Stígandi - 01.10.1947, Side 38

Stígandi - 01.10.1947, Side 38
vagnarnir gamlir og úr sér gengnir. Má búast við því, að eigendur hafi lítið kapp lagt á að bæta úr göllunum, þar sem vitað var, að ríkið mundi taka járnbrautirnar úr höndum þeirra. Var það gert nú um áramótin. Þótt svona seint gengi í þetta sinn, var það ekki af því, að stanzað væri lengi á hverjum stað. Hvergi var dvalið við nema örstutta stund og ekkert matarkyns var fáanlegt í lestinni. Hermaður nokkur, sem þarna var og spjallaði við okkur lengst af, tók okkur Islendingana undir sinn verndarvæng, skrapp út og náði méð herkjubrögðum í te og brauð handa okkur, lánaði okk- ur blöðin og miðlaði okkur af vindlingum sínum, sem voru eitt af mörgu illfáanlegu. Get ég þessa hér vegna þess, að þetta var eitt dæmi þeirrar hjálpfýsi og greiðvikni, sem hvarvetna var að finna í Englandi, en þó sérstaklega Norður-Englandi. Þegar til Manchester kom, fóru að koma í ljós eyðileggingar þær, sem sprengjuárásir Þjóðverja höfðu valdið víða í Englandi. Víða sáust þar rústir um miðbik borgarinnar. Þó voru skemmd- irnar mest áberandi í Hull, því að yfir þá borg vörpuðu Þjóðverj- ar sprengjum milli 3—400 sinnum. í London bar mikið á skemmd- um í verzlunarhverfinu nálægt St. Páls-kirkjunni, en London hafði annars lítið breytt um svip frá því fyrir stríð. Eftir nokkurra daga dvöl þar liélt ég til Oxford og settist að um kyrrt. Oxford er hálfs annars tíma ferð frá London og liggur ofarlega við Thames. Fyrrum hét hún Oxenford, sem þýðir uxavað. Þetta er einn hinn fegursti bær í Englandi sökum legu sinnar við bakka Thamesárinnar og hinna fögru, fornu bygginga, sem hvergi eiga sinn líka. Þegar vora tekur og trén klæðast blómaskrúða sínum, er garnan að vera þar í bæ. Bærinn er ekki ýkjastór á enska vísu. Þar voru fyrir stríð um 60.000 manns, en eru nú nærfellt 110.000. Þessi aukning stafar af vexti iðnaðarins, því að Morris bílafram- leiðandi hefir reist geysistórar verksmiðjur í einu úthverfinu, Cowley. Hefir liann gefið Oxford stórfé til aukningar háskólans, en ekki verður því neitað, að nálægð verksmiðjanna setur annan svip á bæinn en hann hafði áður, þegar liann var eingöngu frið- sæll háskólabær. Fólkið úr úthverfunum sækir inn í miðbæinn og fyllir þröngar götur hans, verzlanir og veitingastaði, svo að um miðjan daginn er varla hægt að þverfóta þar. Ekki bætir það úr skák, að helztu farartæki eru reiðhjók Bærinn liggur á sléttlendi, þar sem hjól eru hentug, og stúdentarnir, 7000 að tölu, þurfa að fara í fyrir- lestra sama daginn á fleiri en einuin stað og oft langt á milli stað- 260 STÍGANDI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.