Stígandi - 01.10.1947, Page 17
1.—2. Lestrarbók handa aljDýðu, 2 eintök.
3. Kvæði Kristjáns Jónssonar.
4. Smásögur P. P.
5. Skírnir 1874 og Fréttir frá íslandi.
6. Andvari 1. árg., 1874.
7. Reikningsbók Eiríks Briem.
8. Landafræði H. Friðrikssonar.
9. FriðjDjófssaga og Ásmundarsaga.
10. Macbet.
11. Kvöldvökurnar.
12. Saga af Hrana hring.
13. -17. Ný sumargjöf 1859, 1860, 1861, 1862 og 1865.
18. Presturinn á Vökuvöllum.
19. Laxdælasaga.
20. —22. Þrjár embættisbækur.
23. Manfreð.
24. Eðlisfræði.
25. Rit Sveins búfræðings.
26. Pétur og Bergljót.
27. Iðunn.
28. Nýjársnóttin.
29. Bandinginn í Chillon.
31. Axel.
32. -33. ísafold 1874 og 1875.
Þetta mun að vísu ekki þykja mikilsvert bókasafn nú, en 1875
þótti það mikill og merkilegur bókakostur og talsverð tíðindi að
allar þessar bækur voru á einum stað til almenningsnota. Er þess
vegna af mikilli alvöru um Jjað spurt í ritgerð um félagið ári síðar
í itlaði, er félagið gaf þá út: „Höfum vér notað oss vel þau hlunn-
indi í vorri andlegu nekt, er vér eigum kost á að njóta fremur öðr-
um sveitum, það að vér eigum lestrarfélag, er þegar telur sex tugi
bóka, og eru margar J^eirra einhverjar iiinar beztu, er til eru á
voru máli, líka að vér eigum joann forstjóra félagsins, er gjarna
vill leiðbeina oss, ef vér aðeins sjálfir berum oss eftir leiðsögn
hans?“
Á öðrum fundi félagsins voru rædd og samþykkt lög fyrir fé-
lagið. Samkvæmt 1. gr. Jjeirra laga var sá „tilgangur félags þessa að
gera félagsmönnum létt að lesa góðar og gagnlegar bækur, kenna
þeim að hugsa skipulega og veita Jreim góða og þjóðlega skemmt-
un“. Af þessu má ráða, að félaginu var meiri hlutur ætiaður en
STÍGANDI 239