Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 2

Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 2
Gerið íbúðina að hlýlegu heimili Það getur reynzt vandasamt að búa heimilið, hvort sem það er nýtt eða stendur á gömlum merg og þarfnast endurnýjunar. En ef þér þurfíð að fá yður gólfteppi, er valið vandalaust. Það er reynsla þúsunda um land allt, að ullarteppin frá Axminster eru heimilisprýði. Þau ráða úrslitum um það, hvort íbúð verður bara íbúð eða hlýlegt heimili. Á íslandi ætti að vera óþarfí að minna á kosti íslenzkrar ullar, enda hefur hún reynzt bezta fáanlega hráefnið til gólfteppagerðar. Um aldir hefur ullin verið unnin á íslandi með hinum ófullkomnu verkfærum fortíðar- innar, en hér eru það Axminster-vefstólarnir, sem gera úr henni teppi, sem gæða hvert heimili í senn hlýju og fegurð, þeim tveim kostum, sem eru frum- skilyrði þess, að íbúðin verði ekki aðeins íbúð, heldur einnig heimili, sem íbúarnir geta verið stoltir af. Munið, að á gólfunum eiga að vera alullarteppin frá Axminster GÓLFTEPPAVERKSMIDJA GRENSÁSVEGI 8 SÍMI 30676

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.