Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2014 E N N E M M / S ÍA / N M 6 5 7 19 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 NISSAN NOTE *M ið að vi ð up pg ef na rt öl ur fra m le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri. / N úl lv ex tir B L gi ld a ek ki m eð öð ru m til bo ðu m . • BLINDHORNAVIÐVÖRUN lætur vita með ljósi í hliðarspegli og viðvörunarhljóði ef ökutæki er hættulega nærri hliðum bílsins þegar skipta á um akrein. • VEGLÍNUVIÐVÖRUN fylgist með veglínu vegarins og lætur ökumann vita með viðvörunarhljóði ef bíllinn er á leið út af veginum. • BAKKVIÐVÖRUN fylgist með hreyfingum fyrir aftan bílinn þegar bakkað er og gerir ökumanni viðvart. 360° MYNDAVÉLATÆKNI MYNDAR ÖRYGGISHJÚP UM ÞIG OG ÞÍNA NISSAN NOTE dísil Eyðsla: 3,2 l/100 km* Verð frá: 3.090.000 kr. Nýr og glæsilegur Nissan Note tekur forystu sem öruggasti bíllinn í sínum flokki. Myndavélar á öllum hliðum fylgjast með hreyfingum allt í kringum bílinn og aðvara ökumann þegar nauðsyn krefur. Safety Shield myndavélabúnaður er staðalbúnaður í Nissan Note Acenta PLUS. BAKSVIÐ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Erik Werlauff, prófessor í viðskipta- rétti við Álaborgarháskóla sem skrifaði lögfræðiálit fyrir verjendur tveggja sakborninga í Al Thani-mál- inu, var á sínum tíma gagnrýndur fyrir stjórn sína á Bonusbanken, fjöl- skyldufyrirtæki sínu. Bankinn lagði upp laupana 30. september 2008, stuttu eftir fall Lehman Broth- ers, og var tekinn yfir af Vestjysk Bank. Werlauff er prófessor í við- skiptarétti við há- skólann í Álaborg og hefur ritað mörg fræðirit á sínu sviði. Fyrr á árinu vann Werlauff lögfræðiálit gegn þóknun fyrir verjendur þeirra Hreiðars Más Sigurðarsonar og Ólafs Ólafssonar, þar sem hann lagði mat á dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu. Werlauff gagnrýndi bæði dóminn og málsmeðferðina í áliti sínu, og komst að þeirri niðurstöðu að skort hefði á það að tekist hefði að sanna meginatriði ákærunnar. Var Werlauff harðorður í garð héraðs- dóms og ákæruvaldsins. Sagður hafa hvatt til kaupa Í álitinu tiltók Werlauff hags- munatengsl sín við sakborninga í málinu. Greindi Werlauff þar frá því að hann hefði engin tengsl við þá fyr- ir utan það að hann hefði eitt sinn verið stjórnarformaður í dönskum banka þar sem Kaupþing hefði verið óvirkur hluthafi sem átti ekki ráð- andi hlut. Í því samhengi hefði Wer- lauff hitt Sigurð Einarsson tvisvar eða þrisvar, en að þeir þekktust ekki annars og hefðu engin persónuleg tengsl. Bankinn sem um ræðir var Bonus- banken, en Kaupþing átti á sínum tíma 13% hlut í honum, og var bank- inn sagður í íslenskum fjölmiðlum vera einn af stærri hluthöfum í bank- anum sumarið 2008. Líkt og fyrr sagði tók Vestjysk Bank Bonusbank- en yfir í lok september árið 2008, en að öðrum kosti hefði bankinn verið tekinn yfir af danska ríkinu. Það þótti hins vegar orka tvímælis þegar danska viðskiptablaðið Bør- sen greindi frá því að Werlauff hefði selt eigin hlut í bankanum á tíma- bilinu frá febrúar 2007 og fram til mars 2008 og fengið 17 milljónir danskra króna fyrir. Hins vegar hefði Werlauff hvatt til þess að aðrir fjárfestar myndu kaupa hluti í bank- anum í ágúst 2008, um mánuði fyrir fall hans. Werlauff neitaði því að hann hefði brotið nokkrar reglur með sölunni á bréfum sínum og benti á að hann hefði sjálfur keypt bréf í bankanum fyrir 1,1 milljón danskra króna stuttu fyrir fallið. Salan hefði verið eðlileg viðbrögð á sínum tíma til þess að dreifa áhættu, og að fjöl- skylda hans myndi, þegar allt væri tekið saman, tapa um 9,7 milljónum dönskum króna á þeim bréfum sem hún átti enn þegar bankinn féll. Werlauff viðurkenndi þó að sér hefði ekki tekist nógu vel upp við stjórn bankans, þrátt fyrir hina miklu reynslu sína sem bæði lagaprófessor í viðskiptarétti og ráð- gjafi í viðskiptalífinu. Sagði Werlauff við Børsen þegar bankinn féll að það væri eitt að geta lesið sjókortin en annað að stýra fleyinu sjálfur. Annað að lesa sjókort en að stýra  Erik Werlauff, álitsgjafi í Al Thani-málinu var gagnrýndur fyrir stjórn sína á Bonusbanken  Sagður hafa selt hlutabréf sín en hvatt aðra til að kaupa  Kaupþing átti 13% hlut í bankanum Morgunblaðið/Eggert Al Thani-málið Erik Werlauff, álitsgjafi í Al Thani-málinu, hlaut gagnrýni fyrir sölu á hlutabréfum sínum. Foreldrar Eriks Werlauff stofn- uðu Bonusbanken árið 1958, eftir að faðir hans, Bent Wer- lauff, hafði sótt um lán í ýms- um bönkum en hvergi fengið. Þar sem Bent, sem var bók- haldari að mennt, taldi bank- ana stóru hafa hlunnfarið sig, ákvað hann að stofna sinn eigin banka ásamt Sigrid, konu sinni. Erik sagði eitt sinn að Bonusbanken hefði verið eins og systkini sitt, þar sem mál- efni bankans hefðu verið allt- umlykjandi í fjölskyldunni. Sjálfur varð hann formaður 1999 og gegndi þeirri stöðu fram til 2008. Fjölskyldufyrir- tæki í 50 ár BONUSBANKEN Erik Werlauff

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.