Stígandi - 01.10.1947, Síða 26
aí' því að sækja fundi félagsins og rita í blað þess. Víðar er að þessu
efni vikið, og ætíð á líkan hátt.
I.okið var að kalla afskiptum þeirra feðga Einars og Guttorms
af blaðinu, er Guttormur hætti prentun þess 1885. Eftir það gekk
útgáfa þess skrykkjótt. Féll ]i>að að mestu eða öllu niður sum árin,
en öðru hvoru tók það myndarlegustu fjörkippi. Og gefið var það
út á vegum félagsins til aldamóta.
Fyrst el tir að tekið var að gefa blaðið út, þótti nærri sjálfsagður
dagskrárliður á fuhdum félagsins að lesa það upp, og var síðan
rætt um efni Jress, einkum ef það snerti á einhvern hátt félagið
eða Jiau mál, er Jiað gat látið til sín taka. Þá var og alloft rætt á
fundunum um nýkomnar bækur, enda glæddi það stundum þá
umræðu, að áður liöfðu komið í blaðinu stuttir dómar um J}ær.
Með þessu færðust fundirnir smám saman rneir og meir í það
horf að verða eins konar kennslustundir fyrir félagsmenn. Þó má
telja Jiað nýjan áfanga á þeirri braut, er Þórhallur Bjarnarson í
Laufási (síðar biskup) bauðst til Jiess á sextánda fundi félagsins, (5.
ágúst 187(3, í umræðu „um ýmsar námsgreinar, er félagsmönnum
væri Jrarftlegt að leggja sig eftir,“ að „segja til í réttritun eftir
messu á sunnudögum, þeim er Jiað vildu-þiggja.“ Þetta varð upp-
haf jiess, að félagið tók að hyggja á að vera virkilegur skóli fyrir
félagsmenn sína, og var Jiessi kennsla, sem að vísu var forðast að
gera tímalreka og Jireytandi, leidd inn á félagsfundina um sinn.
Annaðist forseti félagsins liana að mestu, Jró að stundum væru
aðrir til kvaddir. Aðallega var kennd stafsetning og undirstöðu-
atriði íslenzkrar málfræði, en þó var stundum horfið að öðruin
efnum, helzt landafræði, reikningi og hagfræði flesin Auðfræði
Arnljóts Ólalssonar).
í 18. tbl. Félagsins, 8. marz 1879, var sú tillaga tekin til umræðu
að koma upp sunnudagaskóla í sveitinni. Skýrði höfundur grein-
arinnar frá því, að í Norðanfara 28. lebr. næstliðins árs liefði ver-
ið frá því sagt, að Akureyringar hefðu komið upp sunnudagaskóla,
Jiar sem ungum mönnum væri „sagt til“ tvær klukkustundir á
hverjum sunnudegi, í réttritun, dönsku og reikningi. „Þetta álít-
um vér vera rnjög fagurt og gott fyrirtæki, sem vert væri fyrir fleiri
að breyta eftir,“ segir greinarhöfundur. Hann vildi Jtví, að Höfð-
hverfingar kærnu sér upp einhverri „ofurlítilli menntastofnun“ í
líkingu við Jienna sunnudagaskóla. En í vegi fyrir því taldi hann
aðallega standa húsleysi. „í sjálfu 'sér getur engin skynsamleg
ástæða verið á móti því að halda sunnudagaskóla í sjálfri kirkj-
248 STÍGANDI