Morgunblaðið - 06.11.2014, Side 92
92 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
Smáauglýsingar
Útskorinn antikstóll
Antikskápur frá um 1880
Postulínsstell í úrvali
Antik húsgögn í úrvali.
Postulíns matar- og kaffistell.
Silfurborðbúnaður, postulíns-
styttur, kristall og gjafavara.
Opið frá kl. 10 til 18 virka daga.
Þórunnartúni 6,
sími 553 0755 – antiksalan.is
Hljóðfæri
Klassískur gítar
kr. 19.900. Full stærð, poki, auka-
strengir og stillitæki.
Gítarinn ehf., Stórhöfða 27,
s. 552 2125.
www.gitarinn.is,
gitarinn@gitarinn.is
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Tómstundir
Fellanleg bridgeborð nú fáanleg.
Einstaklega fallegt borð sem er
auðvelt að leggja saman.
www.pingpong.is
Suðurlandsbraut 10 (2. h.),
108 Reykjavík. Sími 568 3920.
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699-8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Þjónusta
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Blómaskór. Margir litir.
Eitt par 1.400 kr., tvö pör 2.500 kr.
Póstsendum.
Skarthúsið, Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
TILBOÐ - TILBOÐ - TILBOÐ
Góðir og vandaðir dömuskór úr leðri
og skinnfóðraðir á tilboðsverði.
Stakar stærðir. Tilboðsverð: 5.500
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Hringtreflar
Mikið úrval. Kr.3500
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
Bílar
SUBARU 2008 Eyðslugrannur
Til sölu Subaru Justy árg. 2008. Ekinn
aðeins 108 þ. km. Beinskiptur,
nýtt í bremsum, diskar og klossar,
álfelgur, er á mjög góðum heilsárs-
dekkjum, rafmagn í rúðum og
speglum, aux tengi. Fallegur bíll sem
gott er að keyra. Verð 1.050 þ.
Uppl. í s. 699 3181 og
palli100@gmail.com
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Hjólbarðar
Matador heilsársdekk
Framleidd af Continental Matador
Rubber Slóvakíu
Frabær dekk á góðu verði
Kaldasel ehf.,
Dalvegi 16b, 201 Kópavogur,
s. 544-4333
(kaldasel@islandia.is),
dekkjaverkstæði.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD - árg. 2012.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur,
hreinsa ryð af þökum
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Ódýr blekhylki og tónerar
Verslun í Hagkaup, Smáralind og
Fjarðargötu 11, Hafnarfirði
Blekhylki.is, sími 815 0150
Antík
Árið er 1973, nán-
ar tiltekið 23. jan-
úar. Örlaganótt,
hildarleikur heillar
byggðar, áfall,
sundraðar fjölskyldur, hætta á
einangrun í ókunnu umhverfi.
Þetta er myndin sem okkar
fimm manna fjölskylda stóð
frammi fyrir ásamt fjölda ann-
arra þessa fyrstu daga eftir að
gosið hófst í Eyjum.
Þurftum að yfirgefa heimilið
án þess að hafa eitt eða neitt með
í farteskinu. Á slíkum tímum
koma mannkostir venjulegs fólk
oft best fram, hverjir veita sínum
samborgurum þann stuðning
sem þarf, hugga og hughreysta.
Ung móðir, rétt rúmlega 25
ára með 3 kríli hangandi utan á
Ásgeir Jóelsson
✝ Ásgeir Jóels-son fæddist 20.
júní 1924. Hann lést
13. október 2014.
Ásgeir var jarð-
sunginn 23. októ-
ber 2014.
sér, peyja á fimmta
ári og tvíbura
(stelpu og strák) á
öðru ári, þurfti að
horfa á eftir eigin-
manninum hverfa til
mikilvægra starfa
úti í Eyjum.
Öll orðin þreytt
og áttavillt eftir að
vera á þvælingi í
nokkra daga.
Bauðst leiga á
neðri hæð á Sunnubraut hjá sjó-
manni sem sá aumur á stöðu
þessa fólks. Leiga sem komst á
gegnum kunningsskap hans við
ættingja okkar í Keflavík. Sjó-
maðurinn, sem var reyndar kom-
inn í land og starfaði í slippnum,
hét Ásgeir Jóelsson.
Það fyrsta sem hann sagði
þegar hann sá mömmuna með
krílin, „þú ert bara stelpa.“ Hafði
sjálfsagt búist við eitthvað eldri
konu fyrst hún átti þrjú börn.
Það þarf ekki að vera með stór-
yrði eða hamagang, hæg stígandi
og stöðug nærvera veitir öryggi
og vernd. Vernd sem nærir og
styrkir. Ásgeir varð mjög fljótt
að Geira frænda og börnin hænd-
ust að honum, leituðu til hans.
Yngri börnin muna kannski
ekki mikið eftir þessum atburð-
um öllum. Sá elsti man vel þegar
hann fékk aðstoð Geira frænda til
að skríða inn um klósettgluggann
á annarri hæð þar sem annar tví-
burinn hafði náð að læsa sig inni.
Í huganum var þetta mikil hetju-
dáð sem hafðist með aðstoð
frænda, ráðum og hvatningu.
Geiri kom í heimsókn til okkar
í Eyjum nokkru eftir að gosinu
lauk og við vorum flutt aftur
heim. Það urðu fagnaðarfundir.
Þegar frá leið rofnaði sam-
bandið eins og gengur og gerist
þegar leiðir skilur.
Eftir stendur minning um góð-
an mann sem veitti okkur aðstoð
á erfiðum tímum í lífi okkar.
Minning um mann sem lét
verkin tala frekar en óþarfa orð.
Það hefur meira gildi að verkin
tali og minningin lifi.
Takk fyrir okkur, Geiri frændi.
Fjölskyldan Hrauntúni 30,
Vestmannaeyjum,
Ingi, Guðlaug, Björgólfur,
Sigurður, Heiða og Júlíus.
Þegar ég sá hana
Elínu fyrst álengdar
fyrir um 30 árum
hugsaði ég hvað
þetta væri flott og
áhugaverð kona. Næst þegar við
hittumst, í ákveðnu einskismanns-
landi, gafst tækifæri – ég kynntist
þessari merkilegu konu og líf mitt
varð ríkara. Hún bjó yfir ein-
stökum persónutöfrum, leiftrandi
gáfum, hlýju og kolsvörtum húm-
or. Kona að mínu skapi. Hún bauð
mér í morgunverð á heimili sitt,
það var hátíð því hún kunni „þetta
litla fingurgóma extra“. Heimili
hennar óvenju fagurt, þakið lista-
verkum og bókum hvert sem auga
Elín
Oddgeirsdóttir
✝ Elín Oddgeirs-dóttir fæddist
28. maí 1953. Hún
lést 12. október
2014. Útför Elínar
fór fram 21. októ-
ber 2014.
leit enda bókaunn-
andi mikill og
menntuð í þeim
fræðum öllum. Elín
átti gull í hjarta og
hún gaf mér af gulli
sínu, vináttuörlæti;
hugulsamar smá-
gjafir, fallega bók til
að skrifa í ljóðin mín
sem hvatningu, sem
hún var manna best
að lesa yfir, hvítan
léreftsoka með ilmandi lavenderf-
ræjum frá Suður-Frakklandi sem
hún hafði tínt af akrinum og saum-
að í upphafsstafi mína bláum
perluþræði. Hvítur blúndudúkur
sem ég hef fyrir augunum alla
daga hefur öðlast nýja merkingu,
stendur fyrir vináttu, fegurð,
hreinleika, trú og von. En stund-
um bar skugga á, þráðurinn á milli
okkar hnökraðist en hann slitnaði
aldrei. Í seinni tíð tókum við hann
upp aftur og áttum varkárar
gæðastundir sem mér þótti afar
vænt um. Einlægnin í fyrirrúmi,
rætt opið um allt sem skipti máli,
hvatningar á báða bóga og alltaf
slegið á létta strengi. Alltaf hægt
að hlæja frá innstu hjartans rótum
með blik í auga í fullkomnum
skilningi. Já, hún gat verið kald-
hæðin, hún Elín mín, svo stundum
stakk, en ég upplifði það sem
varnarhátt, því hún var ofurvið-
kvæm auðsærð sál sem þráði ekk-
ert nema ást og virðingu. Þegar
við töluðumst við dagana áður en
hún hvarf ætlaði hún að bjóða mér
í heimsókn alveg á næstunni og ég
ætlaði að fá hana til að koma með
mér í leikhús. En nú verður ekk-
ert framar næst, engin Elín að
mæta á Skólavörðustígnum og
skjótast inn á kaffihús í djúpspjall
og hlátur. Elín er horfin. Ég finn
fyrir sorg og söknuði og finnst ég
hafa misst mikið – vináttu Elínar
Oddgeirsdóttur. Það var enginn
eins og hún og enginn kemur í
hennar stað. Örlagavefurinn hefur
spunnið sinn þráð, þráðurinn okk-
ar er brostinn. Mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur til fjölskyldunnar og
ekki síst mannsins með djúpu bláu
augun sem fylgdi henni alla leið.
Gunnhildur.
Viceroy og Vallas.
Í dag kveðjum við
hann Gulla frænda.
Mikil gleði og um-
hyggja umléku Gulla
alltaf. Eflaust hefur uppeldið á
fjórum yndislegum börnum hans
og Möddu gefið honum þá þolin-
mæði sem hann ávallt sýndi mér.
Ég minnist þess þegar hann á
sunnudagsmorgnum tók mig með
í barnamessu og tók seinna við
óstýriláta vandræðagemlingnum,
þegar foreldar mínir voru búnir að
gefast upp á mér, og fór t.d. með
„drenginn“ til tannlæknis.
Endalausar minningar streyma
fram, þó er það ein sem mér þykir
allra vænst um – 25. desember.
Það var svo gaman að koma í af-
mælið hans á jóladag og geta rétt
honum afmælisgjöfina sem var
ávallt sú sama – Old Spice-rak-
spíri. Þarna stóð hann með sitt
stóra bros og enn stærri eldhús-
svuntu með mynd af risastórri
áfengisflösku og bauð mig vel-
Guðlaugur Helgi
Karlsson
✝ Guðlaugur HelgiKarlsson fæddist
25. desember 1928.
Hann lést 11. októ-
ber 2014. Útför Guð-
laugs fór fram 18.
október 2014.
kominn. Hann var
að klára að gera
sósuna og fór inn í
eldhús aftur, þar
sem hann og
Madda voru á fullu
að koma því síðasta
fram á borðstofu-
borðið.
„Nei, sæll elskan
mín, ertu bara kom-
inn?“ Madda var
ávallt svo elskuleg
og maður var svo virkilega vel-
kominn. Guðdómlega sviðasultan
með kartöflustöppuröndinni ofan
á, skreytt rauðrófustrimlum. Því-
líkar kræsingar. Borðið var
drekkhlaðið af kræsingum og end-
aði á jólablöndunni hans Gulla.
Eftir að hafa heilsað gestunum og
óskað gleðilegra jóla kom Gulli
fram í stofuna, ennþá með svunt-
una framan á sér og glas í hendi.
„Góðu gjörið þið svo vel.“ Eftir
smá vandræðalegt augnablik tók
Hinni Andrésar af skarið og varð
fyrstur til að labba að kræsingun-
um. Svona leið þetta kvöld í róleg-
heitum með mat og drykk og allir
stóðu á blístri. Þegar leið á kvöldið
og eftir nokkrar ferðir nokkurra
gesta með Gulla niður í þvottahús,
fór að léttast nokkuð yfir mann-
skapnum. Gulli var að sjálfsögðu
hrókur alls fagnaður og karla-
kórsferðir til útlanda og regnhlífa-
sagan frá Svíþjóð með kirkjukórn-
um þarna um árið voru rifjaðar
upp ásamt mörgu öðru. Kalli tók
nokkur lög á píanóið og ég man
eftir því að hafa velt fyrir mér jóla-
trénu í stofunni, sem mér fannst
vera pínulítið og stóð á svartri
styttu sem hefði eflaust ekki þolað
gagnrýnisraddir nútímans.
Svona leið þetta kvöld þar sem
við yngra fólkið smám saman
færðumst niður í sjónvarpsher-
bergi og horfðum á jólabíómynd á
meðan það eldra leysti heimsmál-
in aftur og aftur. Eftir eina bíó-
myndina man ég eftir að hafa
skriðið upp stigann í sparifötunum
og legið í efsta þrepinu. Þaðan
heyrði ég í öllum gestunum og lág-
væru óperutónlistinni inni úr stof-
unni. Þar að auki tók á móti mér
yndisleg vindlalykt frá Gulla og
Hinna, sem efalaust voru að
reykja London Docks- eða Fauna-
vindla. „Hvað, ertu sofnaður
drengur?“ Gulli tók mig upp og
bar mig upp í svefnherbergi, þar
sem ég svaf áfram þangað til við
fórum heim. Þetta var yndislegt
kvöld.
Gulli frændi á stóran stað í mínu
hjarta og ég þakka Guði fyrir
þennan yndislega frænda, sem æv-
inlega gaf af sér gleði, ánægju og
umhyggju við hver fótmál. Elsku
Madda, Guðný, Guðrún, Kalli,
Guðbjörg og fjölskyldur. Innileg-
ustu samúðarkveðjur og megi
minningin um góðan mann lifa.
Sveinn Hjartarson.