Morgunblaðið - 06.11.2014, Page 88
88 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
✝ Agnar Ólafs-son fæddist í
Reykjavík 29. nóv-
ember 1930. Hann
lést á Landspít-
alanum 9. október
2014.
Foreldrar Agn-
ars voru þau Krist-
ín Björnsdóttir Ró-
senkranz, f. 1911,
d. 1999, og Ólafur
Hólm Theódórs-
son, f. 1906, d. 1972. Agnar ólst
upp hjá föðurforeldrum sínum,
Ingveldi Valdimarsdóttur
(1881-1954) og Theódóri Helga
Jónassyni (1876-1941).
1952 kvæntist Agnar Erlu
Ásmundsdóttur, f. 28. maí 1931,
sem lifir mann sinn. Börn Agn-
ars og Erlu eru fjögur: Ingvi
Guðrún Hólmfríð, f. 1944; Guð-
rún Birna, f. 1942, og Eyþór
Haraldur, f. 1959. Uppeld-
isbróðir Agnars hjá afa og
ömmu var föðurbróðir hans,
Guðni Þorbergur, f. 1925, d.
1986.
Agnar stundaði versl-
unarstörf í Reykjavík sem ung-
ur maður en lauk síðar námi frá
Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík og var á farskipaflota Eim-
skipafélagsins um langa hríð.
Eftir að hann kom í land fékkst
hann við fasteignasölu, lengst
af í eigin fyrirtæki, Fast-
eignahöllinni. Hann var hesta-
maður af guðsnáð í ríflega ald-
arþriðjung og undi sér hvergi
betur en að fjallabaki með þrjá
til reiðar í góðra vina hópi, ekki
síst ef Erla og börn eða barna-
börn voru með í för.
Útför hans var gerð í kyrr-
þey frá Fossvogskapellu 20.
október 2014.
Theódór, f. 1950,
kvæntur Margréti
Báru Sigmunds-
dóttur; Dagmar, f.
1952, gift Ómari
Valdimarssyni;
Kristín Agnes, f.
1955, gift Þorvarði
Geir Höskuldssyni,
og Agnar, f. 1961,
kvæntur Guðnýju
Stefánsdóttur.
Barnabörn Agnars
og Erlu eru þrettán, barna-
barnabörnin níu.
Systur Agnars, sammæðra,
eru Svala Kristinsdóttir, f.
1940, búsett í Bandaríkjunum,
og Kolbrún Garðarsdóttir, f.
1951, búsett í Danmörku. Systk-
ini Agnars samfeðra eru Einar
Ingi Theódór, f. 1936, d. 2007;
Kallið kom okkur öllum að
óvörum, það er erfitt að sleppa
takinu á einhverjum sem maður
elskar ofurheitt.
Pabbi minn var alveg einstak-
ur gleðigjafi og hafði yndislega
nærveru. Djassgeggjari var
hann mikill – og sérstaklega ef
það var Louis Armstrong sem
hann hafði hitt vestur í Ameríku
á farmannsárunum. Hann var
stýrimaður og háseti á Trölla-
fossi og var oft óskaplega lengi í
burtu, eða svo fannst okkur
krökkunum – en það var líka
spennandi að fá hann heim aftur,
alltaf gaukaði hann einhverju að
okkur.
Hann var prýðilega músík-
alskur og spilaði á trommur í
hljómsveit Stýrimannaskólans
þegar hann var að læra til sjós en
seldi svo Ragga Bjarna trommu-
settið þegar fjölskyldan fór að
stækka. Seinna eignaðist hann
hljómborð eða skemmtara og
spilaði oft á hann þegar fjöl-
skyldan kom saman – og alltaf
máttu krakkarnir glamra á
skemmtarann, jafnvel á hæsta
styrk!
Hann kenndi mér margt gott
og gagnlegt, eitt var það að gef-
ast ekki upp þó að á móti blási.
Það kemur alltaf meðbyr, maður
þarf kannski stundum að bíða að-
eins eftir honum … en hann kem-
ur.
Í endurminningunni var alltaf
sólskin og blíða í veiði- og hesta-
ferðum. Við Ómar höfðum farið
eitt sumar í vikulanga hestaferð
um Arnarvatnsheiði. Pabbi fékk
stjörnur í augun, þegar við vor-
um að segja frá hvernig þetta
gekk fyrir sig og því var slegið
föstu við eldhúsborðið að
mamma og pabbi kæmu með
næsta sumar – og þá hafði hvor-
ugt þeirra komið á bak í hartnær
fjörutíu ár. Það varð ógleyman-
leg ferð þar sem við þurftum að
veiða okkur til matar, annars
voru það bara fiskibollur í dós.
Pabba fannst það ekki verra –
enda man ég ekki til þess að
nokkur fiskibolludós hafi verið
opnuð í þeirri ferð.
Sumarið eftir fórum við í meiri
ferð og lengri yfir Kjöl. Eftir
fyrsta klukkutímann var pabbi
sjanghæjaður í rekstrarliðið þar
sem hann naut sín til fulls. Þá
varð ekki aftur snúið, eftir heim-
komuna fór hann austur fyrir
fjall og keypti hesta handa sér og
mömmu. Vildi helst kaupa einn
af hestunum sem hann reið yfir
Kjöl – hest sem jafnan lagði
hausinn í kjöltu pabba hvar sem
áð var. Þetta var yndislegt að sjá,
en svona laðaði hann að sér dýr
og menn. Hann átti eftir að eign-
ast marga hesta, suma gæðinga,
hafði lag á að temja og fannst
auðvitað skemmtilegast að fá í
hendurnar ótemjur sem urðu svo
flottir gæðingar. Einn þeirra, ef
ekki tveir, komust á verðlauna-
pall, og aldrei fannst pabba til-
tökumál að setja verðlaunahest-
ana undir okkur. Hvergi undi
hann sér betur en í hesthúsunum
og ekki síst ef mamma eða börnin
og barnabörnin voru með.
Elsku pabbi minn, takk fyrir
allt og allt. Við munum passa
upp á hana mömmu, sem sér nú
á eftir sínum besta vin.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
Dagmar.
Elsku hjartans pabbi minn,
það eru þung og erfið spor að
kveðja þig í dag. Þú varst ekki
bara pabbi minn, heldur líka
minn besti vinur. Þú varst góður
hlustandi og gafst manni ráð-
leggingar þegar á þurfti að
halda.
Það hvarflaði auðvitað ekki að
mér þegar þú fórst á spítalann
þennan örlagaríka dag, að þú
kæmir ekki aftur heim. Þegar þú
veiktist þá kvartaðirðu aldrei,
sem dæmi þegar þú misstir sjón-
ina á öðru auga eftir að hafa
fengið blóðtappann fyrir nokkr-
um árum.
Þú varst mikill hestamaður og
fékkst okkur börnin og barna-
börnin með ykkur mömmu í
hestana. Við eigum margar og
góðar minningar úr hestaferðum
sem við erum þakklát fyrir að
hafa fengið að taka þátt í með
okkar besta vini.
Ég minnist þess þegar þú og
mamma áttuð sumarbústað á
Laugarvatni. Þið vilduð alltaf
hafa okkur og barnabörnin með.
Við nutum þess að vera með ykk-
ur heilu helgarnar og þær minn-
ingar sem við eigum þaðan munu
lifa með mér að eilífu.
Þú varst ekki aðeins yndisleg-
ur faðir heldur besti afinn, eins
og börnin segja, sem þau geta
litið upp til og munu aldrei
gleyma.
Gamlárskvöldin voru ófá í
Fýlshólum þegar þú og mamma
buðuð allri fjölskyldunni í mat
þar sem allir skemmtu sér vel og
kvöddu gamla árið með flugeld-
um og blysum og fögnuðu því
nýja.
Það er mér ómögulegt að
nefna allar þær óteljandi minn-
ingar sem ég á um þig hér og nú,
en eitt er víst, að þær eru mér
allar ómetanlegar og munu þær
lifa með mér þangað til ég hitti
þig að nýju.
Elsku pabbi minn, með tárum
og trega kveð ég þig.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín dóttir,
Kristín Agnes.
Það er djúpt skarð sem mynd-
aðist við fráfall þitt, pabbi minn.
Erfitt var að hugsa sér mömmu
án þín. Þið sem gerðuð allt sam-
an alla tíð, voruð sem eitt, alveg
frábær bæði tvö.
Ég hef átt því láni að fagna að
hafa unnið við hliðina á þér
meira og minna í nokkra áratugi.
Þegar ég hugsa til baka þá átta
ég mig á því hversu mikils virði
þetta hefur verið mér, aldrei
skyggði á samstarf okkar. Þú
varst með einstaklega góða nær-
veru, frábært lundarfar og mikill
vinur.
Minningarnar um þig hrönn-
uðust upp og þar var svo sann-
anlega af mörgu að taka.
Þær eru ófáar ferðirnar sem
við höfum farið í saman, hvort
sem var í veiði, í sumarbústað,
hestamennsku, ferðir til útlanda
eða þá bara allar heimsóknirnar
hvort til annars fyrir utan vinnu-
stað. Minnisstæð er mér ferðin
sem við fórum í saman til Lond-
on um árið með honum Adda.
Það var svo gaman og var mikið
hlegið.
Þá rifjast líka upp hópferðin
sem við fórum í með fjölda góðra
vina ásamt Ísak góðkunningja
okkar. Það var ógleymanleg
ferð, þegar við tókum á leigu
rútu og keyrðum með allan hóp-
inn til Svíþjóðar og síðan í Tívolí
í hádeginu og gleðin lék við okk-
ur öll.
Síðustu árin þegar þú fórst að
hægja á þér varstu vanur að
koma nokkrum sinnum í viku og
drekka með mér kaffi í vinnunni.
Það er sárt að hugsa til þess að
þeir kaffitímar verði ekki fleiri.
Það mun taka nokkurn tíma
að venjast því að hafa þig ekki
nálægt eða fá þig í heimsókn.
Líf þitt með mömmu hefur
verið gott og þið tekist á við
margt. Þið þurfið ekki að sjá eft-
ir neinu í ykkar lífshlaupi. Ég
hugga mig við það. Ég veit að al-
mættið hefur tekið vel á móti
þér.
Við systkinin munum standa
saman í gegnum þetta áfall og
gæta hennar mömmu vel fyrir
þig. Þér þótti svo vænt um hana
alla tíð.
Við biðjum Guð að geyma þig
og um leið að senda mömmu
styrk til að komast yfir sinn
mikla missi.
Far þú í friði, pabbi minn,
takk fyrir allt og allt.
Agnar.
Sem elsta barnabarn afa naut
ég forréttinda sem ég varði með
hörku fram eftir aldri. Það varð
að venju að ég hljóp til þeirra
eftir skóla á föstudögum og lét
ekki sjá mig í foreldrahúsum
fyrr en á sunnudagskveldi.
Færi afa og ömmu kaffi í rúm-
ið á laugardagsmorgnum. Afi
kallar uppáhellinginn minn nun-
nupiss og glottir.
Sit á baðherbergisborði, horfi
á afa minn raka sig og bíð eftir
að hann setji pínu af raksápu á
kinnina á mér.
Hagkaup í Skeifunni þar sem
þau gáfu mér bláan bol með
áprentaðri mynd af fótbolta. Og
alltaf keyptu afi og amma Coco
Puffs og mátti fá tvisvar á disk-
inn ef ég vildi.
Sit í fanginu á honum keyr-
andi Benz.
Spilandi lúdó við afa og ömmu.
Jólatréð hjá þeim með engla-
hárunum og jólaseríunni þar
sem ljósin hækkuðu og lækkuðu
til skiptis. Ég hef bara séð svona
flott tré í bandarískum bíómynd-
um.
Og þegar hestarnir urðu að
áhugamáli hjá afa og ömmu var
það ekki nema sjálfsagt að það
yrði keyptur hestur undir mig og
ég sendur á námskeið. Helgarn-
ar í sumarbústaðnum þeirra við
Laugarvatn. Ég hringdi í þau á
fimmtudegi bara til að vita hvort
þau ætluðu í bústaðinn um
helgina, tja eða hvort við ætluð-
um ekki í bústaðinn um helgina.
Afi, takk fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig.
Erlingur.
Agnar afi minn vann í lotteríi
lífsins. Hann var ekki stóreigna-
maður sem hafði sölsað undir sig
fasteignir og fjármuni í stórum
stíl. Og hann átti ekki ráðandi
hluti í stærstu fyrirtækjum
landsins eða kvóta til þess að
veiða fiskinn í sjónum. Hann var
hins vegar ríkari en nokkur mað-
ur sem ég hef kynnst eða fyr-
irhitt á ævinni.
Þegar ég var snáði þá fylltist
ég alltaf tilhlökkun þegar til stóð
að fara til ömmu og afa í Fýls (í
Fýlshólum, fyrir ykkur sem
þekkið ekki til). Þar lék afi alltaf
á als oddi og sveiflaði okkur
barnabörnunum yfir stiganum
þangað til við skríktum af
ánægju og hræðslu (nema Inga
systir, hún kveinaði of mikið til
þess að hægt væri að dingla
henni um of). Og afi lék við okk-
ur barnabörnin eins og hann
hefði alltaf nógan tíma, hvort
heldur það var að spila við okkur
lúdó eða tefla skák. Hann pass-
aði sig á að leyfa okkur að vinna
alltaf – eða a.m.k. annað slagið.
Stuttu eftir að afi byrjaði í
hestamennsku var öll fjölskyld-
an komin á kaf í hestana. Sjálfur
linnti ég ekki látunum fyrr en
mér var gefinn hestur í ferming-
argjöf. Þegar búið var staðfesta
skírnarsáttmálann var Stormi
komið fyrir í hesthúsinu hans afa
í Víðidal og ég rogaðist eftir
þeim leiðum sem færar voru,
vestan úr Kópavogi, til þess að
sinna hestinum mínum og hest-
unum hans afa sem mest ég gat.
Og ekki kannski síst til þess að
eyða tíma með afa, sem var
hörkukarl sem 13-14 ára peyi
átti ekki vandræðum með að líta
upp til.
Sumarið eftir ferminguna (eða
sumarið þar á eftir) var farið í
sleppitúr með hestana frá
Reykjavík að Laugarvatni. Frá
Laugarvatni eiga líklega allir í
fjölskyldunni ljúfar minningar.
Um helgar fengum við barna-
börnin stundum að fara austur,
gista í sumarbústaðnum og fara í
útreiðartúra með afa og ömmu.
Á kvöldin var svo grillað og spil-
að.
Það var einmitt í einni slíkri
ferð sem afi kenndi mér eina
dýrmætustu lexíu lífs míns. Við
vorum á leiðinni heim úr útreið-
artúr og höfðum gefið hestunum
lausan tauminn síðasta spölinn.
Það var svo á harðastökki sem
ég flaug af baki – og meiddi mig.
Afi stoppaði hjá mér og reisti
mig við, leyfði mér að ná áttum
og dusta rykið af sjálfstraustinu
mínu. Og þegar ég gerði mig lík-
legan til þess að labba síðasta
spölinn sagði afi: „Ómar, það er
allt í lagi að detta af baki. En þá
fer maður líka strax á bak aftur.“
Þannig lifði afi minn lífinu
sínu. Þrátt fyrir að áföllin hafi
verið nokkur, á góðri ævi, var
hann alltaf fljótur aftur á fætur
þegar honum skrikaði fótur. Það
gerði hann án þess að meiða
nokkurn eða særa. Og það var
þetta sem gerði hann að ríkasta
manni Íslands.
Takk fyrir allt, afi – þú hleypir
hestunum fyrir okkur síðasta
spölinn.
Ómar Rafn.
Ef þú hefur hitt manneskju
sem er hlý, greind, skemmtileg
og falleg að innan sem utan, þá
hefur þú hitt afa minn, hann
hafði þetta og svo miklu meira.
Afi var einstaklega frábær
maður, þegar ég var lítil börð-
umst við Elli um athygli ömmu
og afa. Oft lét ég í minni pokann
– en gaf ekki eftir aðfangadag,
hann áttum við afi tvö ein. Við
fórum á ýmsa staði með fallegar
gjafir og svo enduðum við á að
fara í kirkjugarðinn. Þetta þóttu
mér dýrmætar stundir með hon-
um afa mínum sem ég var og er
viss um að hafi getað allt.
Hann giftist allavega henni
ömmu minni, sem hefur nú misst
sinn allra besta vin. Afi og amma
áttu fallegustu vináttu sem ég
hef orðið vitni að. Missir ömmu
er mikill.
Elsku afi, við munum sjást
aftur, en á meðan munum við
hafa lífgleði þína að leiðarljósi og
lifa lífinu lifandi, og nú mun ég
heimsækja þig í kirkjugarðinn.
Þín
Inga María.
„Lífið þarf að enda, sagði hún.
Ástin ekki.“
– Fimm manneskjur sem
maður hittir á himnum.
Hann afi minn var göldróttur.
Hann gat breytt tárum í bros á
örskömmum tíma og svo gat
hann líka flogið með því að blaka
eyrunum. Ég trúði því að
minnsta kosti þegar ég var lítil.
Að gista hjá ömmu og afa var
alltaf ævintýri þar sem ég fékk
að gista á nuddbekknum hennar
ömmu (sem hún reyndar segist
ekki hafa átt…); þau nenntu
bæði að spila við mann og leika
og leyfa manni að horfa á Denna
dæmalausa.
Amma og afi voru nefnilega
alltaf svo góð við mann og það
var ýmislegt hægt að bralla í
Fýlshólum sem ekki var hægt
annarstaðar. Skemmtilegast af
öllu var þegar afi hélt á manni á
hvolfi yfir stiganum. Held að
flest öll barnabörnin hafi fengið
að taka þátt í því og öll hlógum
við okkur máttlaus á meðan
amma og mamma skömmuðust í
honum fyrir að leggja líf okkar í
hættu. En við vissum betur.
Hann afi okkar var nefnilega svo
sterkur, hann myndi aldrei geta
misst okkur.
Þegar ég óx úr grasi áttaði ég
mig á því hversu góðar fyrir-
myndir amma og afi voru. Þeirra
var ímynd hins góða hjónabands.
Það var hægt að læra svo mikið
um góð samskipti, hversu mik-
ilvægt það er að koma vel fram
hvert við annað, styðja hvert
annað í áhugamálum og hlæja
saman, enda var afi mikill húm-
oristi. Hann kom mér sífellt til
þess að hlæja með bröndurum
sem ég hélt að afar myndu aldrei
segja! Hún amma mín var hepp-
in að eiga hann afa minn að í hátt
66 ár.
Elsku besti afi minn, ég kveð
þig með þakklæti fyrir að hafa
fengið að kynnast eins hjarta-
hlýjum og skemmtilegum manni
og þér. Þú varst, og ert, hinn
fullkomni afi og í fjarvist þinni
lofa ég að passa vel upp á ömmu.
Þín dótturdóttir og nafna,
Agnes Ósk.
Elsku afi, það sem við höfum
gengið í gegnum síðustu vikurn-
ar hefur verið rosalega erfitt, að
kveðja mann sem hefur verið
okkur fyrirmynd alla ævi, svo
yndislegan og góðan mann sem
þú varst. Engin orð fá því lýst
hversu mikið við söknum þín.
Sorgin hefur tekið yfir fjöl-
skylduna síðustu vikurnar. Við
tölum um hversu ósanngjarnt
það er að þú hafir þurft að
kveðja okkur svona skyndilega,
hressasti og yngsti einstakling-
urinn innan fjölskyldunnar. Við
gleymum því hins vegar ekki að
fagna lífi þínu, að minnast þeirra
góðu stunda sem þú hefur deilt
með okkur, sem þú hefur skapað
alla okkar ævi. Við vitum að það
er það sem þú vilt. Þú vilt að við
höldum höfðinu hátt, höldum
áfram að lifa lífinu af gleði og
njóta lífsins á meðan við getum,
rétt eins og þú gerðir. Sama
hvað kom fyrir í lífi þínu þá
kvartaðir þú aldrei, þú hélst
hnarreistur höfði, tókst á vand-
anum og hélst ótrauður áfram.
Þegar við minnumst þín, elsku
afi, kemur okkur svo margt í
hug. Við minnumst þess hversu
duglegur þú varst að kenna
manni á orgelið fræga, sama
hversu lítill, hávær og vitlaus
maður var. Þú vildir bara gleðja
okkur. Þú spilaðir og dansaðir
við okkur, með okkur á tánum á
þér. Þú sýndir okkur ófáa spila-
galdrana og reyndir að kenna
okkur þinn óskiljanlega hæfi-
leika, að hreyfa eyrun ein og sér.
Það sem þú varst skemmtilegur
og góður maður!
Þið amma vilduð alltaf hafa
fjölskylduna hjá ykkur. Þið buð-
uð öllum að koma í sumarbústað-
inn á Laugarvatni hvenær sem
væri og þær minningar sem við
eigum þaðan eru ómetanlegar.
Sólin og sumarið á Laugarvatni,
mikið rosalega eru þessar minn-
ingar góðar. Svo þær úr Fýlshól-
unum á áramótunum. Sá dagur
var alltaf besti dagur ársins, þar
sem öll fjölskyldan kom í mat,
naut þess að vera saman og
fagna nýja árinu. Yndislegir
tímar sem aldrei hefðu orðið án
þín og elsku ömmu.
Við kveðjum þig nú í hinsta
sinn, að minnsta kosti á þessari
jörðu. Við trúum því að við mun-
um hittast einn daginn aftur og
rifja saman upp allar þær minn-
ingar sem við eigum um þig. Þú
munt taka okkur opnum örmum,
eins og þú hefur ávallt gert, og
vera okkur áfram sem góður vin-
ur, vinur sem hægt er að tala við
á góðum sem og erfiðum tímum
og vinur sem hægt er að treysta.
Við hlökkum rosalega mikið til.
Þangað til munum við hins vegar
halda áfram að gera þig stoltan,
lifa lífinu af gleði og njóta þess.
Við munum ávallt geta litið upp
til þín, sem afa, sem föður, sem
einstaklings og trausts vinar.
Sjáumst síðar, elsku afi okkar.
Í bænum okkar, besti afi,
biðjum fyrir þér,
að Guð sem yfir öllu ræður,
allt sem veit og sér,
leiði þig að ljóssins vegi
láti þig finna að
engin sorg og enginn kvilli
á þar samastað.
Við biðjum þess í bænum okkar
bakvið lítil tár,
að Guð sem lífið gaf og slökkti
græði sorgarsár.
Við þökkum Guði gjafir allar,
gleði og vinarfund
og hve mörg var ávallt með þér
ánægjunnar stund.
(Sigurður Hansen)
Höskuldur Agnar,
Þorgerður Ýr, Róbert
Örn og Sylvía Ósk.
Elsku afi.
Ég er ekki ennþá búin að átta
mig á því að þú sért farinn.
Kannski vegna þess að þú munt í
rauninni aldrei fara alveg frá
okkur. Þú varst einn af þeim sem
lifa lífinu til fulls og þú lifðir í
kærleika. Þú gafst stanslaust af
þér án þess að biðja um neitt í
staðinn og það sem þú skildir
Agnar Ólafsson