Stígandi - 01.10.1947, Side 9

Stígandi - 01.10.1947, Side 9
UM DAGINN OG VEGINN Eftir JÓNAS PÉTURSSON frá HranastöSum [Fyrir skömniu síðan, er ég var staddur í Reykjavík, náði ég tali af starfs- manni í Ríkisútvarpinu og óskaði eftir að flytja erindi um „daginn og veg- inn“. Mér var þá fremur vingjarnlega tekið, og skýrði ég frá helztu atriðun- um, sem ég myncli tala um. „Skrifið þér bara," var mér sagt, og svo ritaði ég niður erindi, líklega ríflega nógu langt, og fór með til útvarpsráðs. En cr- indið fór á einhvern hátt herfilega „í taugarnar" á forráðamönnum útvarps- ins, og var mér tilkynnt, að það yrði „ekki tekið“. „Tónninn" í því þótti bölvaður. Ég laut hátigninni og labbaði burt, — að vísu með nvjar hug- myndir og nýja þekkingu á þeim anda, sem þar svífur yfir vötnunum og mál- frelsinu í útvarpinu. En nú ætla ég að biðja „Stíganda" um rúm fyrir nokkur atriði úr þessum þáttum, að vísu ef til vill ofurlítið breytt orðalagi um sumt, en a. m. k. í þeim „tón“, sem ég vildi fá að tala vð hljóðnemann. — Höf.] Orsök verð bólgunnar Það er að verða fjölda manna mikið áhyggjuefni, livernig stjórnmálin þróast, og hve störf Alþingis taka langan tírna. Og það veldur meiri óþægind- um og truflunum á ýmsum sviðum heldur en ætla má í fljótu bragði, að fjárlög yfirstandandi árs eru óafgreidd, þegar tveir mánuðir eru liðnir af árinu. Oðru hvoru koma fram ýmsar skoðanir um orsakir verðbólgu og fjárhagsástands, í blöðum, í útvarpi og á mannfundum. Hagfræðingar láta öðru hverju ljós sitt skína. Ég man óljóst eftir grein hagfræðings í blaði einu fyrir nokkru. Þar var rætt um orsakir verðbólgunnar, og þar átti að benda á úrræði. Og mér fannst þau vera eitthvað á þessa leið: Þessi tiltekna leið gæti komið til greina og myndi að líkindum verka svona, — önnur leið er einnig hugsanleg, myndi ef til vill verða eins áhrifarík. Þriðja leiðin væri e. t. v. bezt. En líklega yrði þó að ganga að ein- hverju leyti inn á þær allar — lengra eða skemmra, já, um það væri ekki gott að segja. Sem sagt: Góðlátlegt kjaftæði, innantómt og einskis virði. Og af hverju? Af því að við lifum í landi kunningsskaparins. Af því að hver skynsamleg hugsun er trufluð af frændsemis- og kunn- ingsskaparböndum. Jú, ef ég kem með þessar tillögur, ja, kemur þetta þá ekki óþægilega við þenna kunningja minn? Verður ekki stígandi 231
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.