Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 16

Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 16
Ungfrú Lehzen annaðist uppeldi Viktoríu og var henni scm móðir og lcikfélagi. Þegar Viktoría var fimm ára, var hún tekin úr höndum barn- fóstru sinnar, — hinnar brezku frú Rock og við uppeldi hennar tók að verulegu leyti þýzk kona, Ungfrú Lehzen að nafni. Hún annaðist hana sem móðir og gaf henni þá vernd gegn Sir John Conroy, sem hún mátti. Viktoría var áhugasöm og gædd skörpum skilningi, en alls ekki hneigð til bókalesturs eða strangs lærdóms. Með einstakri lipurð og lagni — og hæfilegum aga að ívafi -— tókst ungfrú Lehzen að vekja með henni þann áhuga á sögu, sem Viktoría hafði alla tíð síðan. Hún byrjaði með því að segja henni stuttar sögur um söguleg efni, meðan verið var að klæða hana á morgnana og hátta á kvöldin — og eftir þvi sem hún hækkaði í loftinu varð sagnfræðigildi þessara frásagna meira. Viktoría hélt þessum sið æ síðan. Ungfrú Lehzen hélt henni frá upphafi fast að lærdómi, en reyndi jafnframt að vera henni í senn móðir og leikfélagi. Hún kenndi henni m.a. að halda dag- bók og hjálpaði henni að koma upp merkilegu brúðusafni, — litlum trébrúðum, sem voru mál- aðar og klæddar eftir persónum úr óperum og fólki við hirðina. Sjálfsmynd af Viktoriu eftir veikindin 1835 En hjá því gat ekki farið, að að bernska Viktoríu væri dá- lítið einmanaleg. Framan af naut hún samvista við hálfsystur sína, Feodoru, en hún var send til Þýzkalands um fermingaraldur og eftir það vantaði hana til- finnanlega leikfélaga og vini. Henni fannst ósköp bragðdauf vistin yfir kennslubókunum í frönsku, þýzku, latínu, mann- kynssögu og reikningi, sem hald- ið var að henni daglega, frá því hún var sjö ára að aldri — þar fyrir utan lærði hún að dansa og syngja — og leika á píanó, sem gekk ekki allt of vel. Þegar píanókennarinn sagði við hana: „Það er engin konungleg leið inn í tónlistina, prinsessa, þér verðið að æfa yður eins og aðr- ir“, skellti Viktoría aftur píanó- inu bálvond og sagðist ekki koma nærri því framar. Hún fékk að vísu ekki að standa við þá hót- un, en hún náði aldrei veruleg- um árangri á þessu sviði. Hins- vegar voru henni söngur, ballett og óperusýningar eftirsóknar- verðar skemmtanir og söng og dansnám hennar sjálfrar gaf betri raun. Sagan segir, að Viktoría hafi verið ellefu ára, þegar henni var gert ljóst, hversu nærri hún stóð ríkiserfðum — næst á eftir ríkis- Viktoría prinsessa 10 ára arfanum, föðurbróður hennar William, hertoganum af Clar- ence, — og fyrstu viðbrögðin voru þau, að hún brast í grát. Svo herti hún upp hugann, hugs- aði málið ofurlitla stund — lagði hönd sína í hönd ungfrú Lehzen og sagði hátíðlega: „Ég skal vera góð“. Eftir það stundaði hún nám sitt af mun meiri kost- gæfni og þolinmæði en áður. Skömmu síðar lézt Georg kon- ungur og bróðir hans tók við — og þá var gengið frá því á þingi, að móðir Viktoríu yrði ríkis- stjóri, ef konungurinn félli frá, áður en hún næði lögaldri. Jafnframt tóku þau móðir henn- ar og Sir John Conroy að herða mjög á undirbúningi þessa mikla áfanga. Meðal annars fóru þau með Viktoríu í löng og erfið ferðalög, þeyttust um Bretland þvert og endilangt til þess að kynna hana þjóðinni, hvernig sem háttaði eða viðraði. Þessi ferðalög voru afar erfið svo ungri stúlku og þau voru farin í al- gerri óþökk Williams konungs. Þó urðu þau Viktoríu til mikils og varanlegs gagns, — hún kynntist landi því og þjóð, sem hún síðar átti að stjórna og þjóðin kynntist henni. Sir John gerði jafnframt allt, sem hann mátti til að kynda undir eldum tortryggni og ó- vildar milli hertogaynjunnar og fólks hennar í Kensingtonhöll og þeirra aðila í konungsQöl- skyldunni, sem næstir stóðu ríkis- erfðum eftir Viktoríu. Samband hertogaynjunnar við fjölskyld- una hafði frá upphafi verið stirt og nú jós Sir John yfir hana alls kyns slúðri, m. a. um að her- toginn af Cumberland væri með stöðugt ráðabrugg um það, hvernig ryðja mætti úr vegi þeim hindrunum sem stæðu milli hans og krúnunnar, — þar á meðal Viktoríu. Ein aðferðin átti að vera sú að gefa Viktoríu inn eitur í smáskömmtum svo að þjóðin fengi smám saman þá hugmynd, að hún væri of heilsu- veil til að taka við krúnunni. Til þess að vega upp á móti slíkum hugmyndum ráðlagði hann her- togaynjunni að láta telpuna fara í langar gönguferðir, opinber- lega. Var hún því látin ganga fram og aftur milli Kensington- garða og hornsins á Hyde Park dag eftir dag. - Afleiðingin af allri þessari tor- tryggni varð meðal annars sú, að Viktoría fékk aldrei að vera ein. Móðir hennar svaf hjá henni hverja einustu nótt, þar til hún var orðin drottning og krafðist þess í nafni krúnunnar að fá að sofa ein í friði. Hún þorði held- ur ekki að láta hana ganga niður stiga, án þess að einhver héldi í hönd hennar, — það fékk hún ekki fyrr en ráðherrar landsins höfðu kysst á hönd hennar sem drottningar og hún var sjálf tek- in við stjórnartaumunum. Og hún fékk aldrei að hitta nokkra fullorðna manneskju, hvorki þjónustustúlkur, kennara, eða skyldmenni sín, án þess móð- ir hennar eða ungfrú Lehzen væru viðstaddar. Þessi meðferð á prinsessunni átti eftir að koma henni mjög í koll, er hún hafði tekið við völd- um. Einangrun hennar í upp- vextinum og einhliða áhrif móð- urfjölskyldunnar, sem hafði tak- markaðan skilning á hinum 16

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.