Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 47
ætti hrós skilið fyrir hugrekki og fastheldni við loforð sín. Mun
hún vera eina stjórnin, sem þekkzt hefir, sem framkvæmt liefir
það, sem hún lofaði kjósendum sínum, og enga heyrði ég segja,
að íhaldsstjórn hefði staðið sig betur í þeim erfiðleikum, sem að
þjóðinni steðja. Þó var Shinwell, eldsneytisráðherra, óvin-
sæll af öllum vegna eldsneytisástandsins. Auðsætt var, að erfið-
leikarnir höfðu einnig vakið meiri hjálpfýsi og bróðurþel manna
á milli en þekktist fyrir styrjöldina, og einnig var áhuginn meiri
á stjórnmálum og almennari bæði á sviði innanríkismála og við-
horfinu í utanríkismálum. Bretar töldu Ameríkumönnum hafa
farizt illa við sig, er þeir iiættu fyrirvaralaust að láta England
njóta góðs af láns- og leigusamningunum, þegar séð var, að Bretar
iröfðu kosið sér alþýðuflokksstjórn. Þóttust Bretar fá litla viður-
kenningu fyrir það, að þeir börðust einir á annað ár fyrir sam-
eiginlegum málstað þjóðanna. Rússar höfðu átt miklum vinsæld-
um að fagna, þar til sýnt var, að enga samninga var hægt við þá
að gera, og að þeir stefndu markvisst að því, að útrýnla lýðræði,
hvar sem þeir náðu til. Tala flokksbundinna kommúnista var á
Bretlandi liæst 60.000, en var kornin ofan í 38.000 árið 1947.
Menn óttuðust stríð, en vonuðu, að til þess kæmi ekki.
Talsvert hafði þekking á íslandi aukizt, þótt lítil væri hún
enn meðal ahnennings. Hefir hernámið hér gert sitt til þess að
auka þekkingu á landi og þjóð. Ekki báru hermenn þeir, sem hér
voru, okkur söguna neitt sérstaklega vel, töldu okkur hafa tekið
sér illa, en mjög skipti þó í tvö liorn um það; aðrir liöfðu unað
hér vel hag sínum og báru okkur vel söguna.
Að síðustu vildi ég geta þess, að ég teldi það vel farið, að ís-
lenzkir námsmenn leituðu meir til Englands og Skotlands en
áður hefir verið gert. Englendingar standa frainarlega í vísind-
um og lærdómi öllum. íslendingum hefir Jrar hvarvetna verið
vel tekið, engu síður en á Norðurlöndum. Námstíminn er styttri,
vegna þess að minni tírni fer til ónýtis, og nú sem stendur er
ódýrara að stunda nám í Bretlandi heldur en annars staðar. Sem
stendur er erfitt að fá inngöngu í háskóla Jrar í landi, en það
stendur til bóta, því að í ráði er að fjölga þeim, og stækka ]aá,
sem fyrir eru.
STÍGANDI 269