en eiginmenn
þeirra og samstarfsmenn. Meira álag
virðist vera á konunum því heildar-
vinnutími þeirra verður lengri. Þá
segist Guðbjörg Linda sjá á gögnun-
um að það að vera æðsti stjórnandi
efli vald karlmanna innan fjöl-
skyldunnar miklu meira en
kvenna.
„Við spurðum líka hvort fólk
væri sátt við þessa skiptingu eða
framlag sitt og þá kemur í ljós að
konurnar eru mun síður sáttar en
karlar. Þær eru mun líklegri
en karlarnir til að segja:
Ég geri meira en minn
hlut. Það er nánast eng-
inn karl sem segist gera
meira en sinn hlut inn-
an heimilisins.“
Konur gera meira en karlar
Konur í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu sinna heimilisstörfunum miklu meira en karlar í sambæri-
legum stöðum Maki karlkyns stjórnanda minnkar við sig vinnuna en ekki kvenkyns stjórnanda
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
Guðbjörg Linda segist velta
fyrir sér hvort við séum enn
að burðast með gamaldags
ímynd af hlutverkum kynjanna
í samfélaginu.
„Ég las nýverið rannsókn
sem var gerð meðal stjórn-
enda í Finnlandi. Þar kom
fram að finnskar konur sem
gegna stjórnunarstöðum vilja
ekki ógna hjónabandinu með
því að ætlast til að eiginmenn
þeirra vinni heimilisverkin til
jafns við þær sjálfar eða
meira. Auk þess vilja þær ekki
varpa skugga á ímynd sína
sem góðar mæður. Við sjáum
þetta einnig á Íslandi: óttann
við að rugga kynjakerfinu.
Það er kynjaójafnvægi í
heimilisstöfunum og kvenkyns
og karlkyns stjórnendur
búa við ólíkan veru-
leika þegar heim er
komið.
Síðustu 40 ár
höfum við unnið í
að jafna stöðu
karla og kvenna á
vinnumarkaði en við
höfum kannski ekk-
ert mikið skoðað
eða fjallað um
hvað gerist inn-
an veggja heim-
ilisins.“
Rugga ekki
kynjakerfinu
HEIMILISSTÖRFIN
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Tenntum eldri borgurum, 65 til 79
ára, hefur fjölgað um næstum því
helming á rúmum áratug,“ segir
Kristín Heimisdóttir, formaður
Tannlæknafélags
Íslands, en efnt
verður til mál-
þings um tann-
heilsu eldri borg-
ara í dag.
Upplýsingarnar
sem Kristín styðst
við eru frá 2000 og
2012 en þá var
gerð rannsókn á
tannheilsu aldr-
aðra.
Ísland á pari við önnur lönd
á Norðurlöndum
„Það er í raun og veru hægt að tala
um að tenntum eldri borgurum hafi
fjölgað úr 20% í 36%. Þegar við tölum
um tennta einstaklinga þá erum við
ekki að tala um einstaklinga með eina
eða tvær tennur heldur fulltennta,“
segir hún.
„Fólk er farið að hugsa betur um
tennurnar sínar, það er alveg ljóst.
Það er aukin fræðsla, aukin þjónusta
og aukin meðvitund almennings um
tannheilbrigði sem stuðlar að þessari
þróun. Maður samþykkir ekkert
lengur að missa tennurnar eins og
var hér áður fyrr. Þá þótti það hinn
eðlilegasti hlutur. Fólk er í auknum
mæli farið að bursta vel í sér tenn-
urnar og nota tannþráð,“ segir Krist-
ín. Hún segir stöðuna á Íslandi að
auki vera svipaða og annars staðar á
Norðurlöndunum þegar kemur að
fjölda tenntra eldri borgara. Að henn-
ar sögn hafa Danir þó staðið sig best í
þessum efnum.
Ekkert konfekt fyrir ömmu
„Það sem við viljum hinsvegar
vekja athygli á með þessu málþingi er
staða þeirra eldri borgara sem eru að
fara inn á elli- og hjúkrunarheimili.
Þá sérstaklega hjá þeim hópi sem á
erfiðara með að sjá um sig sjálfur, þá
erum við að tala um fólk með Alz-
heimer- og Parkinsonsjúkdóm og
aðra svipaða sjúkdóma. Við verðum
til að mynda með öldrunarlækni sem
ætlar að tala um þau vandamál sem
fylgja sambærilegum sjúkdómum.
Það getur til dæmis verið mjög erfitt
að fá slíka sjúklinga til að opna munn-
inn og erfitt að bursta tennurnar í
þeim. Umönnunarfólkið þarf einnig
að vera mjög meðvitað um að þessir
einstaklingar þurfi sérstaka aðhlynn-
ingu,“ segir hún. „Manni rennur eig-
inlega blóðið til skyldunnar að upplýsa
þetta frábæra starfsfólk sem vinnur á
þessum heimilum um þessi mál. Við
viljum líka opna augu aðstandenda og
eldri borgaranna sjálfra. Það eru ein-
föld atriði sem hægt er að bæta, til
dæmis sérstakar tegundir tannkrems
sem inniheldur meira flúor og syk-
urlaus brjóstsykur sem örvar munn-
vatnsflæðið. Gamalt fólk er oft á lyfj-
um sem valda munnþurrki og hann er
mjög slæmur fyrir tannheilsuna. Það
að gefa ömmu konfektkassa í jólagjöf
er ekkert endilega gott fyrir hana. Það
má til dæmis gefa henni brjóstsykur í
staðinn. Það eru ýmis einföld atriði
sem geta bætt líðan þessara ein-
staklinga til muna,“ segir Kristín.
Málþingið stendur frá 16 til 18 á
annarri hæð Hilton Reykjavík Nor-
dica í sölum F og G.
Hugsa um tennurnar
Tenntum eldri borgurum hefur fjölgað um helming á
áratug Málþing Tannlæknafélagsins haldið í dag
Morgunblaðið/Kristinn
Tannheilsa Huga þarf að eldri borgurum á elli- og hjúkrunarheimilum. Kristín
Heimisdóttir
Hlutfall íslenskra stjórnenda sem segjast
alltaf/yfirleitt sjá um eftirtalin verk
Smávið-
gerðir
Sinna
veikum
fjölskm.
Versla
í matinn
Þrif Elda-
mennska
Þvottur
100%
90%
80%
70%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
77%
7% 12%
0%
87%
62%
13%
46%
42%
21%
6%
19%
Heimild: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir
Konur
Karlar
Tími kvenkyns stjórnenda sem fer í heimilis-
störf á viku og maka þeirra
Ísland
Kvenkyns stjórendur
Konur fullu starfi
Makar stjórneda
Makar fullvinnandi
kvenna
Noregur Danmörk Bandaríkin
14
12
10
8
6
4
2
0
Heimild: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir
12
13
8
9
11
5
6
12
11
10
7
9 9
6
7
8
Guðbjörg Linda
Rafnsdóttir
Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575
M
b
l1
44
77
98
fimmtudag, föstudag og langan laugardag
Af buxum,
skyrtum og
peysum.
30%
afsláttur