Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 32
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Krabbameinsgreiningu fylgja oft
breytingar á félagslegum aðstæðum
og fjárhagslegri afkomu fólks auk
þess sem þörf getur skapast fyrir
andlega og líkamlega endurhæfingu.
Þetta segir Gunnjóna Una Guð-
mundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Ráð-
gjafaþjónustu Krabbameinsfélags-
ins. Hún hefur tekið saman nokkurs
konar gátlista yfir þau úrræði sem
eru í boði fyrir krabbameinsveika,
bæði hjá hinu opinbera, stétt-
arfélögum, lífeyrissjóðum og fé-
lagasamtökum.
Samantektina, sem ber heitið
„Réttindi krabbameinsveikra – upp-
lýsingar um fjármál, félagsleg rétt-
indi og endurhæfingu“, má nálgast á
heimasíðu Krabbameinsfélagsins en
Gunnjóna Una segir stundum
skorta á að fólk sé upplýst um rétt
sinn í langvinnum veikindum. Því
standi m.a. til boða að ræða við fé-
lagsráðgjafa á Landspítalanum á
meðan meðferð stendur yfir en það
sé oft ekki fyrr en seinna sem það
geri sér grein fyrir því að bataferlið
geti verið langt og umfangsmikið og
viti þá e.t.v. ekki að til eru úrræði
sem það getur átt rétt á og sótt um.
Kostnaður hækkað verulega
„Stundum leitar fólk sér ekki að-
stoðar í byrjun því það ætlar ekki að
vera veikt lengi, það ætlar að kom-
ast yfir þetta og kemur með því
hugarfari. Ég heyri það oft. En svo
lætur batinn kannski bíða eftir sér
og þá getur komið kvíði og von-
leysi,“ segir Gunnjóna Una. Hún
segir sálrænan- og félagslegan
stuðning raunar það sem hafi helst
vantað inn í heilbrigðisþjónustu
fólks með krabbamein en til að
mæta þeirri þörf hefur Krabba-
meinsfélagið m.a. boðið upp á nám-
skeið í hugrænni atferlismeðferð og
núvitund, sem notið hafa mikilla vin-
sælda.
Hvað varðar tekjuskerðingu
Greiningu þarf að fylgja upplýsing
Krabbameinsgreiningu fylgja oft breytingar og langt bataferli Stundum skortir á að fólk sé
upplýst um rétt sinn Krabbameinsfélagið gefur út gátlista yfir úrræði Kostnaður hefur aukist
Baklandið skiptir sköpum
» Árlega greinast um 1.400
manns með krabbamein á Ís-
landi.
» Gunnjóna Una segir krabba-
meinsmeðferðir ókeypis víða
erlendis.
» Að sögn Gunnjónu Unu eru
margir þeirra sem leita til Ráð-
gjafaþjónustu Krabbameins-
félagsins öryrkjar.
» Hún segir félagslegt og fjár-
hagslegt bakland þeirra sem
greinast skipta sköpum í með-
ferðarferlinu.
» Þá geti hár lækniskostnaður
verið íþyngjandi og stundum
óviðráðanlegur fyrir krabba-
meinsveika.
vegna veikinda segir Gunnjóna að
fólk nýti sér fyrst rétt sinn á vinnu-
markaði, síðan taki sjúkrasjóðir
stéttarfélaganna við, en þegar
greiðslur úr þeim falla niður komi til
lífeyrir frá Tryggingastofnun og líf-
eyrissjóðum. Hún segir kostnað
vegna krabbameinsmeðferðar hafa
hækkað verulega undanfarin ár en
stærsta áfallið hafi dunið yfir 1. jan-
úar 2010, þegar breytingar voru
gerðar á lögum um félagslega að-
stoð.
„Þessi lagabreyting var mjög
slæm fyrir fólk í krabbameins-
meðferð, því eftir breytinguna
hættu krabbameinsveikir að fá
læknisþjónustu með sama afslætti
og öryrkjar en hafa síðan þurft að
kaupa læknisþjónustu á sama verði
og heilbrigt fólk,“ segir Gunnjóna
Una.
Fara of snemma að vinna
Hún nefnir einnig að lyfjakostn-
aður hafi hækkað og að árlegur
styrkur til brjóstahaldarakaupa til
kvenna sem hafa gengist hafa undir
brjóstnám hafi verið afnuminn 1.
janúar sl. Þá hafi gjaldskrár vegna
læknisþjónustu hækkað tvisvar á
þessu ári og ókeypis endurhæfing
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
„Fólk veit oft ekki hvernig það get-
ur náð í læknana,“ segir Gunnjóna
Una um áhyggjur fólks af heilbrigð-
iskerfinu. „Það á erfitt með að ná í
þá og talar mikið um það hvað það
er rosalega erfitt,“ segir hún.
„Fólk getur sparað peninga og
flýtt fyrir bata með því að nýta sér
þjónustu fagaðila sem starfa á
Landspítalanum, sem fólk á rétt á,
meðan það er í meðferð. Það er
mikilvægt fyrir fólk sem er í með-
ferð að ræða við félagsráðgjafa,
sálfræðing, næringarfræðing,
sjúkraþjálfara,
iðjuþjálfa og
aðra fagaðila
sem geta aukið
lífsgæði sjúk-
lingsins,“ segir
Gunnjóna Una.
„Ég reyni að
gefa fólki upp-
lýsingar um
ókeypis eða
ódýra þjónustu og hvar megi sækja
um styrki og endurgreiðslu mikils
lækniskostnaðar.“
Eiga erfitt með að ná í lækni
RÁÐLEGGUR FÓLKI UM ÓKEYPIS OG ÓDÝRA ÞJÓNUSTU
Gunnjóna Una
Guðmundsdóttir
*Kostnaðarliðir hafa hækkað 2014
Sjúklingur sem fer í
skurðaðgerð, lyfjameðferð
og geislameðferð
Sjúklingur sem fer í
skurðaðgerð, uppbyggingu
brjósts og lyfjameðferð
Sjúklingur sem fer í
skurðaðgerð
Árleg skoðun eftir meðferð brjóstakrabbameins: (Viðtal við lækni kr. 6.908 og
mynd af brj. 7.650)*
Eitt gervibrjóst. SÍ greiða kr. 42.500 upp í sílikonbrjóst en það kostar 74.000.
Konur greiða mismuninn.
Tveir brjóstahaldarar á ári.
Sjúkraþjálfun 25 skipti (kr. 4.921 x 5 tímar, kr. 3.936 x 20 tímar)*
Eftirfylgd eftir krabbameinsmeðferð samtals á ári kr.
Ekki tekið með í reikninginn: tekjumissir, sálfræðiþjónusta o.fl. sem eykur lífsgæði.
Tannlæknakostnaður: Algengt er að tennur skemmist af völdum krabbameinslyfja- og geislameðferðar. Kostnaður vegna viðgerða
getur numið tugum eða hundruðum þúsunda. SÍ/TR endurgreiðir í sumum tilfellum 75% tannlæknakostnað skv. þeirra gjaldskrá.
Greitt á
Landspítala
Dæmi 1 (2013) 191.196
Dæmi 2 (2013) 214.695 69.415 24.096
15.000
31.500
20.000
103.326
193.922
103.326
239.241 / 370.826
20.000
31.500
15.000
69.415 / 201.000
Dæmi 3 (2013) 54.684
Fyrir tíðahvörf
Tamoxifen
Lyf sem
sjúklingur greiðir
sjálfur í meðferð
Eftir tíðahvörf
Samheitalyf / Femar
Útgjöld sjúklings vegna meðferðar á krabbameini í brjósti á Landspítalanum
2013
Samantekt: Gunnjóna Una Guðmundsdóttir félagsráðgjafi hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands
Útgjöld kvenna á ári eftir
krabbameinsmeðferð á Landspítala
fyrir krabbameinsveika á Heilsu-
stofnun NLFÍ í Hveragerði verið
felld niður 1. september sl.
Gunnjóna Una segir fjárhags-
aðstæður og félagslega einangrun
meðal þeirra þátta sem hvetja fólk
út á vinnumarkaðinn fyrr en ella.
„Ég hef heyrt margar konur sem
hafa farið í brjóstnám segja að þær
hefðu þurft að taka lengra veik-
indaleyfi og að þegar þær voru
komnar aftur til vinnu hefðu þær
fundið að þær réðu ekki strax við
jafn mikla vinnu og áður,“ segir hún.
Úrræði á borð við þau sem eru í
boði hjá Krabbameinsfélaginu og
hjá Ljósinu, endurhæfingar- og
stuðningsmiðstöð fyrir krabba-
meinsgreinda og aðstandendur
þeirra, geta skipt sköpum í bataferl-
inu að sögn Gunnjónu Unu, en þar
getur fólk stundað tómstundir í fé-
lagsskap fólks með svipaða reynslu.
„En fólk þarf líka að vita að þessi
þjónusta flýti fyrir bata og það
þurfa læknar að segja sjúklingum
sínum,“ segir Gunnjóna Una. „Fólk
treystir gagnsemi úrræða sem
læknar mæla með.“
44 félög og sjúklingasamtök af-
hentu í gær Einari K. Guðfinnssyni,
forseta Alþingis, ályktun um
ástandið á Landspítalanum. Er þar
skorað á ríkisstjórn, fjárlaganefnd
og Alþingi að gera nauðsynlegar
breytingar á fjárlagafrumvarpinu
til þess að tryggja að umhverfi
sjúklinga, aðstaða starfsfólks og
nema standist bæði lög og þann
metnað sem íslensk þjóð vill sýna.
„Við blasir að það rekstrarfé sem
gert er ráð fyrir í fjárlögum muni
ekki duga til að Landspítalinn – há-
skólasjúkrahús geti veitt þá þjón-
ustu sem lög kveða á um,“ segir í
ályktuninni.
Einar segist hafa gert ráðstaf-
anir til þess að ályktunin berist öll-
um þingmönnum. „Fjárlaga-
frumvarpið er nú í meðferð
þingsins og þetta fer inn í þá fjár-
lagavinnu sem þar stendur yfir. Ég
held að þingmenn taki áskorun af
þessu tagi mjög alvarlega, þótt auð-
vitað sé úr vöndu að ráða eins og
allir gera sér grein fyrir,“ segir
hann.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Alþingi Stuðningsfélög sjúkra afhenda forseta Alþingis áskorunina.
Vilja breytingar
Fjöldi samtaka skorar á yfirvöld að
auka fjárframlög til Landspítalans
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383
Við erum 110 ára
að því tilefni bjóðum við
20%-35%
afmælisafslátt
29. október - 8. nóvember