Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 77

Stígandi - 01.10.1947, Blaðsíða 77
Þeir voru komnir að línunum. Allir voru uppi. Talíukrókun- um var krækt í lykkjurnar. Hala! Nokkur handtök og dorían hékk laus. Skútan andæfði á hægri ferð upp í veðrið. Tvo sjóa braut yfir þilfarið. Hásetarnir biðu lags. Næstu sekúndur mundi lægja andartak í sjóinn, eins og hann drægi andann til nýs átaks. Þessar sekúndur yrði að nota. Slaka! Dorían rann niður á sjóinn. Tore og Alfreð stukku um borð. Þeir afkræktu doríuna og stór alda reið undir hana og bar hana á baki sér burt frá skútunni. Stundum hvarf dorían í öldudalina, stundum reið luin á kambi risabáru, örlítil hnotskurn með tvo um borð, sem réru til lín- unnar. Og skannnt í burtu hélt önnur dorían á brott frá skútunni. Austar setti Bertus út sínar doríur og Haukurinn var þegar far- inn að draga. Tvær skútur enn lágu og andæfðu upp í veðrið, en þær virtust ekki ætla að setja tit doríur sínar. Björgunarskúta kom siglandi með smásegl uppi. Nei, það var sannarlega ekkert sældarbrauð að draga línu í þessu veðri, hugsaði Tore. l’eir urðu að sæta lagi í hléunum, milli þess að sjóarnir riðu yfir þá. Fiskur var nógur. Dorían tók að þyngjast í sjó og fór að eiga æ örðugar með að renna sér upp í sjó- ana, þeir brutu yfir liana eins og sker. Alfreð stóð í sífellu í austri, Tore dró. Þetta tjóaði tæpast lengur, hugsaði Tore, bara að fiskurinn væri konrinn í doríuna til þeirra, þá mætti sjórinn hirða þann hehning línunnar, sem enn var ódreginn. Skreiðin lá hjá yztu doríunni. Þeir höfðu gefizt upp við að draga lengur. En það tók nokkurn tíma að ná tiskinum um borð og doríunni upp á þilfar, og auk þess voru tvær doríur enn, áður en röðin kæmi að Alfreð og Tore. Bezt að drepa tímann við að draga, æpti Tore gegnum veður- ofsann til Alfreðs. Já, það er satt, kallaði Alfreð í móti, spýtti sjóseltu út úr sér og brosti. Og með því að þrautnota hvert sjóahlé tókst þeim að ná inn meginhluta línunnar, og dorían varð æ þyngri í sjóinn. Ja, nú væri bezt, að Óttar kæmi, annars sekkur hún undir okk- ur, sagði Tore. Skreiðin var að taka inn þriðju doríuna. En nú hafði biksvart skýjaþykkni hulið allt vesturloftið og hríðarveggurinn kom veltandi kolsvartur og ógnandi í áttina til STÍGANDI 299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.