Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 96

Morgunblaðið - 06.11.2014, Blaðsíða 96
96 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert fullur metnaðar í dag og á morgun. Ef þú færð einhvern í heimsókn getur það hjálpað þér við að sættast við heimili þitt. Gerðu þér glaðan dag með góðum vinum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þegar maður spyr margra spurninga getur alltaf farið svo að sum svörin falli manni ekki í geð. Sá sem hefur verið hvað mest uppáþrengjandi er að reyna að segja þér eitthvað. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hvort sem þú ætlar þér það eða ekki muntu vekja athygli annarra í dag. Ein- hver nákominn er líklega mikilvægasti tengi- liður sem þú munt nokkru sinni eignast. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það mun reyna verulega á hæfni þína á næstunni og þú mátt búa þig undir að sum verka þinna verði fyrir óvæginni gagnrýni. Láttu helgi dagsins sitja í fyr- irrúmi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Tunglið (tilfinningar) er í þínu merki í dag og það á svo sannarlega vel við þig. Reyndu að ná trúnaði einhvers svo þú getir bætt úr þessu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það getur verið erfitt að gefa öðrum góð ráð. Gakktu úr skugga um hvern mann þeir hafa að geyma áður en þú ákveður að bæta þeim í vinahópinn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að komast eitthvert afsíðis og velta hlutunum fyrir þér. Ef vinur þinn ögrar þér í dag átt þú erfitt með að sitja á þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki verða hissa eða móðgaður ef jafnvel bestu vinir setja út á persónulegar framfarir þínar. Hvort ert það þú sem átt eigur þínar eða þær sem eiga þig? 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú notar tíma þinn einstaklega vel. Bíllinn bilar, þú missir af strætó eða eitthvað í þeim dúr. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er ekki við aðra að sakast þótt þú sért undir miklu vinnuálagi. Leystu eigin vandamál fyrst. Reyndar líður þér eins og fjörugum krakka þessa dagana. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert í góðu skapi og hefur já- kvæð áhrif á umhverfi þitt. Hvíldu þig oft í dag og þannig öðlastu víðara sjónarhorn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert foreldri, leiðtogi og velgjörðar- maður alls konar fólks án þess að vita af því. Gættu þess bara að hafa báða fætur á jörðinni þegar þú metur eigin frammistöðu. Á þriðjudaginn skrifaði PéturStefánsson í Leirinn: Fréttir ég færi af Tóta, fíflinu digra og ljóta. Hann klípur í spikið og klórar sér mikið, mest þó á milli fóta. Ekki stóð á svari frá Fíu á Sandi: Mér leiðist hann ljóti Tóti, hann leigir hérna á móti og glennir sig ber útí glugga hjá sér. Ég vil helst að hann hafni í grjóti. Á þriðjudag sagði Davíð Hjálmar Haraldsson fréttir af tíðindum dagins: Læknaverkfall, Landspítali myglar, löggan kaupir morð- og vígtól æst, Geir Jón njósnar, Gæslan vopnum smyglar. Guð minn almáttugur! Hvað er næst? Sigrún Haraldsson hafði orð á því að gæfan væri ekki alltaf gallalaus: Gerð var með gölluðu sniði gæfan hjá spítalans liði, sem betlaði örlitla aura, uppskar svo farao-maura. Málið horfir þannig við Jóni Arn- ljótssyni: Ýmsar stoðir eru sjúkar, á þeim lækning reyna má. Meðan stjórna maurapúkar mun þó ekkert slíkt að sjá. Ármann Þorgrímsson hafði orð á því á Boðnarmiði að loksins gæti hann verið sammála fram- sóknarmönnum eftir að hafa hlustað á viðtöl við þá. Innihaldið var þetta; Við gerum það sem okkur sýn- ist því þið kjósið okkur alltaf aft- ur hvað sem líður skoðanakönn- unum og mótmælum: Afleiðingar ykkar gerða ættuð kannski að líta nær, aftur tekin ekki verða atkvæði sem féllu í gær. Þessir Orðaleikir eru eftir Tryggva Líndal: Brennisóley bráðum verður sólskinsbrúna stúlkan mín; hrífuknáa hnátan, Gerður; heykist þegar dagur dvín. Sætukoppum suðar hjá silalega hunangsflugan; sykur þeirra sýgur þá, svo að fái ber er duga. Og svo er það staka eftir Pál Ólafsson: Dagana drep ég svo flesta að drekk ég mitt brennivín, hugsa um vísur og hesta og hugsa á milli til þín. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fréttir af Tóta, maurum og framsóknarmönnum Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG VEIT AÐ ÞETTA ER FYRSTA SKIPTIÐ ÞITT Í 38 ÁR, EN HVAÐ MYNDI GERAST EF ALLIR VÆRU TÍU MÍNÚTUM OF SEINIR Í VINNUNA?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... ljúf tónlist í eyrum þínum. ÉG ER Í STUÐI FYRIR RÓMANTÍK ÉG ER Í STUÐI FYRIR PÖNNUKÖKUR! RÓMANTÍSKAR PÖNNUKÖKUR! VEL BJARGAÐ, RÓMEÓ ÉG VÆRI TIL Í AÐ KAUPA GRJÓT Í VALSLÖNGVUNA MÍNA JÁ, HERRA... EN ÉG VERÐ AÐ VARA ÞIG VIÐ... ...KAUPANDI VERÐUR SJÁLFUR AÐ FLYTJA VÖRUNA HEIM Það er fátt jafn ógnvekjandi í lífihins miðaldra kontórista og að vera að keyra í vinnuna um morgun og sjá í miðri Ártúnsbrekkunni að nálin í bensínmælinum er farin að slást upp við stóra „E“-ið. Víkverji komst þó klakklaust á bensínstöð og gat bætt úr bensínskortinum áður en bíllinn missti allt vélarafl. Sá Vík- verji fyrir sér að hann hefði alveg eins getað orðið bensínlaus vegna at- hugunarleysis síns. x x x Víkverji lítur raunar á sig sem einnaf seinheppnari mönnum lands- ins þegar kemur að bensíni og bílum. Hann er nefnilega á skrá hjá Atl- antsolíu, og fær þaðan reglulega fréttir um tilboð og ódýrara bensín. Það bregst hins vegar aldrei að þeg- ar Víkverji fær textaskilaboðin um að nú kosti bensínsopinn tíu eða fimmtán krónum minna, að þá sé hann nýbúinn að fylla á bílinn fullu verði. Hefur hann Atlantsolíu grunaða um að hafa komið fyrir skynjara í bensíntanknum, sem segi þeim hvenær óhætt sé að senda Vík- verja tilboð, sem aldrei verði nýtt! x x x Það er annars ágætt að hafa alltviðhald bílsins í huga þessa dag- ana. Ný reglugerð um dýpt á dekkja- mynstrinu mun eflaust neyða ýmsa til þess að skipta um dekk. Vonandi verður breytingin þó til góðs, því að öllu skiptir í mesta skammdeginu að dekkin séu í lagi, sérstaklega þegar hálkutíðin byrjar. Víkverji mun vera á frekar nýlegum heilsársdekkjum, en hyggst láta athuga dýptina sem fyrst. Víkverji vildi síður vera grip- inn á veginum með einungis 2,9 milli- metra í dýptinni. x x x Þú kemst aldrei heilan Víkverja ánþess að tala um fótbolta!“ sagði einn vinnufélaginn við hann um dag- inn. Það var rétt hjá honum. Víkverji skilur nefnilega ekki nýlega umræðu um liðsval Brendan Rogers, knatt- spyrnustjóra Liverpool, í leiknum gegn Real Madrid í vikunni, þar sem sjö „lykilmenn“ voru hvíldir. Stað- reyndin er sú að sjömenningarnir hafa hreint ekki staðið sig sem skyldi í vetur. Skiljanlega vildi Rogers vinna leikinn! víkverji@mbl.is Víkverji Fel Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur. (Orðskviðirnir 16:3) KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR HANN OG HANA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.