Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 Borgarstjóri hefur í gegnum tíð-ina litið á það sem hlutverk sitt að gæta hagsmuna allrar Reykjavík- ur og allra Reykvíkinga. Á liðnum ár- um hefur þetta verið að breytast og með nýrri kynningu Dags B. Eggerts- sonar á þróun og uppbyggingu höf- uðborgarinnar kem- ur hann fram í nýju hlutverki miðborg- arstjóra, þar sem öll áhersla er lögð á vesturhluta borg- arinnar og miðborgina en engin áhersla er á svæði og íbúa austar í borginni.    Dagur kynnir áform sín um aðþrengja mjög byggð vestast í borginni og að þar eigi að byggjast upp þúsundir íbúa á næstu árum, en í austurhluta borgarinnar á nánast ekkert að byggja.    Þetta á að gera til að koma höfuð-borgarbúum út úr bílum sínum og inn í bíla borgarinnar, og til rök- stuðnings þessu er ferðamáti borg- arbúa borinn saman við ferðamáta í öðrum „norðlægum borgum“, svo sem Karlsruhe, í suðurhluta Þýska- lands!    En það er ekki nóg með að Dagurætli að þrengja borgina vestan- verða, hann vill í leiðinni þvinga fram fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða, sem honum hugnast betur en að fólk búi í eigin húsnæði, eins og eftirsókn- arverðast hefur þótt hér á landi.    Markmiðið er með öðrum orðumað draga úr einkaeign hús- næðis og einkaeign á bílum og búa til nýja „félagslega blöndun“ eins og það er orðað.    Og allt gerist þetta vitaskuld ánþess að vart verði við ágreining í borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson Miðborgarstjóri kastar grímunni STAKSTEINAR „Þetta úrkomu- magn er hlið- stæðulítið hér á landi,“ segir Ein- ar Sveinbjörns- son veðurfræð- ingur. Mikið rigndi á Austurlandi í fyrrakvöld og yfir nóttina. Á Há- nefsstöðum var sólarhringsúrkoman 168 mm. Ekk- ert tjón varð, öndvert því sem gerð- ist í Sognsfirði og á nærliggjandi slóðum við vesturströnd Noregs á dögunum. Búsifjar þar urðu tals- verðar, þó svo úrkomumagnið væri þar svipað því sem var eystra í fyrri- nótt. Einar segir að í stóra samhenginu sé þetta ágæt áminning um hvað margt sé sterkbyggt á Íslandi og mannvirki standist yfirleitt krafta náttúrunnar, svo sem mikið úrhelli. Þótt ósköpin öll hafi rignt á Seyðisfirði féll þar þó ekki íslenskt úrkomumet. Mest rigndi á einum sólarhring 292 mm á Kvískerjum í Öræfum dag einn í janúar 2002. sbs@mbl.is Úrkoman nærri Nor- egsástandi  168 mm mældust við Seyðisfjörð Einar Sveinbjörnsson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Samkeppni við þau tjaldsvæði sem sveitarfélögin hafa látið útbúa og reka er ójöfn. Við teljum okkur því knúin til að loka tjaldsvæðunum hér, sem er mjög sárt því þau hafa verið fjölsótt og gestirnir ánægðir,“ segir Steinar Berg Ísleifsson, ferða- þjónustubóndi í Fossatúni í Borg- arfirði. Steinar Berg og Ingibjörg Páls- dóttir kona hans hófu starfsemi í Fossatúni fyrir rúmum áratug. Þau útbjuggu m.a. tjaldsvæði með góðri hreinlætisaðstöðu, veitingaskála, leiktækjum fyrir börn o.fl. „Við fórum í þessa fjárfestingu í fullvissu þess að jafnt væri gefið. Samkeppnisstofnun sagði að sveit- arfélögum væri heimilt að reka tjaldsvæði með lágmarksaðstöðu, það er grasflötum með hreinlæt- isaðstöðu,“ segir Steinar Berg. Nú séu sveitarfélögin að færa sig upp á skaftið. Þau hafi komið upp tjaldsvæðum þar sem gestir fá, fyrir lágmarksverð og jafnvel ókeypis, rafmagn í fellihýsi, netsamband, að- gang að sturtu og fleira. Til þessa sé skattfé varið og í samkeppni við einkaaðila sé leikurinn ójafn. „Við höfum að jafnaði tekið 1.000 til 1.200 krónur sem næturgjald á hvern gest. Á tjaldsvæðum sveitar- félaganna, sem eiga aðild að Úti- legukortinu, er næturgjaldið mun lægra. Við kjósum því að loka tjald- svæðinu og nýta fjárfestingu sem þegar er fyrir hendi til annars í ferðaþjónustu,“ segir Steinar. Ætla að loka tjaldsvæðinu í Fossatúni Fossatún Aðstaðan þykir góð. Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira, en bara ódýrt frá 795 Hjólkoppar 12” 13” 14” 15” 16” Jeppa/fólksbíla tjakkur 2,25T lyftihæð 52 cm Bílskúrshurðaopnarar Sonax vörur í úrvali á frábæru verði 4.995 Bílabónvél 8.995 Loftdæla 12V 35L 19.995 Farangursteygjur mikið úrval Strekkibönd frá 495 24.975 frá 1.995 Bílamottur Startkaplar margar gerðir frá 1.495 Veður víða um heim 13.11., kl. 18.00 Reykjavík 10 rigning Bolungarvík 5 skýjað Akureyri 7 rigning Nuuk -2 snjókoma Þórshöfn 10 þoka Ósló 2 skúrir Kaupmannahöfn 10 skýjað Stokkhólmur 7 skýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 7 skýjað Brussel 10 heiðskírt Dublin 7 skúrir Glasgow 11 skúrir London 12 skýjað París 12 heiðskírt Amsterdam 10 heiðskírt Hamborg 10 alskýjað Berlín 11 súld Vín 12 alskýjað Moskva 5 alskýjað Algarve 20 skýjað Madríd 17 skýjað Barcelona 18 heiðskírt Mallorca 20 léttskýjað Róm 16 skúrir Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -11 snjókoma Montreal 3 léttskýjað New York 7 léttskýjað Chicago -1 alskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 14. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:54 16:32 ÍSAFJÖRÐUR 10:18 16:18 SIGLUFJÖRÐUR 10:01 16:00 DJÚPIVOGUR 9:28 15:57

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.