Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 48
48 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það verður að bregðast við. Vand- inn er orðinn sambærilegur og var þegar ráðist var í lagningu byggða- línunnar á sínum tíma. Það mynd- ast eyjar í raforkukerfinu vegna þess að byggðalínan er ekki nógu öflug til að anna álaginu,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Liðin eru 30 ár frá því landið var hringtengt með síðasta áfanga byggðalínunnar svonefndu. Stjórnvöld ákváðu á árinu 1974 að leggja háspennulínu á milli Norður- og Suðurlands og var haf- ist handa við framkvæmdir árið eftir. Þórður rifjar upp að aðdrag- andann megi rekja til olíu- kreppunnar. Olíukostnaður við upphitun húsa og raforkufram- leiðslu var orðinn stór þáttur í þjóðarbúskapnum. Til þess að nýta innlenda orku þurfti að samtengja íslenska raforkukerfið. Fram að þeim tíma var öflugt flutningskerfi frá virkjunum á Suðurlandi og um Suður- og Suðvesturland. Þórður segir að þrjár aðrar raffræðilegar eyjar hafi verið í kerfinu, Norður- land, Austurland og Vestfirðir. Þær hafi haft vatnaflsvirkjanir, eins og Laxárvirkjun fyrir norðan, en orðið að keyra dísilvélar til að fylla upp í skörðin. „Til að nýta orkuna þurfti að tengja Búrfells- virkjun og fyrirhugaðar virkjanir á Þjórsársvæðinu við hin kerfin. Það var gert með línum sem fengu samheitið byggðalínan,“ segir Þórður. Lína með þjóðveginum Byggðalínan fékk nafn sitt af því að hún fór í meginatriðum með byggðum norður í land. Endar byggðalínunnar náðu saman 10. nóvember 1984 þegar línan frá Austurlandi var tengd við Sigöldu. Tveimur árum áður tók Lands- virkjun við byggðalínunni af Raf- magnsveitum ríkisins sem fram að því stóðu fyrir uppbyggingunni. Síðar tók Landsnet við flutnings- kerfinu, við stofnun fyrirtækisins í byrjun árs 2005. Sambandið rofnar oft „Byggðalínan hefur staðið sig ágætlega. Það hefur þurft að end- urbæta ýmislegt á þessum tíma. Nú erum við að fjárfesta töluvert á Vestfjörðum, í varaafli og end- urbótum á kerfinu þar, vegna þess að aðeins ein lína er þangað og yfir erfiðar heiðar að fara,“ segir Þórð- ur. Hann tekur þó fram að byggða- línukerfið sé nú komið að fótum fram í því samhengi að orkuþörfin hafi aukist það mikið að það anni ekki álaginu. Nú sé þörf fyrir sam- bærilegt átak í styrkingu flutn- ingskerfisins og gert var þegar ráðist var í byggðalínuna á sínum tíma. Landsnet hefur verið með áætl- anir um að styrkja byggðalínuna frá Blönduvirkjun til Akureyrar og þaðan austur í Fljótsdal. Mest mæðir á þeim kafla. Þórður nefnir að á síðasta ári hafi samband á milli kerfanna fyrir norðan og sunnan rofnað 23 sinnum og miðað við reynsluna það sem af er þessu ári megi búast við að það verði enn oftar í ár. Vatnsrennsli er mismunandi á milli ára og landshluta. Virkj- anafyrirtækin, ekki síst Lands- virkjun, geta ekki nýtt orku- vinnslugetu virkjana sinna með því að nýta vatnsforðann til fulls, af því að þær geta ekki flutt rafmagn- ið á milli landshluta. Þórður nefnir einnig að fiskimjölsverksmiðjur á Austur- og Norðausturlandi hafi fjárfest fyrir milljarða til að nýta rafmagn í stað olíu. Það sé sam- bærileg breyting og varð í hús- hitun þegar byggðalínan var lögð og menn gátu skipt olíunni út fyrir rafmagn. Nú þurfi verksmiðjurnar að reka olíukerfi samhliða raf- orkukerfum því ekki sé hægt að flytja til þeirra það rafmagn sem þær þurfa. Bregðast þarf við vanda Þegar byggðalínan var und- irbúin var því hafnað að tengja kerfin saman með línu yfir hálend- ið vegna slæms veðurfars. Nú er Landsnet á fullu í undirbúningi há- spennulínu um Sprengisand. Þórð- ur segir að miklum upplýsingum hafi verið safnað undanfarna ára- tugi og telur hann engar tækni- legar hindranir í vegi þess að leggja línu þar yfir. Meiri spurning sé um umhverfismálin. Hins vegar verði reynt að staðsetja línuna þannig í landslaginu og hanna möstur með það í huga að línan verði ekki eins áberandi og ella. Til greina kemur að leggja jarðsteng sem hluta af línunni og mun ákvörðun um það ráðast af stefnu- mörkun stjórnvalda í jarðstrengs- málum sem Þórður vonast til að verði afgreidd á næstu vikum. „Það er von okkar að sem víðtæk- ust sátt náist um þessa fram- kvæmd,“ segir Þórður en gerir sér grein fyrir því að það geti orðið erfitt að ná fullri sátt. Ekki gangi annað en að bregðast við þeim vanda sem uppi er. Fljótvirkasta lausnin Landsnet fór af stað með und- irbúning að Blöndulínu 3 fyrir fimm árum en hún á að styrkja byggðalínuna á milli Blönduvirkj- unar og Akureyrar. Mikil andstaða er við framkvæmdina, sérstaklega í sveitum Skagafjarðar og Eyja- fjarðar, og hefur málið strandað. Aðspurður segir Þórður að Sprengisandslína muni létta mjög á byggðalínunni en hún dugi ekki ein og sér þar sem þörf er fyrir frekari styrkingar. „Sprengisand- slínan er fljótvirkasta lausnin til að ráða bót á þeim bráðavanda sem við stöndum frammi fyrir.“ Áfram þurfi að vinna að styrkingu byggðalínunnar með lagningu 220 kílóvolta línu við hlið þeirrar gömlu. Hins vegar sé ör þróun í hönnun lína og jarðstrengja og hugsanlegt að hægt verði að leggja 130 kílóvolta línu í jarðstreng á ákveðnum svæðum þegar end- urnýja þarf eldri hluta byggðalín- unnar og þá sem mótvægisaðgerð vegna annarra línubygginga. Það dragi úr umfanginu. Þarf að líta fram í tímann „Við getum ekki aðeins litið til þess sem við getum komist af með núna. Miðað við óbreytta fram- leiðslu og raforkunotkun, gæti minni framkvæmd dugað. Við verðum hins vegar við okkar fjár- festingar að líta 30-40 ár fram í tímann og taka mið af líklegri þró- un,“ segir Þórður og bendir á sem dæmi að í samþykktri rammaáætl- un um vernd og nýtingu orku- svæða sé gert ráð fyrir virkjun 600 MW afls á Norðurlandi. Ef þar eigi að virkja umfram aukningu í raf- orkunotkun svæðisins þurfi að hafa samhangandi raforkukerfi enda sé markaðurinn einn og sá sami. Svo verði að vera svigrúm ef bilanir verða og náttúruhamfarir geti sett strik í reikninginn. Kerfið eigi í erfiðleikum nú þegar, þótt allt sé í lagi. Byggðalínan komin að fótum fram  Þrjátíu ár eru liðin frá því að byggðalínan náði hringinn  Forstjóri Landsnets segir að vandinn í raforkukerfinu sé orðinn sambærilegur við það sem var áður en byggðalínan komst í gagnið Raforkukerfið Heimild: landsnet.is Háspennulínur 220 kV 132 kV 66 kV 33 kV „Það eina sem mig vantar er tími til að sinna öllum áhugamálunum,“ segir Þórður Guðmundsson sem lætur af starfi forstjóra Landsnets um áramót, 65 ára að aldri. Hann hefur stýrt fyrirtækinu frá stofn- un, 1. janúar 2005, og var áður framkvæmdastjóri flutningasviðs Landsvirkjunar. „Ég hóf störf hjá Landsvirkjun 1975 þegar ég var enn í verk- fræðinámi og var í fullu starfi frá 1978. Þetta hefur verið skemmti- legur tími og alltaf gaman að mæta til vinnu. En álagið er mikið og hefur verið lengi og eftir öll þessi ár langar mig að gera eitthvað annað. Það er líf utan Landsnets,“ segir Þórður. Efst á dagskrá hjá honum er að læra fjögur ný tungumál. Hann er byrjaður í spænskunámi og ætlar síðan að taka til við frönsku, ítölsku og rússnesku. „Það stafar fyrst og fremst af löngun til að geta tjáð mig á ferðalögum erlendis, á tungumáli íbúa landanna. Rússneskuna ætla ég að læra til að geta lesið bókmenntirnar, ég hef ekki hug á að fara mikið þangað eins og staðan er nú,“ segir Þórður. Hann nefnir einnig að hann langi til að læra sagnfræði og sinna ætt- fræðirannsóknum og svo eigi hann eftir að ljúka smíði sumarbú- staðar. „Ég vonast einnig til að geta sinnt verkfræðistörfum í nokkur ár.“ Efst á dagskránni að bæta við sig fjórum tungumálum HÆTTIR UM ÁRAMÓT Forstjóri Þórður Guðmundsson segir að grípa þurfi til aðgerða til að tengja raforkukerfi landsins betur saman. Sprengisandslína er til þess gerð. Morgunblaðið/Þórður ALLT á einum stað! Lágmarks biðtími www.bilaattan.is Dekkjaverkstæði Varahlutir Bílaverkstæði Smurstöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.