Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 44

Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 44
Frá rúmlega 500 stærstu listsöfnum, einkasöfnum og kirkjum.... hið glæsilega heildarsafn myndlistarinnar i 16 aldir 10 glæsileg bindi með fullkomnum ævi- ágripum listamanna — listskýringum og sögu ásamt heildarágripi hverrar list- stefnu. Allt frá tímum frummannsins, hellisbúans við Alti- mira á Spáni, tíma forn-Grikkja og endurreisnar- tímabils Evrópu til nútímamannsins i vistlegum íbúðum tuttugustu aldarinnar — hefur maðurinn leitazt við að auðga líf sitt með fegurð listaverka. Það er hulin ráðgáta hvers vegna maðurinn skapar listaverk — og þó hefur hann gert það og mun halda þvi áfram. A öllum stigum tilveru sinnar, í öllum hlutum heims og með öllum þjóðum skapar maður- inn listaverk — ef til vill lausn hans á leit sinni að fullkomnun í fegurð og formi. The Book of Art er eitt vandaðasta og glæsilegasta heildarsafn myndlistarinnar — alþjóðleg útgáfa unnin af prófessorum helztu háskóla heims—með hundruð- um vandaðra eftirprentana af listaverkum allra tíma — prentað í Mílanó á Italíu með fullkomnustu tækni nútímans. Hið vandaða listsafn heimilisins — safn þeirra, er vilja njóta sköpunargáfu mannsandans, leit hans að fullkomnun í fegurð og formi — hin dýrmæta menn- ingareign heimilisins. HANDBÆKUR HF.

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.