Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 95
Það endaði með því að ég var í
sveit hjá Boggu og Magnúsi í
Vatnsnesi í Grímsnesi, frá sex og
til 14 ára aldurs. Þar var allt unnið
með hestum nema slátturinn. Ég
upplifði því innreið 20. aldarinnar í
landbúnaði á þessum góða og lær-
dómsríka stað.“
Geir Óttar var í Ísaksskóla og
Æfingadeild kennaraskólans, í
gagnfræðadeild Hlíðarskóla, í VÍ
og útskrifaðist þaðan 1973.
„Í Ísaksskóla og Æfingadeildinni
var maður í töluvert vernduðu um-
hverfi þar sem fylgst var náið með
námi og líðan hvers og eins. Það
varð því svolítið menningarsjokk
að koma í Hlíðarskóla. Þar var
heimurinn svolítið harðari og hver
og einn varð að passa upp á sig og
sitt.“
Með náminu við Verslunarskól-
ann starfaði Geir Óttar við raf-
virkjun. Hann og Margrét, kona
hans, giftu sig 1975 og þá um
haustið hófu þau kennslu við
Grunnskólann á Raufarhöfn.
Leikmyndir og búningar fyrir
leikrit, óperur og kvikmyndir
Geir Óttar hóf starfsnám á
teiknistofu og málarasal Þjóðleik-
hússins í leikmyndahönnun og mál-
un 1977, undir handleiðslu Sig-
urjóns Jóhannssonar og Birgis
Engilberts leikmyndahöfunda, og
Jóns Svans listmálara. Þar var
hann í fimm ár við nám og störf. Á
þessum árum var hann jafnframt
sviðs- og tæknimaður við Litla svið
Þjóðleikhússins í þrjú ár.
Geir Óttar hefur verið leik-
mynda- og búningahöfundur frá
1982. Meðal kvikmynda sem hann
vann að eru Á hjara veraldar,
Hvítir mávar, Foxtrott, Magnús,
Börn náttúrunnar, Ingaló og
Skýjahöllin. Þá hefur hann hannað
leiktjöld og búninga fyrir sjón-
varpsleikrit, sjónvarpsþætti, fjölda
leikrita á sviði og óperur, sem og
hundruð sjónvarpsauglýsinga og
hannað fjölda auglýsingabása.
Í sumarleyfum leikhússins
starfaði hann svo við Kleppsspít-
alann og við Unglingaheimili rík-
isins til 1985.
Fjölskyldan var búsett í Banda-
ríkjunum á árunum 1989-91. Þar
stundaði Margrét framhaldsnám
en Geir Óttar gætti bús og barna,
ásamt því að stunda nám og skoða
og teikna leikmyndir.
Geir Óttar varð sviðsstjóri hjá
Íslensku óperunni í ársbyrjun
1998 og starfaði þar til 2004. Starf-
ið fólst í daglegum rekstri sviðs-
ins, útboðum og framkvæmdum
vegna leikmynda sem og sýning-
arstjórn á mörgum leikritum og
viðburðum leigutaka. Auk þess
hannaði hann leikmyndir og sá um
alla útleigu hússins.
Haustið 2005 varð Geir Óttar
sviðs-/verkefnastjóri Stóra sviðs
Þjóðleikhússins í afleysingum og
gegndi því starfi fram á haust
2007. Hann hefur síðan starfað á
eigin vegum að ýmsum verk-
efnum.
Fjölskylda
Eiginkona Geirs Óttars er Mar-
grét Harðardóttir, f. 4.9. 1954,
skólastjóri. Hún er dóttir Harðar
Sveinssonar, f. 28.3. 1932, d. 16.10.
2006, forstjóra, og Elínar Krist-
insdóttur, f. 9.3. 1934, versl-
unarstjóra.
Börn Geirs Óttars og Margrétar
eru Hildur Elín Geirsdóttir, f.
12.4. 1979, flugfreyja, búsett á Sel-
tjarnarnesi en maður hennar er
Grétar Elías Finnsson og eru syn-
ir þeirra Stefán Breki, f. 2007, og
Finnur Kári, f . 2009; Gylfi Már
Geirsson, f. 25.6. 1981, við-
skiptastjóri, búsettur í Reykjavík,
en sambýliskona hans er Tara Yo-
ung.
Bróðir Geis Óttars er Jón Ólaf-
ur Geirsson, f. 25.11. 1950, búsett-
ur á Seltjarnarnesi.
Foreldrar Geir Óttars: Bryndís
Jónsdóttir, f. 11.10. 1927, fyrrv.
deildarstjóri, og Geir Ísleifur
Geirsson, f. 20.5. 1922, d. 9.4. 1999,
rafvirkjameistari.
Úr frændgarði Geirs Óttars Geirssonar
Geir Óttar
Geirsson
Halldóra Ólafía Jónsdóttir
húsfr. á Seltjarnarnesi
Þórður Jónsson
sjóm. á Seltjarnarnesi
Ingunn Elín Þórðardóttir
húsfr. í Rvík
Jón Ólafur Gunnlaugsson
stjórnarráðsfulltr. Í Rvík
Bryndís Jónsdóttir
deildarstj. á
Seltjarnarnesi
Soffía Skúladóttir
húsfr. frá
Breiðabólstað í Fljótshlíð
Gunnlaugur Jón Halldór Þorsteinsson
hreppstj. á Kiðjabergi í Árnessýslu
Guðrún Árnadóttir
húsfr. frá Reynifelli á
Rangárvöllum
Tómas Böðvarsson
b. á Reyðarvatni á
Rangárvöllum
Guðrún Tómasdóttir
húsfr. í A-Landeyjum
Eyjum og í Rvík
Geir Ísleifur Ísleifsson
b. á Kanastöðum í A-Landeyjum
Geir Ísleifur Geirsson
rafvirkjam. á
Seltjarnarnesi
Sigríður Árnadóttir
húsfr. frá Langholti í
Laugardælum
Ísleifur Magnússon
b. á Kanastöðum
ÍSLENDINGAR 95
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014
Karl Friðbert Jónsson læknirfæddist á Strýtu við Ham-arsfjörð 6.11. 1896. Hann
var sonur Jóns Þórarinssonar,
bónda og þjóðhagssmiðs á Strýtu,
og Ólafar Finnsdóttur húsfreyju.
Jón var sonur Þórarins Rich-
ardssonar, bónda á Krossi og á
Núpi á Berufjarðarströnd, og Lísi-
betar Jónsdóttur húsfreyju. Þór-
arinn var sonur Richards Long,
ættföður Longættar. Ólöf var dóttir
Finns Guðmundssonar, bónda og
söðlasmiðs í Tunguhóli í Fáskrúðs-
firði, og f.k.h., Önnu Margrétar
Guðmundsdóttur húsfreyju.
Meðal systkina Karls voru Rík-
harður Jónsson myndskeri og Finn-
ur Jónsson listmálari.
Eiginkona Karls var Gudrun
Margrethe Jónsson, f. Möller, og
eignuðust þau tvo syni, Leif, sér-
fræðing í skurð- og lýtalækningum,
og Finn verkfræðing.
Karl lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1919,
embættisprófi í læknisfræði frá Há-
skóla Íslands 1925 og öðlaðist sér-
fræðileyfi í gigtarlækningum 1930.
Karl var aðstoðarlæknir í Ólafs-
vík 1922-23 og í Flateyrarhérði
1924, aðstoðarlæknir í Stykkishólmi
1925-26, í Rigshospitalet í Kaup-
mannahöfn 1926, við Amtssyge-
huset í Árósum og á Svendborgs
Amt og Bys Sygehus 1927 og á
Folkekuranstalten hjá Hald á Jót-
landi 1927-30.
Karl var starfandi læknir og sér-
fræðingur í gigt- og endurhæfing-
arlækningum í Reykjavík frá 1930
og til æviloka. Hann var jafnframt
yfirlæknir og gigtarsérfræðingur
við Heilsuhæli Náttúrulækninga-
félags Íslands í Hveragerði á ár-
unum 1957-66.
Karl var einn af frumkvöðlum
golfíþróttarinnar hér á landi. Hann
var einn af stofnendum Golfklúbbs
Íslands, 1934, sem síðar tók upp
nafnið Golfklúbbur Reykjavíkur.
Karl keppti í golfi um árabil og
vann til ýmissa verðlauna. Þá var
hann heiðursfélagi í Félagi orku- og
endurhæfingalækna.
Karl lést 1.1. 1980.
Merkir Íslendingar
Karl F.
Jónsson
90 ára
Baldur Böðvarsson
85 ára
Dagrún Erla Ólafsdóttir
Kristín Haraldsdóttir
Marta Kristjánsdóttir
Sveinn Brynjólfsson
80 ára
Lilja Gísladóttir
Sigurbjörn Bernódusson
Skúli Matthíasson
75 ára
Ársæll Lárusson
Ásgerður Óskars Lauritsen
Hannes Stephensen
Friðriksson
Lára Haraldsdóttir
Páll Bjarnason
Valgerður Valsdóttir
Viktoría Karlsdóttir
Vilborg Hjartardóttir
70 ára
Aðalbjörg R. Pálsdóttir
Dóra Bergs Sigmundsdóttir
Elínborg Sigurbjörnsdóttir
Elín Þormóðsdóttir
Guðbjörg Andrésdóttir
Hörður Jónsson
Jón A. Bjarnason
María Steinmarsdóttir
Pétur Maack Pétursson
Ragnheiður Helga
Óladóttir
Stefán Kristinn Ólafsson
Þórður Kristjánsson
60 ára
Bjarni Guðmundsson
Ingvar Sigurjón Garðarsson
Ólöf Þóra Steinólfsdóttir
Páll Rúnar Ingólfsson
Ragnar Berg Gíslason
Róbert Viðar Pétursson
Sigrún Svava Stefánsdóttir
Sævar Sigurhansson
Valgarður J.L. Jökulsson
50 ára
Elías Birgir Andrésson
Elísabet Halldórsdóttir
Gísli Kristinn Skúlason
Heiðrún Davíðsdóttir
Kjartan Friðrik Adólfsson
Nili Ben-Ezra
Rúnar Jens Halldórsson
Steinar Ingi Vilhjálmsson
Þorvarður Árni
Þorvarðarson
40 ára
Bjarni Þór Finnbjarnarson
Guðbjörg Kristín
Georgsdóttir
Margrét Rós Andrésdóttir
Sigurður Kaiser
Guðmundsson
Thelma Breiðfjörð
Ragnarsdóttir
Vignir Örn Stefánsson
30 ára
Elva Sif Ingólfsdóttir
Hicham Saber
Kamil Zygmunt Barwiak
Linda Rós Jóhannesdóttir
Svanhvít Harðardóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Sigurður ólst upp
á Ísafirði, býr í Reykjavík,
lauk sveinsprófi í mál-
araiðn og er sölumaður
hjá Málingu ehf.
Unnusta: Rúna Sirrý
Guðmundsdóttir, f. 1985,
stunðningsfulltrúi við
Klettaskóla.
Börn: Viktor Örn, f. 2008,
og Bylgja Stefanía, f. 2011
(stjúpdóttir).
Foreldrar: Pétur S. Sig-
urðsson, f. 1958, og Krist-
ín Böðvarsdóttir, f. 1958.
Sigurður
Pétursson
30 ára Hrannar ólst upp
á Húsavík, lauk vélstjórn-
arprófi frá Vélskóla Ís-
lands og er vélfræðingur
hjá Landsvikjun við Lax-
árvirkjun.
Maki: Eygló Sófusdóttir,
f. 1988, nemi við HÍ.
Dóttir: Emma Katrín, f.
2013.
Foreldrar: Gylfi Sigurðs-
son, f. 1962, sjómaður á
Húsavík, og Aðalbjörg Ív-
arsdóttir, f. 1961, versl-
unarstjóri á Húsavík.
Hrannar
Gylfason
30 ára Ósk ólst upp á Ak-
ureyri, býr í Reykjavík og
er naglafræðingur.
Maki: Guðmann Valdi-
marsson, f. 1980, nemi í
rafmagnstæknifræði.
Börn: Stefana, f. 2008,
og Valdimar, f. 2010.
Foreldrar: Jóhannes Páll
Héðinsson, f. 1956, um-
sjónarmaður hjá Akureyr-
arbæ, og Svandís Ebba
Stefánsdóttir, f. 1958,
símakona við Sjúkrahúsið
á Akureyri.
Ósk
Jóhannesdóttir
HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5200200 ·GAP.IS
ReebokFitnessog
BiggestLoser Ísland
veljaStarTrac tækin
fráokkur!
MYND FRÁ STAR
FSMANNAAÐST
ÖÐU ADVANIA
VILTUKOMAUPPAÐSTÖÐUÁÞÍNUMVINNUSTAÐ?
Í nýlegri rannsókná200starfsmönnumhjá 3 stórfyrirtækjum íBandaríkjunum,
kom í ljós aðþeir skiluðu allt að 15%meira vinnuframlagiognýttu tímannbetur
á þeimdögumsemheilsurækt var stunduð.
HAFÐUSAMBANDOGVIÐFINNUMBESTU LAUSNINAFYRIRÞIG.