Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 20

Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 fallið að leiða til hærra fasteigna- verðs, segir Grétar Jónasson slík við- skipti geta gagnast verktökum. „Að baki slíku geta verið fullkom- lega eðlileg sjónarmið. Aðkoma slíkra milliliða getur grundvallast á því að koma inn í verkefnið í upphafi, þá hugsanlega með ódýrari eða greiðari fjármögnun. Síðan eru líka dæmi um að eignir séu keyptar af milliliðum á einhverju stigi framkvæmda og þar geta vitaskuld verið margháttaðar aðstæður að baki sem byggingar- aðilum finnst akkur í,“ segir Grétar. Markaðurinn verji sig sjálfur „Það að fasteignasalar hafi síðan milligöngu um að selja þessar eignir tryggir öryggi en dæmi hafa verið um að byggingafyrirtæki séu sjálf að selja eignir en við þær aðstæður er hætt við að réttaröryggi sé skert. Varðandi það hvort slíkir milliliðir séu til þess fallnir að leiða til hærra fasteignaverðs verður að telja að markaðurinn verji sig sjálfur og stýri því hvernig fasteignaverð þróast. Það sem á hinn bóginn hefur verið að ger- ast á mjög þröngu svæði er að fast- eignaverð hefur hækkað ákaflega mikið. Þar hafa verðhækkanir verið leiddar af fjárfestum sem keypt hafa eignir og komið í útleigu. Á slíkum svæðum hafa orðið miklar hækkanir. Þetta endurspeglar á hinn bóginn alls ekki fasteignamarkaðinn í heild sinni, þar sem markaðurinn stýrist af við- skiptum venjulegs fólks sín á milli.“ – Hvenær hófust viðskipti af þessu tagi á Íslandi? „Slík viðskipti hafa verið lengi til. Það virðist vera núna að þetta sé nokkuð meira áberandi en áður og sé að koma fram að nýju.“ Fasteignaheildsala snýr aftur Morgunblaðið/Ómar Stakkholt Félagið Stakkholt-miðbær keypti 48 íbúðir í stigaganginum sem merktur er Stakkholt 2a. Reykjavík Fjárfestar sjá kaup- tækifæri í nýjum íbúðum.  Fjársterkir aðilar kaupa tugi íbúða í einu lagi  Slík viðskipti geta skilað hundraða milljóna hagnaði  Félag fasteignasala telur slík viðskipti geta tryggt verktökum ódýrari fjármögnun á byggingartíma BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir kaup fjár- sterkra aðila á fjölda íbúða orðin meira áberandi en áður. Þau séu að koma fram að nýju. Eins og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu á síðustu dögum hafa fjárfestar keypt samtals 109 íbúðir í fjórum nýjum fjölbýlishúsum sem eru í byggingu. Þessi dæmi voru valin af handahófi og gefa ekki tæmandi mynd af slíkum viðskiptum. Í fyrsta lagi keypti MýrInVest 31 íbúð á Mýrargötu 26. Kaupverðið var tæplega 1.468,2 milljónir króna, eða um 340 þúsund kr. á fermetra, og má lauslega áætla að söluhagnaður geti orðið rúmar 500 milljónir. Hjá Cre- ditinfo eru tveir hluthafar skráðir í félaginu, Riverside Capital ehf. og Guðmundur Ingi Jónsson. Í öðru lagi keypti félagið Stakk- holt-miðbær 48 íbúðir í heilum stiga- gangi í Stakkholti 2a. Sex íbúðir á sex hæðum voru valdar af handahófi og var meðalfermetraverðið tæplega 439 þús. krónur. Miðað við það fer- metraverð er samanlagt söluverð íbúðanna 48 alls um 1.638 milljónir. Íbúðirnar eru 3.735 fermetrar. Stjórn félagsins skipa Ingi Guðjónsson lyfja- fræðingur og Jón Á. Ágústsson. Gætu hagnast um 123 milljónir Í þriðja lagi keypti félagið Túnfljót 30 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum í Austurkór 63-65. Kaupverðið var 970 milljónir króna fyrir 3.298,4 fer- metra. Lauslega má áætla, út frá uppgefnu fermetraverði á fasteigna- vef, að söluhagnaður geti numið 123 milljónum. Í stjórn Túnfljóts sitja hjónin Magnús P. Örnólfsson og Anna Björg Petersen og er heimilis- fang félagsins það sama og lögheimili þeirra. Spurður hvort það sé góð þróun eða slæm, að milliliðir kaupi eignir af verktökum og feli svo fasteignasölum að selja þær, og hvort það sé til þess Baldur Arnarson baldura@mbl.is Félagið Eclipse fjárfest- ingar slhf. keypti fyrir skömmu fjórar íbúðir í tveimur samliggjandi parhúsum í Austurkór 27 og 29 í Kópavogi. Íbúðirnar eru allar 114,3 fermetrar. Samkvæmt hluta- félagaskrá sitja Sölvi H. Blöndal, Eiríkur Finnur Greipsson og Lýður Þór Þorgeirsson í stjórn fé- lagsins. Heimilisfang félagsins er Garðastræti 37, 101 Reykjavík, en þar er fjárfestingafélagið Gamma til húsa. Lýður Þór og Sölvi eru jafn- framt sjóðsstjórar hjá Gamma. Kaupa hundruð íbúða Fram kom í Viðskiptamogganum nýverið að Eclipse fjárfestingar slhf. og Centrum fjárfestingar slhf. haldi utan um íbúðarfjárfestingar Gamma. Kom þar jafnframt fram að sjóðirnir tveir hafa fjárfest í um 400 leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu og að sjóðirnir eigi Leigufélag Ís- lands hf., ásamt Upphafi fasteigna- félagi slhf. Meðal verkefna Upphafs er bygg- ing 20 íbúða í Skipholti 11-13. Áætl- uð verklok eru í október 2015. Kaupa íbúðir fyrir sjö milljarða Haft var eftir Sölva að saman- lagðar íbúðarfjárfestingar Eclipse og Centrum næmu um sjö millj- örðum króna. Hann sagði félögin hafa fjárfest í um 40 íbúðum í Breið- holtinu, fyrir 700-800 milljónir króna. Sölvi útilokaði ekki að sjóð- irnir myndu kaupa fleiri íbúðir í Breiðholti. Kaupin í Austurkór 27 og 29 benda til að sjóðirnir sjái líka tæki- færi í nýjum hverfum Kópavogs. Systurfélag Gamma kaupir í Kópavogi  Eclipse kaupir fjórar nýjar íbúðir Morgunblaðið/Þórður Austurkór 27-29 Eclipse fjárfestingar slhf. keyptu fjórar íbúðir í þessum húsum. Samkvæmt heimildum blaðsins er það mat margra fast- eignasala að umsvif á markaði end- urspegli ekki umræðu um þann bata sem sagður er hafa orðið í efna- hagslífi þjóðarinnar. Á það er bent að stærri eignir í út- hverfum seljist hægt og að dæmigerðir kaupendur slíkra eigna kaupi nú frekar sérhæðir, eða stórar íbúðir í fjölbýlis- húsum. Spurður hvernig gangurinn er á markaðnum segir Vilhjálmur Einarsson, fasteignasali hjá Eignaborg í Kópavogi, það vera mat fasteignasala sem hann hefur rætt við að hægt hafi á markaðnum að undanförnu. „Til mín komu fasteignasalar frá stórri fasteignasölu sem sögðust ekki skilja hvað það hefði verið lítið að gera í haust. Það er sameiginleg skoðun okkar að það eigi þátt í þessum samdrætti hversu hægt hefur gengið að koma niðurstöðu leiðréttingarinnar til skila.“ Hjá Þjóðskrá Íslands fengust þær upplýsingar að tólf vikna meðaltal í fjölda þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgar- svæðinu hefði verið stöðugt í kringum 120 samninga á viku frá því í maí. Á árinu 2014 hefði hlutur ein- staklinga í viðskiptunum verið í kringum 90%. Beðið eftir leiðréttingu MARKAÐUR Í BIÐSTÖÐU? Vilhjálmur Einarsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.