Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 8

Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 8
ÞEIR BUÐU GULL OG GRÆNA SKÚGA — Ég hugsa, að ég hafi verið alin ofur eðlilega upp, ef frá er skilið föðurleysið. Móðir mín var dugleg kona og skynsöm, að ég held. Hún hafði verið alin upp að miklu leyti hjá frú Þóru Melsted og bjó að því. Eftir nokkur ár á Litlu-Giljá seldi móðir mín jörðina og við fluttumst til Blönduóss. Síðan lá leiðin suður og þegar ég var fimmtán ára, fór ég að vinna hjá Landssímanum. Ég var víst nokkuð ung þá, en Hlíðdal, sím- stöðvarstjóri, gerði undantekningu fyrir mig. Þar fékk ég eiginlega mitt uppeldi sem ung stúlka. Vann fyrir sér sem módel í London 1934 — En ég kunni aldrei vel við mig í Reykja- vík og fór alltaf á sumrin norður að Víði- mýri í Skagafirði, til systur minnar, sem þar var gift. Þar leið mér alltaf ákaflega vel — en ég fór alltaf suður aftur á haustin. Að vísu með þungu hjarta. Auðvitað sagði ég eng- um, hvað mér var það þvert um geð, — ég vissi sem var, að ég gat ekki setið og passað símann á Víðimýri allt mitt líf eða dælt benzíni á bíla. — Hvenær fórstu fyrst utan, Kristín? — Þegar ég var 23 ára fékk ég ársfrí hjá Landssímanum og fór til Englands. Þar vann ég tvær klukkustundir á dag sem módel i London — í fötum þó, bætti hún við kímin — og fyrir það fékk ég meira kaup en ég hafði heima. Ég reyndi auðvitað að læra enskuna sem bezt og gætti þess vand- lega að hitta ekki íslenzka vini og kunningja nema einu sinni í viku, hvað sem mig lang- aði til þess. Opnaði talsambandið við útlönd.......... — Um þessar mundir bar svo við hér heima, að opna átti talsambandið við út- lönd. Var þá ákveðið, að ég færi á talstöð í London til að læra starfið. Þar var ég í tvo mánuði — og þá var það, sem ég byrjaði að reykja, — skýtur hún inn í, um leið og hún kveikir sér í sígarettu — þú skilur, innan um alla þessa eldri menn, sem allt vildu kenna mér. Hún dregur djúpt að sér og heldur áfram: — Svo fór ég heim og opnaði talstöðina. Það var mjög gaman, þá var ég þar aðal manneskjan um nokkurn tíma. — En þú hefur ekki haft langa viðdvöl heima? — Nei, árið 1937 má heita, að ég hafi farið alfarin að heiman. Ég hef að minnsta kosti ekki verið á íslandi vetrarlangt síðan. Með Thomas J. Watson forseta IBM að loknu námskeiði í skóla fyrirtækisins. Ég man, að systur minni fannst þetta auð- vitað ekki mikið vit, en ég spurði hana þá, hvað ég ætti að gera. Nú væri ég komin á hæstu laun hjá Símanum og ætti ekki annað fyrir höndum en halda þar áfram. Mér fannst það ekki ýkja spennandi. — Og hvert lá þá leiðin ? — Fyrst til Frakklands, þar sem ég vann við að gæta barna. Hjá ágætri konu, ein- hverri beztu manneskju, sem ég hef kynnzt. Ég hef verið afskaplega heppin í lífinu að kynnast mörgu góðu fólki, sem hefur viljað allt fyrir mig gera. — Og síðan til Ítalíu? — Nei, þangað kom ég ekki fyrr en í stríðsbyrjun og var þá búin að ferðast dálítið um Evrópu. Þeir buðu gull og græna skóga Þegar Kristin hóf frásögn sina af Ítalíu- dvölinni sagði hún: — Þetta er í rauninni svo ákaflega löng og flókin saga, að óhugs- andi er að segja frá öllum atriðum. Á þess- um árum gerðist svo margt. Nánar gætur voru hafðar á öllum og Þjóðverjar lögðu net sín allsstaðar. — Þeir höfðu fyrst samband við mig 1. júní 1940. Mér er það svo minnisstætt, því að það var afmælisdagurinn minn. Náungi nokkur kom að máli við mig og sagði, að Þjóðverjar hefðu mikinn áhuga á þvi að 8

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.