Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 37

Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 37
að þessum margbrotna manni falinn — hvert hugarástand á sér samsvörun í tónverki. Faðir hans neitaði honum um kennslu í dansi. Rudolph gekk þá í þjóðdansafélag staðarins — og læddist út á næturnar til þess að dansa á hrörlegum, heimatilbúnum leiksviðum. Dag nokkurn kom ferðaballettflokkur til Ufa, heimaborgar hans. Rudolph, sem hafði engan miða, stóð í mann- þrönginni fyrir framan innganginn og reyndi að heyra í hljómsveitinni. Skyndilega ruddist hann fram og braut sér leið á ólöglegan hátt inn í þá veröld, sem nú borgar honum fúslega inngangseyri hans — 120.000 krónur — fyrir hverja sýningu. Þetta kvöld ákvað hann að verða ballettdansari. „Árum saman safnaði ég fyrir ferðinni til Leningrad. Ég var sautján ára og svo miklu eldri en hinir. . . og logandi hræddur við kennarana”. En í frístundum var hann öllum óháður sem áður, tók einkatíma í ensku og neitaði að ganga í kommúnistafélag staðarins. Vísir að því stolti, sem síðar kom Balanchine, hinum fræga ballettmeistara, til að afneita Rudolph „þangað til hann hætti að haga sér eins og prins". „í fyrstu þóttist kennarinn ekki sjá mig. Það var allt í lagi. En ég vann samvizkusamlega og dró að mér athygli hans”. Þessi kennari breytti högum Nureyevs. Hann hvatti hann, agaði hann — og gerði uppreisnar- segginn að góðum félaga í ballettflokknum. „Hann var fyrsti maðurinn, sem ég bar virðingu fyrir. Hann heitir Pushkin — og er eini maðurinn, sem ég hringi til í Rússlandi nú orðið". Rudolph hefur verið frjáls í fimm ár — en hann á ekkert föðurland. í hlíðunum fyrir ofan Monte Carlo á hann sér hreiður, sem kostaði aðeins þrjár og hálfa milljón króna, en fer sjaldan þangað. Hann grettir sig og segir: „Ef ég er þar yfir helgi, þýðir það, að þjónustufólkið er í sumarfríi!" í London hengir hann húfuna sína upp í hverri íbúðinni á fætur annarri — og dreifir um sig plötusafni sínu; fjögur þúsund plötum — með Peggy Lee, Bach og öllu þar á milli. „En einn góðan veðurdag eignast ég eigið heimili — og þar eiga húsgögnin að vera stór, þung og verndandi". Á þessum fimm frelsisárum hefur Nureyev heiðrað höfuðborgir Evrópu og Norður-Ameríku með nærveru sinni og drukkið í sig sætleik vestræns fagurgala. Hann er kallaður svo oft fram eftir hverja sýningu, að það tekur fullt eins langan tíma og sýningin sjálf. Leikskráin tiltekur, hvenær Frh. á bls. 40. 4 Rudolph Nureyev og Margot Fonteyn í „Rómeó og Júlía'' 37

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.