Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 21

Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 21
mi'xj Pressuballið 1967 var haldið að Hótel Sögu 17. marz sl. og var öllum til liins mesta sóma, sem að því stóðu, — þ.e. Blaðamannafélagi íslands, Hótel Sögu, skemmtikröftum og gestum. Dansleikur þessi er orðinn einn helzti skemmtiviðburður ársins í Reykjavík og á mikinn þátt í því sú nýbreytni Blaðamannafélagsins að bjóða til landsins kunnum erlendum gesti, er sé heiðursgestur á dansleiknum. Heiðursgesturinn var að þessu sinni Edward Heath. leiðtogi brezka íhalds- flokksins. heimskunnur maður. Virtist hann skemmta sér ljómandi vel á ballinu og hélt sjálfur eftirminnilega ræðu. Eins og rnenn eflaust minnast voru heiðursgestir félagsins í fyrra hjónin Jens Otto Krag, forsætisráðherra Danmerkur og leikkonan fallega, Helle Wirkner Krag. Verður gaman að fylgjast með gestalista félagsins á næstu árum og von- andi.að fagnaðurinn takist alltaf jafn vel og nú. Ingimundur Magnússon, ljósmyndari, tók myndir á Pressuballinu fyrir HRUND og sjáum við á næstu síðum nokkrar þeirra.

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.