Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 32
Borðhaldið
og börnin
Frh. af bls. 27.
og hægö, en forðast að þröngva þeim uppá
heimilismenn með löngum ræðum og miklum
fortölum, því að slíkt vekur iðulega varnar-
viðbrögð. Flestir þurfa tíma til að venjast
nýjum fæðutegundum og réttum, einkum
þó þeir, sem vanizt hafa fábreyttu fæði og
lítilli tilbreytingu í mataræði. Þess ber að
gæta að bragðskyn barna er næmara en
fullorðinna, mjög bragðsterkur matur er þeim
oft ógeðfelldur. Þau gera mikinn mun á því
„góða" og hinu og eiga að njóta þess í
ríkum mæli að borða allt vaxtarskeiðið, ef allt
er eins og það á að vera. Útlit matarins og
allt umhverfi máltíðarinnar ræður miklu um
það, hvernig gengur að kynna nýja rétti,
einnig þarf að velja til þess hentugan tíma,
þegar búast má við, að menn séu hæfilega
svangir og í því skapi, að þeir taki nýjungum
vel. Aldrei skyldi ofbjóða neinum með of
stórum skömmtum og láta það óþekkta
aðeins vera einn þátt máltíðarinnar.
Meðal sumra þjóða neyta menn matar í
einrúmi, en frá öndverðu hefir máltíðin
verið bundin samfélagi í okkar menningu.
Menn borða og drekka saman til sátta,
friðar og vináttu, enda er sú skoðun rótgróin
að máltíðin gegni ekki því hlutverki einu
að fullnægja þörfum líkamans, heldur skuli
hún einnig uppfylla félagslegar þarfir fyrir
samneyti og samkennd við aðra menn.
Þessi þáttur er flestum mjög mikils virði.
Ef menn eru einir heima fer oft svo, að þeir
gefast upp við að borða og fara á veit-
ingahús til þess, ekki vegna þess, að þar
fáist betri og ódýrari matur, en þeir geta veitt
sér heima, það er löngunin til að vera í
nálægð annara meðan á máltíðinni stendur,
sem þessu ræður. Félagslegt andrúmsloft
heimila er eitt af því sem erfitt er að lýsa, en
auðvelt að finna, þegar stigið er inn fyrir
þröskuldinn, þar kemur svo margt til, bæði
smátt og stórt. Það eru e.t.v. blóm eða
kertaljós á borðinu, maturinn ætíð til á
réttum tíma, stofan hlý og vistleg. Börn eru
oft fús til að leggja hönd að verki við að
búa borðið snyrtilega og framreiða matinn.
Ef rækt er lögð við fagrar og þægilegar
umgengnisvenjur meðal hinna fullorðnu, má
vænta þess að, þeir ungu læri samskonar
framkomu, þegar þroski þeirra leyfir, þras
og aðfinnslur bera oft ekki tilætlaðan árangur,
en vekja mótþróa og leiða. En ef börn og
unglingar eiga þess daglega kost að sitja til
borðs með siðprúðu fólki, sem þeir bera
viðringu fyrir, foreldrum sínum og þeirra
gestum, fer naumast hjá því að þau læri
borðsiði. Þurfi þau frekari leiðbeininga við
á að veita þær eins og aðra kennslu á Ijósan
og einfaldan hátt, spara umvandanir, en
örva með hóflegu lofi viljan til framfara. Það
er afleit venja að siða börn í áheyrn gesta.
¥
Flér hefir verið drepið á nokkur atriði, sem
stuðlað geta að góðu borðhaldi. Eitt er þó
ótalið, en á það ber að leggja sérstaka
áherzlu: Að ætla nægan tíma til máltíða.
Matur er dýr og þótt ekki væri af öðru er full
ástæða til að venja sig á að njóta þessara
gæða sem bezt, gera alla matarmeðferðina
og máltíðinn svo geðfellda, þægilega og
skemmtilega sem verða má.
Þar er meira í húfi en fjármunirnir einir.
Vigdís Jónsdóttir.
NÝTT
L AGNIN G AEFNI
FRÁ
-HAhí,0|,ÍA-
NO DRIP SETTING GEL
er notað á sama hátt og lagn-
ingavökvi. Notið ekki of mik-
ið, ein teskeið er nægilegt,
jafnvel i þykkt hár.
NO DRIP SETTING GEL
þornar fljótt og inniheldur
engin fituefni. Hárgreiðslu-
meistari yðar hefur einnig
N0 DRIP SETTING GEL
Kristaltært,
ilmandi
og handhægt
hárlagningahlaup
Fæst í stærðunum:
34 gr. og 140 gr.
NODRIP
SETTING GEL
Kristján Jóhannesson, heild-
verzlun, Lokastíg 10, sími 22719
ÆSKUÁR
VIKTORlU
ENGLANDSDROTTNINGAR
Frh. afbls. 17.
áfram. Sífellt kólnaði sambandið
milli Williams konungs og her-
togaynjunnar, jafnframt því sem
hitnaði í átökum Viktoríu við
móður sína og Sir John. Hann
lagði nú á það allt kapp, að hún
bæri fram ósk um, að móðir
hennar yrði ríkisstjóri, ef hún
þyrfti að taka við völdum á
næstu árum, jafnvel þótt hún
hefði þá náð lögaldri, — sökum
þess, að hún hefði sjálf ekki
nægilegan þroska eða reynslu til
að stjórna landinu sem skyldi.
Viktoría var þessu algerlega and-
víg og naut þar fulltingis kon-
ungsins. Kólnaði samband
mæðgnanna vegna þessa með
hverjum degi, unz svo kom, að
þær töluðust ekki við heldur
skrifuðust á, ef þær þurftu að
hafa eitthvað samband hvor við
aðra. Ýmsir málsmetandi menn
reyndu að miðla málum og fá
Viktoríu til að samþykkja að
minnsta kosti, að Sir John Con-
roy fengi til meðferðar fjárreið-
ur hennar, er hún yrði drottn-
ing. En Viktoría sýndi þá sem
oftar, að hún gat haldið ósveigj-
anlega við það, sem hún taldi
rétt og neitaði afdráttarlaust.
Laust eftir miðnætti 20. júní
1837, aðeins mánuði eftir að
Viktoría náði 18 ára aldri, lézt
William konungur. Nánustu ráð-
gjafar hans, sem voru við bana-
beð hans og erkibiskupinn af
Kantaraborg, héldu rakleitt til
Kensington-hallar og gerðu boð
eftir Viktoríu. Þar var þeim í
fyrstu neitað um að hitta prins-
essuna — það var ekki fyrr en
þeir kröfðust þess, þungir á brún,
að „drottningin'4 yrði kölluð til
þeirra, að móðir hennar fékkst
til að vekja „blessað barnið41.
Hún leiddi hana niður stigann
— í síðasta sinn. Er niður kom
sleppti Viktoría hönd móður
sinnar og gekk ein — „loksins
ein“ — fram í móttökuherbergið.
Klædd náttslopp og með sítt
bylgjandi hárið, fylgdist hún með
því sem í draumi, er komumenn
beygðu kné sín fyrir henni og
kysstu á hönd hennar. Viktoríu-
tímabilið var hafið.
32