Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 41
Þau stóðu uppi ein..
. . . en líftryggingin gerði það að verkum, að
þau gátu séð fyrir daglegum þörfum — og lagt
peninga til hliðar til að mæta nauðsynlegum
útgjöldum í náinni framtíð.
Ræðið við umboðsmenn Almennra Trygginga um
hina athyglisverðu líftryggingu, sem nefnd er
Stórtrggging
ALMENNAR TRYGGINGAR £
PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700
sér sjálfan sig sem stjörnu, rómantískan snilling.
En hin sígildu túlkunarverk eru á þrotum, Don
Quixote, konungsynir, Rómeóar og Armandar.
Fontéyn, hinn fullkomni dansfélagi hans, (þau
hafa dansað saman tvö hundruð sinnum frá því þau
dönsuðu fyrst Giselle 1962) getur ekki dansað
nema tvö eða þrjú ár í viðbót. Nureyev er ekki
meðlimur konunglega ballettsins, ófélagslyndi hans
myndi ekki þola það, né þeir hann. Sérhver
ballettflokkur verður að vera í föstu formi. Skipu-
lagning nýs ballettflokks er lík því að skipuleggja
herdeild; stjórnandinn verður að hugsa fyrir þörfum
hvers og eins, en má þó ekki vera hlynntur einum á
kostnað annars. Þegar Rudolph er viðstaddur, eru
aðrir dansarar óumflýjanlega vanræktir — og
ballettdansarar . . . þola . . . ekki . . . vanrækslu.
„Ég er ballettdansari og vil láta dæma mig sem
slíkan — hvorki meira né minna”. En hinn hviklyndi
Tartari segir ánægður §jálfum sér í mót á næsta
andartaki og sekkur dýpra í vandræðafenið. „Ég
hef borið af öðrum í flestum sígildum ballettum,
sem til eru. Mér finnst kominn tími til að reyna
eitthvað nýtt. Það þýðir ekkert að sitja og bíða eftir
því, að aðrir skapi tækifærin fyrir mig". Til að sanna
mál sitt sýndi hann ballettinn Tancredi í Vínarborg
og stjórnaði honum sjálfur. Nureyev er ekki
reynslulaus sem stjórnandi, hann setti á svið
Raymondu fyrir ástralska ballettinn 1965, og hóf
feril sinn sem framkvæmdastjóri með rússneska
ballettinum La Bayadére í Covent Garden. Báðir
urðu afar vinsælir. Það var engin tilviljun, að hann
skyldi velja Vínarborg sem bakgrunn fyrir fyrsta
sköpunarverk sitt. „Ég fæ ekki nóg að gera hjá
konunglega ballettinum", segir hann hreinskilnis-
lega. í Rússlandi lét hann sig líka dreyma um að
skapa, ekki aðeins eitt hlutverk heldur heilan
ballett. „Ég flúði ekki af stjórnmálalegum ástæðum,
sjáðu til. List mín hefði verið kúguð í landi, þar sem
allt er háð félagsstarfsemi".
Tancredi kynnir hið nýja svið ballettsins —-
sálfræðina. Leikurinn fer fram inni í mannsheilanum.
En í huga höfundar þróast enn víðfeðmari hug-
myndir, langt handan við ríki dans, leikstjórnar og
sviðsetningar. Rudolph hefur þegar lagt drög að
frama sínum sem kvikmyndaleikari og heimtar að
fá að leika, ekki dansa. Sá kvittur, sem kom upp
erlendis eftir að hann kynntist Zeffirelli, ungum,
ítölskum kvikmyndastjóra, hefur nú loks verið
sannreyndur. En það var amerískur framleiðandi,
Cy Endfield, sem undirritaði samningana við
Nureyev, í trássi við Zeffirelli. Kvikmyndin „Veiði-
bjallan" vartekin á Costa Brava í September, 1966.
„Nei, ég held ekki, að Rudolph þurfi reynslu til
að leika þetta hlutverk", sagði Cy Endfield,
öruggur með sig og hreinskilinn. „Ég ætla að nota
hann sem náttúrubarn".
Eins og til að sýna, hve fullkomlega þessi fimm
ár hafa lagað Nureyev að vestrænum siðum, átti
hann að nota eðlisgáfu sína, sem eflaust er ósmá,
til að leika fjörulalla (beach boy) — viðurkennt
tákn hinnar reikulu, flóttakenndu amerísku lág-
menningar. Ósennilegt er, að hann festi rætur í
Costa Brava. Vandamál prinsins er: Hvað verður um
fjörulalla, þegar haustar?
41