Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 10
BRIYTIll
MIKLA
SMASAGA
EFTIR
SHERWOOD
ANDERSON
T-vað var snemma kvölds síðla hausts. í borginni var fjöldi
sveitafólks, sem komið hafði til þess að vera á héraðssýn-
ingunni. Dagurinn hafði verið bjartur og kvöldið lagðist yfir
hlýtt og notalegt. Við Trunion Pike, þar sem þjóðvegurinn
út úr borginni teygði sig milli berjarunnanna, sem nú voru
þaktir þurrum, brúnum laufum, þyrluðu vagnarnir upp
reykskýjum. Börnin sváfu í hnipri í hálmi aftan í vögnunum.
Hár þeirra rykugt og fingur svartir og fitugir. Rykið vall yfir
akrana sem logandi í aftanskininu.
Á aðalgötunni í Winesburg úði og grúði af fólki, í verzlunun-
um og á gangstéttunum. Það húmaði að, hrossin hnusuðu,
afgreiðslumennirnir í verzlununum hlupu fram og aftur eins
og vitlausir, börnin grenjuðu af þreytu. Bandarísk borg,
skelfing þreytt á að skemmta sjálfri sér.
George Willard olnbogaði sig gegnum mannþröngina í
Aðalstræti, faldi sig svo við stigann að skrifstofu Reefys,
læknis, og horfði á fólkið. Áköfum augum athugaði hann í
Ijósgeislanum frá skrifstofunni andlitin, sem reikuðu framhjá.
Hugsanir ásóttu hann, — en hann vildi ekki hugsa. Hann
stappaði fótum af óþolinmæði í timburþrepin og horfði
skarplega í kringum sig: „Jæja þá- ætlar hún að vera með
honum í allan dag? Hef ég beðið til einskis allan þennan
tíma?" tautaði hann með sjálfum sér.
George Willard, ungur þorpsdrengur frá Ohio, var á hraðri
leið til fullorðinsáranna og huga hans ásóttu stöðugt nýjar
og nýjar hugsanir. Hann hafði gengið um innan um allt
fólkið á sýningunni og allan daginn verið haldinn einmana-
kennd. Hann var í þann veginn að fara frá Winesburg
til einhverrar borgarinnar, þar sem hann vonaðist til að fá
vinnu við blað- og honum fannst hann orðinn fullorðinn.
Hann var altekinn tilfinningum, sem karlmenn einir þekkja,
ekki drengir. Honum fannst hann gamall og dálítið þreyttur.
Minningar vöknuðu með honum. Honum fannst þessi nýja
þroskatilfinning einangra sig og gera sig hálf raunalegan.
Hann óskaði þess, að einhver skildi þær tilfinningar, sem
höfðu gripið hann eftir fráfall móður hans.
Sá tími kemur í lífi hvers einasta drengs, að hann líti um
öxl á líf sitt. Ef til vill er það einmitt augnablikið, þegar
hann fer yfir manndómsmörkin. Drengurinn gengur um götur
borgarinnar sinnar. Hann hugsar um framtíðina og hvernig
hann muni láta að sér kveða í heiminum. Metorðagirni og
eftirsjá vakna með honum. Og allt í einu gerizt eitthvað, hann
nemur staðar undir tré og bíður þess, að rödd kalli nafn sitt.
Afturgöngur hins liðna læðast inn í vitund hans, raddir fyrir
utan hann sjálfan hvísla boðskap um takmarkanir í lífinu.
Hann hefur verið öruggur um sjálfan sig og framtíðina, en
er það allt í einu ekki lengur.
Sé hann hugmyndaríkur drengur, opnast dyr og hann sér
heiminn í fyrsta sinn, — sér, eins og í skrúðgöngu, hinn
óendanlega fjölda manna, sem komið hafa úr tóminu inn í
heiminn, lifað lífi sínu og horfið í tómið á ný. Dapurleiki
þrozkans hefur lagzt yfir drenginn. Hann grípur andann
örlítið á loft, er hann sér sjálfan sig sem lauf, er feykist fyrir
vindinum um götur þorpsins. Hann veit, að hvað sem öllu
raupi félaga sinna líður, hlýtur hann að lifa og deyja í óvissu
— eitthvað, sem berst fyrir vindum, sem er dæmt til að
skrælna í sólinni eins og kornið.
Það fer skjálfti um hann og hann horfir í ákafa í kringum
sig. Árin átján, sem hann hefur þegar lifað, virðast ekki
annað en augnablik, — andartak á hinni löngu göngu mann-
kynsins. Hann heyrir nú þegar dauðann kalla. Hann óskar
þess af öllu hjarta að nálgast einhverja aðra mannveru,
snerta einhvern höndum sínum, finna snertingu einhvers
annars. Kjósi hann að þessi „einhver" sé kona, er það sökum
þess að hann býst við að kona verði blíð, að hún muni skilja.
Hann þarfnast umfram allt skilnings.
Þegar þetta kom yfir George, leitaði hugur hans til Helenar
White, dóttur bankastjórans í Winesburg. Jafnframt því, sem
hann fann sjálfan sig verða að manni, skynjaði hann, að hún
var að verða kona.
Sumarkvöld eitt, er hann var átján ára, hafði hann orðið
henni samferða eftir veginum úti í sveitinni og þá látið undan
tilhneigingum til að raupa, til þess að gera sig meiri mann og
mikilvægari í hennar augum. Nú langaði hann að hitta hana
í allt öðrum tilgangi. Hann langaði að segja henni frá hinum
nýju tilfinningum og kenndum, sem hann hafði orðið var.
Hann hafði reynt að láta hana líta á sig sem karlmann, meðan
hann vissi enn ekkert hvað karlmennska var- og nú langaði
hann að vera með henni og reyna að láta hana skynja þá
breytingu, sem hann taldi hafa orðið í eðli sínu.
Helen White var einnig komin á breytingaaldur. Hún fann,
á sinn unga og kvenlega hátt, til hins sama og Georg. Hún
var ekki lengur stelpa og hún þráði að öðlast tign og fegurð
kvenleikans, hinnar þroskuðu konu. Hún hafði komið frá
Cleveland, þar sem hún stundaði menntaskólanám, í því
skyni að vera á sýningunni. Einnig hún átti sínar minningar.
Á sýningunni hafði hún setið í áhorfendastúkunni hjá
ungum manni, einum kennara hennar í menntaskólanum,
sem var gestur móður hennar. Ungi maðurinn var smásmugu-
legur í hugsunarhætti og hún fann þegar, að hún mundi alls
ekki kæra sig um hann. Hún hafði gaman af að láta sjá sig
með honum á sýningunni, því að hann var vel klæddur og
auk þess ókunnugur. Hún vissi, að nærvera hans ein mundi
vekja athygli. Um daginn var hún hamingjusöm, en þegar
kvöldaði gerðist hún eirðarlaus. Hún vildi helzt reka kennarann
burt, losna úr návist hans. Meðan þau sátu saman í stúkunni
og augu allra gömlu skólafélaga hennar beindust að þeim,
hafði hún gefið sig svo mjög að honum, að hann fékk á
henni áhuga. „Menntamaður þarf á peningum að halda. Ég
ætti að kvænast konu, sem á eitthvað" hafði hann hugsað.
En Helen White var þá þegar með hugann hjá George
Willard, sem rölti um í mannþrönginni, þungur á brún og
hugsaði um hana. Hún minntist sumarkvöldsins, er þau
gengu saman og hana langaði að tala við hann aftur. Hún
hugsaði með sér, að mánuðirnir, sem hún hefði dvalizt í
borginni, leikhúsferðirnar og mannfjöldinn á upplýstum
strætunum, hefðu valdið á henni róttækum breytingum.
Hana langaði til að hann fyndi og skynjaði þær breytingar,
sem hún taldi hafa orðið í eðli sínu. Frh. á bls. 38.