Stígandi - 01.10.1947, Síða 83
ÁRDAGAR
Eftir RICHARD WRIGHT
(Framhald.)
Sultartilfinningin tók að sækja mig lieim. 1 fyrstu voru þær
heimsóknir strjálar og stuttar, og ég gerði mér tæpast ljóst, hvað
að var. Svengdin hafði ætíð verið á liælum mér í öllum leikjum
mínum, frá því að ég mundi fyrst eftir mér. En þetta var annað.
Nú tók ég að vakna á næturnar við það, að hungrið stóð við rúm-
stokk minn og starði á mig íeiknsjónum. Svengdin, sem ég hafði
'fyrr þekkt, var allt öðruvísi. Hún hafði verið eðlileg. Hún hafði
neytt mig til að biðja um brauðbita, og er ég hafði borðað hann,
hafði hún horfið á braut. En þessi nýja sultarkennd nagaði mig
án afláts innan, hræddi mig og gerði mig ókyrran og uppstökkan.
Þegar ég bað úm mat, gaf móðir mín mér tesopa, svo að þrálátar
kröfur ntagans þegðu um stund. En eftir andartak hófst sami
fiðringurinn innan rifja, og magi og þarmar engdust, svo að ég
kenndi til. Mér varð svimagjarnt og ég fór að sjá allt í móðu. Eg
varð ófúsari til leika og stundum hætti ég leikjum mínum í miðj-
um klíðum og tók að grufla, hvað væri að.
Mamma, ég er svangur, kveinaði ég.
Reyndu þá að fara og tína þér ber, svaraði hún og reyndi að
gera gaman úr þessu.
En hvers konar ber?
Eins og þau, sem drengir borða, þegar þeir eru svangir, svar-
aði hún.
Og hvernig eru þau á bragðið?
Það veit ég ekki.
Hvers vegna segir þú mér þá að ná í þau?
A'f því að þú sagðist vera svangur, sagði hún og brosti.
Mér fannst hún vera að erta mig og varð gramur.
En, mamma, ég er svangur, ég vil fá að borða.
Þú verður að bíða.
Ég vil fá að borða strax.
En ég á ekkert til, svaraði hún.
Því þá ekki?
Af því að ég á engan mat, sagði hún.
20
STÍGANDI 305