Stígandi - 01.10.1947, Síða 27
unni eftir rnessu, en þá þarf líka að vera ofn í kirkjunni.--------Þó
væri miklu æskilegra, að sérstakt hús væri fyrir skólann, enda gæti
þá ef til vill orðið meira úr lionum en eintómur sunnudagaskóli."
Hér er því í fyrsta sinn hreift, að sveitin þyrfti að eignast sérstakt
hús fyrir menningarviðleitni sína og almenna frjálsa fundi. Hafði
félagið fram að þessu haldið fundi sína á kirkjustöðum og þing-
stað sveitarinnar, Laufási, Höfða og Grýtubakka.
í næsta tbl. Félagsins, 9. apríl 1879, var mál þetta aftur upp
tekið, en aðallega að því atriði málsins snúizt, að koma þyrl'ti upp
fundahúsi fyrir sveitina. Var skorað á lestrarfélagið að taka það
mál til umræðu og framkvæmda og bent á, að sjálfsagt væri, að fá
um slíkt samvinnu við sveitarfélagið og fi'amfarafélag sveitarinn-
ar. Af þessari grein má sjá, að eitthvað hafði þetta mál verið rætt
á einhverjum fundum í sveitinni, þó ekkert væri það áleiðis konr-
ið. — Á fertugasta og sjöunda fundi lestrarfélagsins, sem haldinn
var í Laufási 10. apríl 1879, var grein þessi lesin upp og um hana
rætt. Var þá þegar kosin þriggja manna nel'nd í málið, Einar í
Nesi, Jón í Hvamnri og Kristbjörg í Laufási1) og nefndinni falið
það fyrst verka að skrifa hreppsnefndinni um málið. Á næsta
fundi, senr haldinn var í Höfða 14. apríl, var málið rætt öðru
sinni og enn á fundi, senr Iraldinn var í Laufási 15. júní. En sá er
gallinn á fundargerðum frá þessum fundunr, að þær eru svo stutt-
orðar og ógreinilegar, að saga nrálsins verður ekki eftir þeim rak-
in. En í fundabók Grýtubakkalrrepps segir svo nr. a. frá lrrepps-
fundi 10. júní 1879: „Loksins bar nefndin (þ. e. lrreppsnefndin)
undir álit nærstaddra sveitarbúa bréf frá lestrarfélaginu í Grýtu-
bakkahreppi, dags. 9 ,s. m., nreð þeirri tillögu til nefndarinnar,
að hún vildi gangast fyrir því, að koma sem fyrst upp hæfilega
stóru og stæðilegu þinghúsi, er jafnfranrt yrði lraft til annarra lög-
skipaðra nrannfunda og til að lralda í lrverjar þær samkomur, er
þarflegar kynnu þykja framvegis og horfandi sveitarfélaginn til
framfara í nrenntagreinunr og nytsemdarverkum. Allir þeir, er
við voru staddir, tóku þessu máli ljúflega, og nreð því senr þeim
var kunnugt um, að flestir eða allir málsmetandi nrenn í sveitinni
væru sams hugar, varð það að ráði, að slíkt lrús skyldi byggt svo
fljótt sem auðið væri á kostnað sveitarsjóðsins. Unr stærð lrússins
konr mönnum ásanrt, að það yrði 12 álna langt og 6 álna breitt, en
1) Líklega Kristbjörg Jónasdóttir, tengdamóðir Jakobs Karlssonar skrifstofu-
stjóra á Akureyri.
STÍGANDI 249