Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 9
UM DAGINN OG VEGINN
Eftir JÓNAS PÉTURSSON frá HranastöSum
[Fyrir skömniu síðan, er ég var staddur í Reykjavík, náði ég tali af starfs-
manni í Ríkisútvarpinu og óskaði eftir að flytja erindi um „daginn og veg-
inn“. Mér var þá fremur vingjarnlega tekið, og skýrði ég frá helztu atriðun-
um, sem ég myncli tala um. „Skrifið þér bara," var mér sagt, og svo ritaði ég
niður erindi, líklega ríflega nógu langt, og fór með til útvarpsráðs. En cr-
indið fór á einhvern hátt herfilega „í taugarnar" á forráðamönnum útvarps-
ins, og var mér tilkynnt, að það yrði „ekki tekið“. „Tónninn" í því þótti
bölvaður. Ég laut hátigninni og labbaði burt, — að vísu með nvjar hug-
myndir og nýja þekkingu á þeim anda, sem þar svífur yfir vötnunum og mál-
frelsinu í útvarpinu.
En nú ætla ég að biðja „Stíganda" um rúm fyrir nokkur atriði úr þessum
þáttum, að vísu ef til vill ofurlítið breytt orðalagi um sumt, en a. m. k. í þeim
„tón“, sem ég vildi fá að tala vð hljóðnemann. — Höf.]
Orsök verð
bólgunnar
Það er að verða fjölda manna mikið áhyggjuefni,
livernig stjórnmálin þróast, og hve störf Alþingis
taka langan tírna. Og það veldur meiri óþægind-
um og truflunum á ýmsum sviðum heldur en ætla má í fljótu
bragði, að fjárlög yfirstandandi árs eru óafgreidd, þegar tveir
mánuðir eru liðnir af árinu.
Oðru hvoru koma fram ýmsar skoðanir um orsakir verðbólgu
og fjárhagsástands, í blöðum, í útvarpi og á mannfundum.
Hagfræðingar láta öðru hverju ljós sitt skína. Ég man óljóst
eftir grein hagfræðings í blaði einu fyrir nokkru. Þar var rætt
um orsakir verðbólgunnar, og þar átti að benda á úrræði. Og
mér fannst þau vera eitthvað á þessa leið: Þessi tiltekna leið gæti
komið til greina og myndi að líkindum verka svona, — önnur
leið er einnig hugsanleg, myndi ef til vill verða eins áhrifarík.
Þriðja leiðin væri e. t. v. bezt. En líklega yrði þó að ganga að ein-
hverju leyti inn á þær allar — lengra eða skemmra, já, um það
væri ekki gott að segja.
Sem sagt: Góðlátlegt kjaftæði, innantómt og einskis virði. Og
af hverju? Af því að við lifum í landi kunningsskaparins. Af því
að hver skynsamleg hugsun er trufluð af frændsemis- og kunn-
ingsskaparböndum. Jú, ef ég kem með þessar tillögur, ja, kemur
þetta þá ekki óþægilega við þenna kunningja minn? Verður ekki
stígandi 231