Stígandi - 01.10.1947, Qupperneq 70
munu hafa lagt af stað í róðurinn um kl. 2—3. En meðal þeirra
er hvergi fóru í það skiptið, má nefna Þorstein Jónsson, nú sím-
stöðvarstjóra og póstafgreiðslumann á Dalvík, en sem þá var for-
maður á bát föður síns (Jónsbátnum). Var Þorsteinn þó bæði
kappsamur og framgjarn, og aflamaður hinn bezti, en gætinn og
giftudrjúgur, þótt ungur væri — og „kapp er bezt með forsjá,
góðir bræður!“ bætti Ingibjörg við.
II.
Þetta ár bjó Ingibjörg í litlum bæ á Sandinum, er þau hjónin
Friðrik Magnússon og Snjólaug Kristjánsdóttir, systir Kristínar á
Brautarhóli, áttu. Þá um sumarið (31. ág.) liafði hún eignazt tví-
bura, og var hún lengi að ná sér eftir barnsburðinn. „En að því er
nú hvorki spurt, né til nokkurs um það að tala,“ varð lienni að
orði. — Aðfaranótt 3. nóv. svaf Ingibjörg fremur órótt. Ekki hélt
þó neinn veðurofsi vöku fyrir henni. Hann var hægur fram undir
morgun. En til brims heyrði hún öðru hvoru. Undir morguninn
hvesti hastarlega, og fór brimið þá hraðvaxandi. Um 7-leytið fór
Ingibjörg að klæða sig. Var þá kornið foráttubrim. Þegar hún leit
út um gluggann sinn, greip liana einhver ónota-geigur. „Guð
hjálpi mér! Að horfa á hafið!“ sagði luin ósjálfrátt. Brimsogið
var svo ömurlegt. Brimöskrið lét í eyrum liennar eins og náhlakk.
— „Eg stóð góða stund hálfklædd við gluggann," segir hún, „og
horfði út á hafið. Allt í einu sá ég, hvar bátur var að koma, og
leitaði hann lendingar nokkuð austan við „dráttarbrautina“.
Ég þóttist þekkja, að það væri Holtsbáturinn. Hvert ólagið af
öðru skall yfir, án þess að ,,lagaði“ á milli, og var þó eitt þeirra
mest — hið síðasta. Ég var sem rígnegld við gluggann og beið
milli ótta og vonar eftir því að sjá, hvernig lendingin tækist. —
Bátnum ihvolfdi að mér ásjáandi, og mennimir hurfu, einn af
öðrum, út í brimgarðinn. Hvílík stund, drottinn minn, góður
guð!“ stundi Ingibjörg upp.
Ingibjörg segist þá hafa farið í einhverjar tuskur utan yfir sig,
falið Honum, sem gaf henni börnin, að annast þau, rneðan hún
skryppi út til að láta einhverja vita af því, sem gerzt hafði. Var
þá komið versta foraðsveður, en út í það hugsaði hún ekki.
Hleypur hún þangað, sem hún hélt mannavon vera, en sá þá
skjótt, að þeir feðgar, Þorsteinn Jónsson og faðir hans, ásamt
þekn bræðrum, Sigurði og Hjörleifi Jóhannessonum frá Ingvör-
um og Guðmundi, móðurbróður Tómasar Jónssonar í Hrafns-
992 STÍGANDI