Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 40

Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is Síðan 1986 3 ára ábyrgð In Win Office Pro • Örgjörvi: Intel i3-4130 3,4 GHz • Vinnsluminni: 8 GB DDR3 (styður 16GB) • Skjákjarni: Intel HD, VGA, DVI, HDMI • Harður diskur: 120 GB SSD • Stýrikerfi: Windows 8.1 • Net: Kapaltengt og þráðlaust Verð 94.900 kr. Fyrir þá sem vilja fullkomna og örugga tölvu sem endist og endist Tölvur og fylgihlutir In Win Gamer • Örgjörvi: Intel i3-4130 3,4 GHz • Vinnsluminni: 4 GB DDR3 (Styður 16GB) • Skjákort: nVidia GeForce GTX750 • Harður diskur: 120 GB SSD • Stýrikerfi: Windows 8.1 • Netkort: Kapaltengt og þráðlaust Verð 109.900 kr. Vönduð leikjatölva sem leynir á sér með öllu því nýjasta BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Málshátturinn „Eins dauði er ann- ars brauð“ á svo sannarlega við í Kolgrafafirði þessi misserin. Eftir mikinn síldardauða í firðinum vet- urinn 2012-13 hefur rotnandi síldin legið eins og teppi á botninum. Í súr- efnisskortinum undir farginu hefur tegundum í og á botnsetinu snar- fækkað, en einstaklingum mengun- arsækinna tegunda hins vegar fjölg- að. Burstaormurinn Capitella capi- tata hefur blómgast sem aldrei fyrr og í rannsóknum vísindamanna hef- ur komið í ljós að 88% allra dýra, stærri en 0,5 millimetrar, í botnset- inu tilheyrðu þessari tegund orma sumarið 2013. Samlokur, skrápdýr og krabbadýr hafa hins vegar drep- ist að mestu og finnast ekki á síldar- menguðu svæðunum. Fiskar og hreyfanlegri dýr hafa hins vegar forðað sér í efri lög sjávar. Flýta framvindunni „Þessi hefðbundnu botndýr sem yfirleitt finnast í íslenskum fjörðum eru dauð eða flúin,“ segir Valtýr Sig- urðsson, líffræðingur, en rannsókn á botni fjarðarins er hluti af meistara- verkefni hans við Háskóla Íslands. „Sumar burstaormategundir þrífast hins vegar við þessar aðstæður og þá sérstaklega Capitella capitata sem dafnar vel í fjarveru keppinauta sinna sem hafa jafnan yfirhöndina þegar aðstæður eru eðlilegar. Ormarnir flýta framvindunni og gera öðrum botndýrategundum kleift að koma til baka með tíð og tíma. Nú er botndýralífið fábreytt og mengunarþolnar tegundir í miklum meirihluta. Þar eru svokallaðir Capi- tella-ormar alls ráðandi í botnsetinu um mestallan fjörðinn.“ Margir komu að nægtaborði Meðan síldin var nýdauð og fersk kom hún mörgum dýrategundum til góða. Mikið dýralíf var við fjörðinn, og margir fengu sér af nægta- borðinu, nefna má margar tegundir fugla, seli og minni hvali. Núna eru það aðallega örverur í botnseti sem nýta það sem er eftir af síldinni. Sýni hafa verið tekin úr botni fjarðarins á sjö sýnatökustöðvum tvö síðustu sumur og borin saman við sýni frá 1999. Unnið hefur verið úr sýnum frá 2013 við tegundagrein- ingar og mælingar á lífrænum leif- um í setinu. Líkur eru á að þróunin sé byrjuð að ganga til baka en fjár- magn skortir til að ljúka seinlegri greiningarvinnu á sýnum frá síðasta sumri. Að rannsókninni komu Nátt- úrustofa Vesturlands, Rannsókna- setur Háskóla Íslands á Snæfells- nesi og Líf- og umhverfisvísinda- deild HÍ. Vegagerðin veitti styrk til rannsóknarinnar og er Valtýr von- góður um að auknir fjármunir verði veittir í að klára þetta verkefni. Heimsmet og einstakt tækifæri Hann segir grunnrannsóknir í vís- indum ekki hátt skrifaðar á Íslandi og mikið vanti upp á þekkingu á um- hverfisþáttum á grunnsævi: „Í grúski mínu hef ég hvergi fund- ið frásagnir af viðlíka fiskdauða og varð í Kolgrafafirði. Stundum er sagt frá dauða þar sem magnið er talið í stykkjum, en hvergi nokkurs staðar hef ég rekist á frásögn af dauða á 50 þúsund tonnum. Þetta er heimsmet og það sem gerir þennan atburð enn merkilegri er að við eig- um rannsókn úr firðinum frá 1999. Á Íslandi hefur botndýralíf ekki verið rannsakað í mörgum fjörðum en einmitt Kolgrafafjörður var rann- sakaður árið 1999 vegna fyrirhug- aðrar brúargerðar. Eftir síldardauð- ann hafa ýmiss konar mælitæki verið sett upp í Kolgrafafirði til að mæla umhverfisþætti eins og súrefnismettun sjávar, strauma, hita og seltu. Veðurmælingastöðvum hef- ur einnig verið fjölgað til að geta sett hegðun síldarinnar í samhengi við þessa þætti. Það ætti að nýta þetta tækifæri og gera sem flestar rannsóknir sam- hliða mælingunum til þess að auka þekkingu okkar á strandsvæðum landsins. Ég viðurkenni að bursta- ormafræði og botndýralíf eru algjört jaðarsport svona almennt en samt eru þessir atburðir svo merkilegir að við verðum að geta sinnt þessu frá öllum hliðum. Þangað til fjármagn fæst eru sýni frá síðasta sumri hins vegar varðveitt í formalíni,“ segir Valtýr. Burstaormar braggast á botninum  Tegundum undir síldarteppinu í botnseti Kolgrafafjarðar hefur fækkað mikið  Mengunarþolnar tegundir taka völdin og Capitella capitata lifir góðu lífi  Samlokur, skráp- og krabbadýr hafa drepist Ljósmynd/Símon Sturluson Sýnatökur síðasta sumar Frá vinstri Jón Einar Jónsson, Róbert Arnar Stefánsson, Árni Ásgeirsson, Jörundur Svavarsson og Valtýr Sigurðsson. Ljósmynd/Valtýr Sigurðsson Líf og fjör Ormahrúga sem kom upp með einni skóflu við sýnatöku. Ormur sem nefnist Capitella capitata var áberandi, en hann þolir aðstæðurnar vel. Morgunblaðið/RAX Febrúar 2013 Dauð síld í fjöru í Kolgrafafirði og síldarteppi var á botninum. Engar fréttir hafa borist af síld í Breiðafirði í haust eins og verið hefur frá haustinu 2007. Þá fór ís- lenska sumargotssíldin að veiðast í Grundarfirði og síðan hafa nöfn eins og Kolgrafafjörður, Kiðeyjar- sund og Hofsstaðavogur í grennd við Stykkishólm orðið áhugamönn- um um síldveiðar töm í munni. Stóru síldveiðiskipin hafa eink- um verið við veiðar í Kolluál út af Snæfellsnesi, en í gær voru nokkur skip að veiðum út af norðanverðum Faxaflóa. Minni bátum er heimilt að veiða 750 tonn af síld í reknet gegn 16 króna greiðslu á kíló. Margir hugsuðu gott til glóðarinnar eins og þrjú síðustu ár, en ekkert hefur enn frést af veiðum í reknet. Óttast umhverfisslys Óttast er að umhverfisslys eins og varð veturinn 2012-13 geti end- urtekið sig, en síðasta vetur er talið að um 80 þúsund tonn af síld hafi haft vetursetu í Kolgrafafirði. Til að fylgjast með súrefnisstöðu í firð- inum og fleiri umhverfisþáttum var nettengdum mælum komið fyrir þar í fyrrahaust. Þær aðstæður sköpuðust ekki í fyrravetur sem leiddu til síldar- dauða, en tvívegis féll súrefnis- magn svo langt niður að skoðaður var möguleiki á að reyna að reka síldina út úr firðinum. Í bæði skipt- in batnaði súrefnisstaðan með auknum vindi áður en gripið var til slíkra aðgerða. Í nóvember 2013 var gerð tilraun til þess að reka síldina út með því að nota hvell- hettur til að styggja hana. Leiðangrar til að meta stærð ís- lenska síldarstofnsins við landið hefjast í næstu viku og verður þá m.a. farið í Breiðafjörðinn. Í fyrra- vetur hafði stór hluti stofnsins vet- ursetu í Kolluál og hugsanlega verður svo áfram í vetur. Það er þekkt frá árunum 2004-6, en fyrr var hún að stærstum hluta í fjörð- um austanlands. Það er gömul saga og ný að ekki er á vísan að róa þeg- ar síldin á í hlut. Morgunblaðið/Alfons Veturseta Smábátar veiddu vel af síld í Kolgrafafirði í fyrrahaust. Síldin hefur enn ekki sést í Breiðafirðinum  Hvellhettur til að styggja síldina
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.