Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 12

Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 12
Menn hafa það fyrir satt, að fátt sé jafn óstöðugt og óáreið- anlegt og kventízkan — nema ef vera skyldi kvenfólkið sjálft. En sagan endurtekur sig í tízku sem annars staðar — það sjáum við glöggt, ef við lítum aftur. Til þess að fá hugmynd um klæðaburð kvenna, áður en tízkublöð og þess háttar komu til sögunnar, verðum við að leita til myndlistarinnar. Á egypzkum veggmyndum frá því um 3000 árum fyrir Krists burð sjáum við konuna í sléttum, þröngum kjól, ökklasíðum og einföldum. Svipaðir kjólar, en skósíðir, voru í tízku fyrir fimm árum. Kvenfatnaði Grikkja til forna kynnumst við á svart- hvítum málverkum á skraut- vösum frá því um 500 f.Kr. Kjólarnir voru einfaldir eins og hjá Egyptum, en teknir saman undir brjóstunum og tvískiptir. Á bronsöld klæddust ger- manskar konur tvískiptum búningi: treyju, sem náði ekki alveg niður í mitti, og ullar- pilsi, sem þær vöfðu um mjaðmirnar. Milli treyjunnar og pilsins var mittið bert. Um það bundu þær ullarbelti með skrautplötu úr bronsi. 1770 1805 Á miðri 18. öld stjórnaði franska hirðin tízkunni — með Loðvík XV í broddi fylkingar. Föt voru þá mjög íburðarmikil, jafnt viðhafnar- klæði sem hversdagsföt, enda var fólk oftast í sömu fötunum allan daginn, við venjuleg störf og í veizlum. Eitt af aðaleinkennum ró- mantísku stefnunnar var forn- aldardýrkun. Kventízkan varð þá fyrir greinilegum áhrifum frá grískri fornöld. Mittið færðist upp á við, skórnir voru lágir og hárgreiðslan grísk.

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.