Morgunblaðið - 06.11.2014, Síða 91
MINNINGAR 91
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
✝ Helga Erlafæddist í Kefla-
vík 19. apríl 1934.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Hrafnistu, Nesvöll-
um, þann 25. októ-
ber 2014.
Helga ólst upp
hjá foreldrum sín-
um á Íshússtíg 5,
nú Túngötu 21, en
foreldrar hennar
voru þau Albert Bjarnason, f.
27. nóvember 1897 í Keflavík, d.
20. júlí 1967 og Lísbet Gestína
Guðmunda Sigríður Gests-
dóttir, f. 3. júlí 1900 í Bjarg-
húsum í Garði, d. 12. febrúar
1994. Systkini Helgu Erlu eru
Bjarni Vilberg, f. 28. mars 1922,
d. 21. des. 1981, Hinrik, f. 2. júlí
1925, d. 25. nóv. 2004 og Sig-
rún, f. 27. ágúst 1943. 3. apríl
1954 giftist Helga Hjálmari
Guðmundssyni og hófu þau bú-
skap í Keflavík. Þau eignuðust
Keflavíkur en eftir hann fór
hún í einn vetur í kvöldskólann
í Keflavík (nú Gagnfræðaskól-
inn). Eftir það nám fór Helga
tvo vetur í Héraðsskólann í
Hrútafirði og lauk landsprófi
þaðan. Á sumrin vann hún í
Kaupfélagi Suðurnesja og í fisk-
vinnslu. Eftir landsprófið fór
Helga í einn vetur í húsmæðra-
skólann Ósk á Ísafirði. Ásamt
húsmóðurverkinu vann Helga á
dagheimili, við verslunarstörf
og fiskvinnslu. Helga og Hjálm-
ar skildu en 17. júlí 1987 giftist
Helga Ólafi Jóni Þórðarsyni,
fæddum 15. ágúst 1930, en hann
lést 9. janúar 1994. Helga vann
frá 1979 í flugeldhúsi Flugleiða
á Keflavíkurflugvelli en hætti
störfum árið 1998. Hún bjó í
Garðabæ 1999 til 2001 með
Valdimar Sigurbirni Jónssyni
sem fæddist 31. október 1928
og lést 15. júlí 2001. Síðar flutti
Helga til Keflavíkur og bjó á
Aðalgötu 5, þ.e. Vinaminni, þar
til hún fór á hjúkrunarheimilið
Garðvang í Garði. Síðustu mán-
uðina dvaldi Helga á hjúkrunar-
heimilinu Nesvöllum.
Útför Helgu fer fram í Kefla-
víkurkirkju í dag, 6. nóvember
2014, kl. 13.
fjögur börn. Þau
eru Albert Bjarni,
f. 30. mars 1953,
maki Brynja Kjart-
ansdóttir og eiga
þau tvær dætur og
fjögur barnabörn,
Hilmar, f. 1. jan.
1955, d. 12. febrúar
2004. Var giftur
Steinunni Karls-
dóttur, nú látinni,
og áttu þau þrjú
börn. Hilmar var um árabil í
sambúð með Ástríði Sigurþórs-
dóttur sem á þrjú börn, Lísbet,
f. 28. des 1956, maki Gunnar
Ingi Kristinsson og eiga þau
tvær dætur, sjö barnabörn og
einn uppeldisson, Guðmundur f.
15. mars 1964, í sambúð með
Sveindísi Skúladóttur sem á tvo
syni. Guðmundur á fjögur börn
með fyrrverandi eiginkonu
sinni, Sigurbjörgu Þorláks-
dóttur.
Helga var í Barnaskóla
Elsku mamma og tengda-
mamma. Við kveðjum þig með
söknuði og virðingu fyrir allt sem
þú varst okkur, börnum okkar og
barnabörnum. Við viljum minnast
þín með eftirfarandi orðum:
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna,
þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa,
og eykur þeirra afl og trú,
en það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum eins og þú.
Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsundfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt.
Er Íslands bestu mæður verða taldar,
þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna,
blessað sé hús þitt, garður feðra minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna
þinna,
– og bráðum kemur eilíft vor.
(Davíð Stefánsson)
Hafðu þökk fyrir allt og hvíl í
friði.
Albert og Brynja.
Minningar eru dýrmætar og til
eru margar slíkar um elskulegu
Helgu ömmu okkar. Hún var
brosmild og mikil húmoristi sem
með nærveru sinni lét öllum líða
betur. Hún var besta vinkona okk-
ar. Á sama tíma gat hún verið ansi
ákveðin og alvarleg sérstaklega
þegar hún var að kenna okkur lífs-
reglurnar. Við vorum varla farnar
að ganga þegar kennsla um lífið
hófst.
Engin hlúði að heimili sínu eins
vel og amma. Þær urðu ófáar
stundirnar sem við vorum saman
á meðan hún straujaði og þreif.
Við fengum leiðsögn um hvernig
ætti að gera þetta rétt. Hún
straujaði allt frá tuskum upp í
nærfatnað og gerðum við systurn-
ar óspart grín að því. Tuskur eru
vættar og þurfa ekki að vera slétt-
ar og nærfötin sjást ekki svo til
hvers, var okkur ætíð spurn.
Hennar svar var að þessa hluti
ætti að gera almennilega og alla
tíð vorum við minntar á hvernig
ætti að gera þetta rétt. Varðandi
að strauja allt skilaði sér reyndar
ekki en varð til þess að í hvert sinn
sem straujárnið er tekið upp heyr-
um við í ömmu og hún brosir að
þessum rökræðum okkar. Varð-
andi þrifnað, já það reyndar skil-
aði sér og virkar glimrandi vel.
Við fórum oft til ömmu í mat.
Hún gerði bestu kjötsúpu í heimi
og voru kótelettur í raspi einnig í
uppáhaldi. Í seinni tíð þegar við
vorum farnar að halda okkar eigin
heimili var símtal frá henni ómet-
anlegt sem innihélt: Hæ elskan,
amma er að gera kjötsúpu. Viltu
ekki kíkja með krakkana yfir?
Stundirnar með ömmu yfir góðum
mat eru ógleymanlegar því þær
færðu okkar ætíð lexíu um lífið og
tilveruna í leiðinni. Hún kenndi
okkur margt og átti endalausa
þolinmæði handa okkur öllum.
Amma fyllti barnæsku og líf
okkar með gleði og hamingju.
Endalausar skemmtilegar minn-
ingar. Að fá að fikta og prufa
snyrtivörurnar, hita sér grænar
baunir í dós eftir skóla, fara í sum-
arbústað, ýmis ferðalög og fá að
gista í holunni hjá ömmu sín. Alla
tíð vakti mikla kátínu þegar við
laumuðust í hálsakot hennar og
hún flissaði alltaf að uppátækinu
en fannst það alltaf svo gott og
dýrmætt sem og okkur.
Það var vinsælt að hoppa yfir til
ömmu að horfa á sjónvarpið. Á
föstudagskvöldum fórum við oft til
hennar að horfa á Idol. Auðvitað
laumaði hún alltaf smáaurum að
barnabörnunum fyrir sælgæti
þegar þau höfðu aldur til að fara
sjálf í sjoppuna.
Amma var mikið fyrir tónlist.
Hún kenndi okkur að hlusta og
meta hana til fulls, sem við hefðum
annars farið á mis við. Þurfum við
ekki annað en að setja á lag með
Pavarotti til þess að minnast
stunda með henni. Það var alltaf
gaman að sitja við plötuspilarann
og fara í gegnum safnið hennar,
liggja á mjúka teppinu og hlusta.
Á meðan færði amma okkur glas
af appelsíni og oft laumaði hún til
okkar örfáum kandísmolum.
Allar minningarnar um og með
ömmu eru ómetanlegar. Þær
munu ylja okkar hjörtum um
ókomna tíð og arfleifð hennar mun
ávallt lifa því það er svo margt
sem hún kenndi okkur og færði.
Guð geymi þig, elsku amma.
Munum sakna þess að laumast í
hálsakot þitt og sjá brosið sem
ávallt lét okkur líða svo vel. Þínar
ömmustelpur,
Helga Erla og Sóley.
Helga langamma mín var stór-
kostleg og glæsileg kona í alla
staði. Orð fá því ekki lýst hversu
mikilvæg hún var mér og öllum
öðrum sem þekktu hana. Ég og
hún pössuðum mjög vel saman og
gátum við setið heilu stundirnar
að spila og tala saman. Nú hvílir
gullfallegur engill á himnum.
Elsku langamma mín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði, elsku langamma,
elska þig endalaust og hugsa til
þín alltaf.
Lísbet Helga Helgadóttir.
Elsku amma Helga okkar. Nú
er komið að kveðjustund og það er
svo margt sem fer um huga okkar.
Þær eru margar góðar minning-
arnar sem ylja hjarta okkar og
munu gera um alla ævi. Minningar
um yndislega og skemmtilega
ömmu sem hafði alltaf margt til
málanna að leggja, bjó til dýrindis
kjötsúpu, vissi alltaf hvernig átti
að gleðja litlu börnin í fjölskyld-
unni og allt mátti á hennar heimili.
Hún vildi ávallt allt fyrir okkur
gera og veitti okkur ótakmarkaða
ást og umhyggju.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Guð blessi minningu þína, elsku
amma, og gefi að við getum varð-
veitt allt það sem þú hefur kennt
okkur og minningarnar sem þú
hefur gefið okkur. Elsku amma,
hvíl í friði.
Helga Erla Albertsdóttir og
Sigríður Ósk Albertsdóttir.
Elsku langamma. Mikið sakna
ég þín og mun ávallt vera þakklát
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
mig. Mig langar að kveðja þig með
þessari bæn:
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
Hafðu gát á hjarta mínu
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.
(Ásmundur Eiríksson)
Hvíldu í friði, elsku langamma.
Þín
Brynja Ósk.
Helga Erla
Albertsdóttir
✝ Signý ÁgústaGunnarsdóttir
fæddist í Skipa-
gerði í Vestur-
Landeyjahreppi í
Rang. 6. ágúst
1926. Hún and-
aðist á hjúkrunar-
heimilinu Eir,
Grafarvogi, 20.
október 2014. For-
eldrar hennar
voru Björglín Guð-
rún Stefánsdóttir, f. 22. sept-
ember 1885, d. 15. apríl 1962
og Gunnar Gunnarsson, f. 12.
júlí 1899 á Blábringu á
Rangárvöllum, d. 3. mars 1979
í Reykjavík, bóndi í Oddakoti
(Vesturjörð) 1927-36, Ljót-
arstöðum 1936-43 og síðan
verkamaður í Reykjavík, for.:
Gunnar Ásbjörnsson, f. 3.12.
1868 í Galtaholti í Rang-
árvallahr. í Rang., d. 17.5.
1954, bóndi í Skipagerði í V-
Landeyjahr í Rang., og k.h.
Katrín Jónsdóttir, f. 1.11. 1864
í Blábringu í Rang., d. 20.12.
1941, húsfreyja í Skipagerði í
V-Eyjafjallahr. í Rang. Björg-
lín eignaðist með Gunnari
Reykjavík. Börn Signýjar og
Lofts eru: 1) Gunnar, f. 25.2.
1949, giftur Halldóru Guð-
laugu Ragnarsdóttur, f. 1.5.
1952. 2) Magnús, f. 13.4. 1951,
giftur Elsu Árnýju Bjarnadótt-
ur, f. 22.7. 1960, og eiga þau
fimm börn og níu barnabörn.
3) Rúnar, f. 23.1. 1955. 4)
Reynir, f. 29.5. 1957, fyrri
kona hans er Sigrún Jóns-
dóttir, f. 18.10. 1959 og eiga
þau einn son, seinni konan
hans er Guðný Elín Jónsdóttir,
f. 31.12. 1958 og eiga þau tvær
dætur. 5) Björg Sigurlaug, f.
8.10. 1961, fyrri maður hennar
er Steven Leo Hall, f. 22.12.
1952 og eiga þau tvö börn og
eitt barnabarn, seinni maður
hennar er Þórður Geir Þor-
steinsson, f. 27.5. 1969 og eiga
þau einn son. 6) Arnar, f. 13.5.
1967, hann eignaðist eina dótt-
ur með Ólöfu Haflínu Ingólfs-
dóttur, f. 23.6. 1971, með fyrri
sambýliskonu sinni, Elínu Sig-
urðardóttur, f. 25.1 1971, eign-
aðist hann eina dóttur og með
seinni sambýliskonu sinni,
Ingibjörgu Sigurðardóttur, f.
19.3. 1978, eignaðist hann eina
dóttur. 7) Birgir, f. 13. maí
1967, giftur Helgu Ágústs-
dóttur, f. 25. janúar 1971, og
eiga þau fjögur börn.
Útför Signýjar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 6. nóv-
ember 2014, kl. 15.
Kristjáni Jak-
obssyni, f. 9.11.
1865, d. 11.6. 1943,
Stefán Krist-
jánsson, f. 3.7.
1905, d. 3.2. 1991.
Með Ingvari Sig-
urgeiri Eyþórs-
syni, f. 8.11. 1890 í
Reykjavík, d. 8.9.
1934 í Reykjavík,
eignaðist Björglín
Hafstein Baldur
Fossan Ingvarsson, f. 21.9.
1917 í Reykjavík, d. 23.7. 1979,
í Reykjavík, verkamaður í
Kópavogi. Börn þeirra: a) Haf-
dís, f. 6.5. 1945, b) Unnur, f.
8.9. 1946. Börn þeirra Gunnars
og Björglínar: a) Gunnar Karl,
f. 6.8. 1926, b) Signý Ágústa, f.
6.8. 1926.
Signý giftist Lofti Jens
Magnússyni hinn 29.12. 1955,
f. 1.12. 1925. Foreldrar Lofts
voru Magnús Loftsson, f. 22.5.
1899 í Gröf, Miðdalahreppi,
Dalasýslu, d. 11.12. 1957 á Víf-
ilsstöðum og Geirlaug Sigríður
Jónsdóttir, f. 2.11. 1905 á Efri-
Grund í Grindavík, d. 26.10.
1964 í Reykjavík, húsfreyja í
Móðir mín Signý er látin.
Hún er komin af alþýðufólki,
bændum og öðru sveitafólki.
Það fólk var kjarni íslensku
þjóðarinnar, vinnusamt, dug-
legt og guðrækið fólk sem skil-
aði sínu dagsverki möglunar-
laust.
Signý var og er samt sem áð-
ur áhrifavaldur í lífi margra,
tuga manna og kvenna. Hún
hefur verið leiðarljós í lífi
þeirra með eftirbreytni sem
vert er að fara eftir. Hún er allt
það sem hefur einkennt ís-
lenskt kvenfólk í gegnum aldir,
sem er þolgæði, dugnaður,
fórnfýsi, hjálpsemi og það sem
einkenndi hana mest, jafnaðar-
geð, blíða og skilyrðislaus kær-
leikur í garð barna sinna og
annarra sem hún kynntist og
sýndi öllum í verkum sínum.
Hún var trúuð og ól börn sín
upp í kristnum sið. Signý var
birtingarmynd kærleikans eins
og hann birtist í boðskap Jesús
Krists og lifði hún alla tíð eftir
boðskap kirkjunnar, því að hún
var trúuð manneskja.
Signý fæddist í Landeyjum
1926. Hún ólst þar upp við góð-
an kost til unglingsára. Hún
bjó í Oddakoti 1927 til 1936.
Árið 1936 fluttust þau að Ljót-
arstöðum, Austur-Landeyjum
og síðan fluttust þau til
Reykjavíkur 1942.
Í Reykjavík bjó Signý ásamt
foreldrum sínum og bræðrum á
Seljalandsvegi. Signý gekk í
húsmæðraskólann 1946-47 og
sagði hún síðar að það hefði
verið besta tímabil lífs síns.
Hún bjó vel að þekkingu sinni
sem hún aflaði þar, saumaði
föt, bakaði og vann við hann-
yrðir.
Signý kynntist Lofti Jens
Magnússyni 1948 í Reykjavík.
Þau voru gefin saman 29. des-
ember 1955.
Þau hjónin voru á flækingi
fyrstu árin enda mikil húsnæð-
isekla á þessum tíma eða þar til
þau fluttust í Blesugróf en þar
áttu þau heima í hartnær 60 ár.
Signý fluttist þá á hjúkrunar-
heimilið Eir og bjó þar til and-
láts.
Blesugrófin var eins og lítið
þorp. Þar myndaðist mikil sam-
staða meðal kvenna sem hjálp-
uðu hver annarri við uppeldi
barnanna. Signý eignaðist
margar vinkonur í hverfinu og
entist vinátta þessi ævilangt við
þær flestar.
Signý vann í Kexverksmiðj-
unni Frón í Reykjavík og síðar
í Lakkrísverksmiðju. Hún gerði
hlé á starfsferlinum þegar hún
hóf barneignir. Hún hóf aftur
störf hjá Ofnasmiðjunni í hluta-
starfi. Síðar starfaði hún hjá
Kópavogshæli við umönnun
vistfólks við miklar vinsældir
þess og starfsfólk. Hún var vel
liðin á vinnustöðum sínum og
vinsæl meðal samstarfsmanna
sinna.
Signý var söngelsk og var
um skeið í kór í Kópavogi. Hún
helgaði meirihluta fullorðinsára
sinna uppeldi barna sinna og
þegar síðustu börnin voru kom-
in á unglingsár, fór hún á
vinnumarkaðinn aftur.
Hún var dugleg að afla til
búsins það sem upp á vantaði.
Alltaf var þó átt til hnífs og
skeiðar og liðu börn þeirra
hjóna aldrei skort. Signý saum-
aði föt, bakaði og ól börnin með
blíðri hendi alla tíð.
Efri ár þeirra hjóna ein-
kenndust af kærkomnum friði,
fjárhagsöryggi og ferðlögum.
Þau ferðuðust umtalsverð á
sínum yngri árum um landið en
á efri árum bættust útlöndin
við. Árið 1994 vann Signý sum-
arbústað í Grímsnesinu í happ-
drætti DAS. Þetta var þeim
kærkomið afdrep á sínum efri
árum meðan heilsa þeirra ent-
ist.
Birgir Loftsson.
Ég vil kveðja elskulegu
tengdamóður mína með nokkr-
um orðum. Ég er búin að vera
tengd Signýju og hennar fjöl-
skyldu í 27 ár. Strax í byrjun
tók hún mér vel en ég var bara
unglingsstúlka þegar ég hitti
hana fyrst. Ég sá fljótlega að
Signý var harðdugleg mann-
eskja sem hafði eignast sjö
börn og stýrt stóru heimili með
mikilli fórnfýsi, kærleika og
dugnaði. Eftir að börnin voru
uppvaxin þá fór hún að vinna á
Kópavogshæli og vann þar
þangað til hún fór á eftirlaun.
Vistfólkið þar hafði miklar
mætur á henni enda hugsaði
hún vel um þau eins og sín eig-
in börn.
Hún var yfirleitt alltaf hress
og kát. Hún hafði gaman að
hitta fólk, syngja og fara í
veislur. Alltaf voru einhver af-
mæli, fermingar, útskriftar-
veislur og fleira í gangi hjá
stórfjölskyldunni sem henni
þótti gaman að mæta í. En síð-
asta árið fór heilsu hennar
hrakandi og þá gat hún lítið
mætt í veislur.
Hún hafði líka gaman að
ferðast og fara í göngutúra sér-
staklega um Elliðaárdalinn
þegar hún hafði heilsu til þess.
Mörgum stundum eyddu þau
hjónin í bústaðnum sínum í
Grímsnesi sem þau gerðu að
sínum sælureit á efri árum og
það var alltaf gaman að koma í
heimsókn til þeirra þangað.
Síðustu árin sín dvaldi Signý
á Eir, fyrst í dagvistun og svo í
langtímadvöl eftir að eiginmað-
ur hennar lést fyrir einu og
hálfu ári síðan. Henni leið mjög
vel á Eir og hrósaði alltaf
starfsfólkinu þar. Sérstaklega
fannst henni gaman í dagvist-
uninni og kallaði það leikskól-
ann sinn.
En nú er komið að leiðarlok-
um hjá þessari sterku og dug-
legu konu sem gekk í gegnum
bæði erfiða og góða lífsbaráttu.
Hvíl í friði, elsku Signý og guð
geymi þig.
Loks beygði þreytan þína dáð,
hið þýða fjör og augnaráð;
sú þraut var hörð – en hljóður nú
í hinsta draumi brosir þú.
(Jóhannes úr Kötlum)
Helga Ágústsdóttir.
Signý Ágústa
Gunnarsdóttir