Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 72
72 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
Bridsdeild Breiðfirðinga
Það var spilað á 10 borðum 26.
okt. sem var eins kvölds tvímenn-
ingur.
Úrslit í N/S:
Halldór Þorvalds. - Magnús Sverriss. 251
Oddur Hannesson - Árni Hannesson 247
Sigurjóna Björgvins. - Gunnar Guðm. 242
A/V
Guðrún Jörgenssen - Þórður Ingólfs. 272
Ingibj. Guðmunds. - Kristín Andrews 238
Jón Jóhannsson – Birgir Kristjánss. 235
Næsta sunnudag byrjar fjögurra
kvölda keppni.
Spilað er á sunnudögum kl. 19.
Súgfirðingaskálin
Í byrjun gormánaðar var önnur
lota um Súgfirðingaskálina, tví-
menningsmóti Súgfirðingafélagsins
spiluð.
14 pör mættu til leiks í byrjun
sláturtíðar og skemmtu sér vel.
Flemming Jessen og Kristján H.
Björnsson tóku heljar skor, 66%,
enda koma þeir langt að og fara yf-
ir kerfið og þvingun í úrspili á leið-
inni.
Björn Guðbjörnsson og Sturla
Eðvarðsson tóku góðan endasprett
og enduðu í öðru sæti.
Úrslit úr annarri lotu, meðalskor
156 stig.
Flemming Jessen - Kristján Björnss. 206
Sturla G. Eðvarðs. - Björn Guðbjörns. 179
Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 177
Kristján Pálss. - Ólafur Karvel Pálss. 174
Friðgerður Friðgeirs. -
Friðgerður Beneditksdóttir 170
Heildarstaðan.
Sturla G. Eðvarðs. - Björn Guðbjörns. 356
Hafliði Baldurss. - Árni Guðbjörnss. 341
Flemming Jessen - Kristján H. Björnss.
341
Gróa Guðnad. - Alda S. Guðnadóttir 337
Friðgerður Friðgeirs - Kristín Guðbjd. 337
Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálss. 335
Alls verða spilaðar sjö lotur um
Súgfirðingaskálina og gilda sex
bestu skorin til verðlauna.
Næst verður spilað 24. nóvember
í byrjun ýlis.
Góðmennt í Gullsmára
Spilað var á 10 borðum í Gull-
smára mánudaginn 27. október.
Úrslit í N/S:
Samúel Guðmss. - Jón Hannesson 210
Ágúst Helgason - Haukur Harðars. 203
Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 198
A/V
Ormarr Snæbjss. - Sturla Snæbjss. 230
Kristín G.Ísfeld - Óttar Guðmss. 202
Jón I. Ragnarss. - Sæmundur Árnas. 179
Spilað var á 11 borðum fimmtu-
daginn 30. október.Úrslit í N/S:
Guðm.Sigursteinss. - Unnar A.Guðmss. 226
Ágúst Helgason - Haukur Harðarson 193
Auðunn R.Guðmundss. - Björn Árnas. 186
Gunnar Sigurbjss. - Sigurður Gunnlss. 182
A/V
Jón Ingi Ragnars. - Sæmundur Árnas. 198
Einar Kristinss. - Ragnar Ásmundss. 183
Gunnar Alexanderss. - Elís Helgas. 183
Ernst Backman - Hermann Guðmss.182
Deildakeppnin
stendur sem hæst
Lögfræðistofa Íslands gerði best
í forkeppni deildakeppninnar.
Þær 4 sveitir sem spila í útslátt-
arkeppni helgina 22.-23. nóv. eru
Lögfræðistofa Íslands, Málning hf.,
Garðs apótek og J.E. Skjanni ehf.
en þá er jafnframt spilað í annarri
deild.
Björn Halldórsson í forystu
Fyrsta kvöldið í Aðalsveitakeppni
Bridsfélags Kópavogs var spilað sl.
fimmtudag. Þrettán sveitir eru í
mótinu og er sveit Björns Halldórs-
sonar efst eftir fyrstu tvær umferð-
irnar.
Björn Halldórsson 34,50
SFG 28,33
Sigmundur Stefánsson 27,54
Vinir 24,01
Dökkir+1 21,04
Þórður Jörundsson 21,04
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Ógn virðist steðja að
úr ýmsum áttum og
helst vilja Íslendingar,
rétt eins og aðrir, leiða
hjá sér fréttir um
hryðjuverk, viðbjóðs-
legar aftökur og stríðs-
átök sem óviðkomandi
mál. Það er talið gott
og gilt sem viðhorf, að
við eigum skilið að vera
óáreitt enda aldrei gert
öðrum mein og lengi lifað saman í
friðsemd og spekt. Löggæslunni
nægi því kylfa en ekki skotvopn. En í
alvörunni skal spurt, hvort Ísland sé
öðrum fremur undanskilið eða tryggt
fyrir ofbeldi glæpagengja eiturlyfja-
heimsins ? Getur það sama ekki átt
við um vitfirringsleg hryðjuverk, sem
svo sorglega hafa brostið á vestan
hafs og austan? Þarf þá ekki lög-
reglan hér að hafa aðgang að skot-
vopnum, eins og t.d. í Noregi, þótt
þau séu ekki borin daglega? Ég leyfi
mér að halda að svo sé í raun og að
það sé lítt við hæfi að ala á tortryggni
á eðlilegri löggæslu og búnaði henn-
ar. Lítið er minnst á mikla byssueign
Íslendinga, að hluta til ólöglega að
sögn
Væri annars ekki nær að spyrja af
hverju Norðmenn, eins og allar aðrar
Norðurlandaþjóðir, standa undir
stórútgjöldum vegna nútímahers
með nýjustu orrustuþotum, vopnaðri
lögreglu og sérsveitum?
Og er ekki tilhlýðilegt að
Norðmenn, áhyggju-
fullir út af þessari varn-
arlausu frændþjóð sem
þeir leggja til þátttöku í
loftrýmisgæslu , fái
þakkir fyrir það og þá
hjálp að íslenska lög-
reglan og strandgæslan
fái þó eitthvað í hendur,
sem óaldarseggir ótt-
ast? Óskhyggja um sér-
stöðu friðelskandi smá-
þjóðar nægir ekki þegar
í harðbakkann slær, það vita Íslend-
ingar vel. Það hætturástand sem nú
ríkir er annars eðlis en heimsstyrj-
aldir en ekki síður ógn fyrir væru-
kæra smáþjóð.
Hervæðingu og spennuástand í
okkar heimshluta töldum við vera úr
sögunni eftir kalda stríðið. Svo er því
miður ekki eftir innrásina í Úkraínu.
Þá hefur Pútín Rússlandsforseti ekki
viljað að það fari fram hjá neinum, að
undanfarið hefur orðið meiriháttar
hervæðing á rússneska landsvæðinu
við Norðurskautið. Þær fréttir bárust
29. október, að þá hefði rússneski
flugherinn hafið mikla árásaræfingu
gagnvart NATO-strandríkjum við
Norðursjó. Um var að ræða hópflug
fjögurra Tu-95 langdrægra sprengju-
flugvéla sem hannaðar eru til að bera
stýriflaugar, en í fylgd voru fjórar
I-78 birgðavélar með eldsneyti tekið
á flugi. Flugvélaflotinn hafði ekki gef-
ið upp flugáætlun, hafði lokað fyrir
talstöðvar og slökkt á sjálfkrafa út-
sendingu staðsetningar. Þessu fylgir
árekstrarhætta við farþegaflugvélar.
Rússnesku flugvélunum var mætt af
norskum og portúgölskum F-16 or-
ustuþotum og síðan breskum af
Typhoon-gerð. Þá var samdægurs í
fréttum að mikið hefði verið um yf-
irflug af sex gerðum af rússneskum
orustuþotum við Eystrasaltsríkin
sem loftrýmisgæsla NATO sinnti.
Hún er varanleg, þ.e. allan sólar-
hringinn, allt árið og með þátttöku
Svía og Finna utan NATO.
Sú var tíðin í kalda stríðinu, að Ís-
land var methafi í gríðarlegu yfirflugi
sovéska flughersins. Rússar láta okk-
ur afskiptalaus hvað sem verða kann.
Þá mætti geta þess, að Kínverjar sem
láta sér mjög dælt við okkur, stunda
hernaðarlega útþenslu í Asíu. Þar
hafa þeir átt í útistöðum við Japan,
Filippseyjar og Víetnam út af yfirráð-
um á hafsvæðum og þar með Banda-
ríkin vegna varnarskuldbindinga.
Síðustu fregnir herma að í Asíu séu
Kínverjar komnir upp á kant við Ind-
verja vegna hernaðarsamvinnu við
Sri Lanka. Þar var Xi Jinping forseti
í heimsókn og í Colombo fagnaði hon-
um kínverskur kafbátur. Kannski er
draumurinn að geta einhvern tíma
efnt til slíks fagnaðar hér og helst í
Finnafirði í sameign með Þing-
eyingum?
Vonandi má öllum vera ljóst að nú,
meir en nokkru sinni áður, verða Ís-
lendingar að treysta varnir og öryggi
sitt innan NATO og í tvíhliða sam-
starfi við Bandaríkin. Atlantshafs-
bandalagið nýtur nú forystu Jens
Stoltenbergs, sem er okkur að góðu
kunnur. Í sínu fyrsta opinbera ávarpi
minntist hann þess hvernig NATO
hefði áður tryggt öryggi Noregs frá
því að hann var barn að aldri. Hann
segist í starfinu hafa þrjú áherslu-
atriði: Í fyrsta lagi að NATO séu
sterk samtök. Fjölmargt sé gert í
þeim efnum. Í annan stað að vinna
með samstarfsþjóðum og gæta lýð-
ræðislegra réttinda og frelsis þeirra.
Sérstaklega er vísað til Úkraníu. Í
þriðja lagi minnir Stoltenberg á, að
hann, fyrstur aðalframkvæmdastjóra
NATO, á heimaland með landamæri
við Rússlandi. Samskipti Noregs og
Rússlands hafi þróast vel á mörgum
sviðum. Aðeins það NATO, sem hefur
styrkleika til að bera, getur átt já-
kvæða og gagnlega samvinnu við
Rússa.
Hér verður ekki fjölyrt um framtíð
samvinnunnar við Bandaríkin í ör-
yggis- og varnarmálum, sem hljóta að
vera í náinni athugun stjórnvalda.
Þar mun sendiherrann í Washington
gegna miklu og vandasömu hlutverki.
Ógn og viðbrögð
Eftir Einar
Benediktsson » Vonandi má öllum
vera ljóst að nú,
meir en nokkru sinni áð-
ur, verða Íslendingar að
treysta varnir og öryggi
sitt innan NATO og í
tvíhliða samstarfi við
Bandaríkin.
Einar Benediktsson
Höfundur er fv. sendiherra.
Nú verða íbúar á
landsbyggðinni að
berjast gegn öllum
tilraunum miðstýring-
arafla mennta-
kerfisins við að stöðva
þá uppbyggingu og
rekstur framhalds-
skóla sem átt hefur
sér stað undanfarna
áratugi og leggja þar
með af tækifæri til
virkustu jöfnun búsetuskilyrða,
sem fáanleg eru í okkar dreifbýla
landi. Framhaldsskólanám þarf að
vera til staðar út um allt land. Það
er blóðtaka frá heimilum að sjá á
eftir unglingunum til framhalds-
náms í fjarlægu sveitarfélagi, ekki
bara fjárhagslega heldur einnig
félagslega. Þetta er ekki bara
vandamál heimilanna heldur líka
eitt stærsta félagslega vandamál
sveitarfélaga, sem missa á þennan
hátt í burt unga fólkið úr fé-
lagsstarfi og íþróttum sem grund-
valla vellíðan þeirra sem yngri og
eldri eru í sveitarfélaginu, einmitt
á þeim árstíma sem félagslíf sveit-
arfélaga þarf mest á unga fólkinu
að halda.
Við skulu líta á það sem stað-
reynd að lágt og þvingað mennt-
unarstig fámennis þvingar fólk til
að færa sig þangað sem mennt-
unarskilyrði eru því við hæfi. Það
er fyrst og fremst ástæða offjölg-
unar fólks á höfuðborgarsvæðinu,
en ekki atvinnugeta svæðisins.
Ekki er hægt að fjölga atvinnu-
möguleikum án fjölbreyttrar
menntunar og menningar.
Ef grunnþörfum er fullnægt á
heimaslóð geta menn haldið að
heiman með mal, ask og visku til
að bragða á heilahunangi visku-
brunna æðri menntunar, sem
finnst í háskólakjöllurum um allan
heim, en ekki bara á höfuðborgar-
svæði Íslands, sem betur fer.
Mín skoðun er sú að mennta-
mála yfirvöldum hef-
ur á margan hátt tek-
ist að gera
framhaldskóla-
menntun, allt frá vit-
leysisbreytingunni
1948 og síðar, allt of
dýra fyrir íslenska
þjóð ekki síst fyrir
landsbyggðarfólk.
Ekki bara dýrari
heldur og einnig allt
of dýrkeypta fyrir
nemendur sjálfa.
Þetta var gert með
því að byggja upp miðlæga fram-
haldsskóla með óteljandi val-
greinum frá fyrsta áfanga, með
þeim árangri að nemendur eru
flestir að berjast við að ná tökum
á frumgreinum allt sitt skólanám
með blóði, svita og tárum.
Undirritaður tók að sér fjögurra
ára sjálfboðaliðastarf á Egils-
stöðum við að reka iðnskóladeildir
og kenna við þær og síðar í fram-
haldi að kenna og stjórna viðbót-
arnámi vélstjóra í Stykkishólmi og
Ólafsvík. Í báðum tilvikum voru
allir nemar í fullu starfi, svo um
kvöld- og helgarnám var að ræða.
Þetta voru rúmlega 80 iðn-
aðarmenn og vélstjórar sem töldu
sig ekki hafa, eða einfaldlega
höfðu ekki efni á að fara til
Reykjavíkur til að ljúka náms-
skyldu sinni til að öðlast full at-
vinnuréttindi í sínum greinum.
Lesskilningur í stærðfræði og
annarri eðlisfræði var líka, sam-
hliða hinum fjárhagslega ótta,
ástæða afneitunar á að sækja sér
menntun á fjarlægum stöðum,
fjarri sinni konu, börnum og heim-
illi. Hann Jói múrari á Þránd-
arstöðum hafði að baki einungis
þriggja mánaða farandskólanám
heima í Eyvindarárdal. Þótt kot
væri, var ljóðum vel tekið, svo
börnin lærðu að lesa svo ánægja
varð af allri ljóðasmíð og brag-
fræði. Jói var eins svo margir
hræddur við algebruna í þessum
okkar iðn-kvöldskóla á Egils-
stöðum, hún er ekki neitt auðlesin.
En lesskilningur og bragfræði Jóa
gaf honum háa einkunn á loka-
prófi, sérstaklega í stærðfræði, og
hjálpaði honum að verða múr-
arameistari. En Jói kenndi mér
kennaranum, að ljóðaleikir og lest-
ur ljóða efla lesskilning meir en
nokkuð annað.
Ég tel að grunnskólinn eigi að
sinna kennslu frumgreina fyrstu
þrjú ár framhaldsskólanáms og að
framhaldskólamenntun hefjist í 9.
bekk. Frumgreinar eru stærð-
fræðin, eðlis- og efnafræði ásamt
tungumálum, þjóðfélagsfræði og
hagfræði. Ég treysti mjög vel vel-
menntuðum grunnskólakennurum
frá Kennaraskóla Íslands til að
sjá um þessar greinar og enn
vænkast á því sviði með aðgengi á
upplýsingavefjum.
Þannig má vona að unga fólkið
geti snúið til baka og aukið fram-
legð og framleiðni heima fyrir.
Framhaldsskólar í grunnskóla
Eftir Erling Garðar
Jónasson » Jói var eins svo
margir hræddur við
algebruna í þessum iðn-
kvöldskóla á Egils-
stöðum, hún er ekki
neitt auðlesin.
Erling Garðar Jónasson
Höfundur er formaður
Samtaka aldraðra.
Tónlist er eitt af
undrum veraldar. Hún
er svo einstök og ynd-
isleg og svo sjálfsögð í
lífi okkar. Hún er í
stóru hlutverki á gleði-
stundum okkar í lífinu
og á sorgarstundum.
Hún er án efa eitthvað
sem við getum alls
ekki verið án. En
hvaðan kemur tónlist-
in? Hún er sköpun tón-
listarfólks. Og hvaðan kemur tónlist-
arfólkið? Það kemur langflest úr
tónlistarskólum landsins. Í þeim er
unnið metnaðarfullt starf sem hefur
mikið gildi fyrir menningu okkar og
samfélag. Við njótum þess dag
hvern að hlusta á tónlist og hún er
hluti af okkar daglega lífi á svo
margan hátt. Ég er viss um að eng-
inn vill svo mikið sem ímynda sér líf-
ið án tónlistar. Hversu svarthvítt og
óspennandi væri lífið ef engin væri
tónlistin og ekkert tónlistarfólk til
að skapa fyrir okkur hina töfrandi
tóna hvenær sem okkur hugnaðist!
Tónlistarkennarar eru í verkfalli.
Þeir krefjast þess að fá
sambærileg laun og
aðrir kennarar. Það er
lítið að gerast og deilan
er enn í hnút. Yfirvöld
sýna hvorki nægilegan
áhuga né skilning. Það
er ekki nóg að sýna
áhuga og dásama tón-
list og gildi hennar við
hátíðartilefni. Sveit-
arfélögin verða að sýna
að þau virkilega kunni
að meta hana með því
að borga tónlistarkenn-
urum mannsæmandi laun! Styðjum
tónlistarkennara í baráttu þeirra
fyrir betri launum.
Okkur á ekki að vera sama!
Ímyndaðu þér
lífið án tónlistar
Eftir Írisi Dröfn
Halldórsdóttur
Íris Dröfn
Halldórsdóttir
» Við njótum þess dag
hvern að hlusta á
tónlist og hún er hluti af
okkar daglega lífi á svo
margan hátt.
Höfundur er grunnskólakennari,
móðir tónlistarnemanda
og tónlistarunnandi.
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga