Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 4
KOLBRÚN EINARSDÓTTIR heitir stúlkan á forsíðu HRUNDAR — fegurðardrottning íslands árið 1966 og
tekur þátt í fegurðarsamkeppninni á Langasandi í Kaliforníu nú í þessum mánuði.
KOLBRÚN er átján ára að aldri, fædd í Reykjavík og ýmist uppalin í höfuðborginni eða vestur á ísafirði. Hún lauk
gagnfræðaprófi frá Hagaskólanum í Reykjavík sl. vor og fór síðan til Englands, þar sem hún dvaldist í sjö mánuði.
Ljósmyndirnar af KOLBRÚNU tók Ingimundur Magnússon á Hótel Holti, sérstaklega fyrir HRUND. Kjólarnir,
sem hún klæðist á myndunum og eyrnalokkarnir, voru fengnir að láni frá Parísartízkunni í Hafnarstræti og eru þetta
smásýnishorn af sumartízkunni í ár. Kjólarnir eru léttir, litríkir og lausir í sniði og virðast helztu tízkulitirnir vera
ýmis konar tilbrigði af gulu, grænu og fjólu- eða lillabláu. Eyrnalokkar eru nú stórir og í skærum litum. Skór eru
sömuleiðis mjög litríkir í ár og eru skórnir á forsíðumyndinni frá skóverzluninni Rímu í Austurstræti.
HRUND hefur haft samband við forráðamenn nokkurra helztu tízkuverzlana borgarinnar um að birta framvegis
myndir af íslenzkum stúlkum í tízkufatnaði frá íslenzkum verzlunum.