Stígandi - 01.10.1947, Síða 66

Stígandi - 01.10.1947, Síða 66
okkar, skammt frá hinu tjaldinu. Tókum við upp þvottaáhöld og höguðum okkur, að öllu leyti, eins og „fínir menn“. Veður var hið bezta og áttum við þarna góða nótt. Um morguninn skiptum við okkur. Fóru þrír vestur á bóginn, en við Edvard og Gunnlaugur fórum norður með Fljóti. Veður var allgott og fór nú að færast líf í gangnamenn, þegar kindur komu til sögunnar. Lengi vel bar ekkert til tíðinda, þar til við komum norður á Fljótsdal. Þar varð fyrir nokkur rolluvesal- ingur, sem virtist öllum kvölum kvalin. Var hún mjög til tafar, og skutum við hana hjá Kiðagili. Var athofnin kvikmynduð. Þegar kom norður að Kiðagili, sáum við til félaga okkar upp með gilinu, enda var svo til ætlázt. Nú var hjörðin orðin allstór. Rákum við hana norður með fljótinu, út að Kvíum. Þar tókum við okkur náttstað. Kvíar eru einkennilegur staður. Gengur hraunfláki mikill upp frá fljótinu á stóru svæði, er það hraun sandi orpið, en melgróið hér og þar. Milli hrauns og hlíðar er dálítil lægð, grasi vaxin. Mun það vera gamall vatnsfarvegur, sem hefir þornað upp, og rennur þar nú aðeins ofurlítill lækur. Nyrst í Kvíum er kofi, að mestu graf- inn í jörð. Er hann hlaðinn úr torfi og grjóti, með járnþaki. Hann var byggður vorið 1938. Þessi kofi er ágæt vistarvera og þar í kring eru ágætir hagar, meðfram lækjum og lindum. í Kvíum er rétt fyrir féð, svo að ekki þurftum við að hafa áhyggjur út af því. En hestunum slejjptum við lausum'á liaga. Næsti dagur var síðasti leitardagurinn. Honum ætla ég ekki að lýsa, nema að litlu leyti. Þó vil ég gefa lesandanum ofurlitla hug- mynd um helztu örnefni meðfram Skjálfandafljóti, á leið til ljyggða. Nokkru norðan við Kvíar eru Helgastaðir. Þar er talið, að Helgi krókur liafi búið til forna. Er þaðan fagurt útsýni, einkum austur yfir fljótið. Á Helgastöðum eru torfur, miklar og grösugar. Þar beittum við fé og hestum. Á þessum slóðum bættist í hópinn feitt og bústið l'é, það fallegasta, sem við fundum í göngunum. Þarna mun aldrei taka fyrir beit að vetrinum. Norðan við Helgastaði er undirlendi lítið meðfram fljótinu. Þar er gróðurlítið og fljótið breitt með malareyrum, allvíðáttu- miklum. Hlíðin er þarna snarbrött, og er talið, að hún hafi fyrrum verið skógi vaxin. Norðan til við hlíðina er örnefnið Smiðjuskógur. Var þar samnefnt býli, að því er sögur lierma, enda sést þar greini- 288 STÍGANDI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.