Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 19

Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 19
kona Magnúsar Guðmundssonar frá Hvítárbakka, en þau hjónín » búa í Eskihlíð 10A, ásamt börnum sínum, Jakobi og Borghildi. Matseðill fyrir 8 'Qg&P1 Ofnbakaðir kræklingar Nautalundir með sveppasósu, fylltum tómötum og ofnbökuðum kartöflum Sherry-fromage Fyrir matinn býður Bryndís gestum sínum grænan kokkteil með grænu ostakexi, og er óhætt að segja, að þetta gleður bæði augað og bragðlaukana. 1. Kokkteill: 3/S hlutar Vodka 2/5 hlutar Creme de Menthe Hrist saman med ís og borið fram ískalt. 2. Saltkex (Ritz) með alpaostkremi. 1 dós grœnn alpaostur Stífþeyttur rjómi Osturinn hrardur vel og þeyttum rjóma batt í, þar til þykktin er þannig, að hagt sé með góðu móti að sprauta kreminu í toppa á kexið. Skreytt með hálfum vínberjum. 3. Baconkex með gráðaostkremi. Baconkex (Savory Tangs) 1 stk. gráðaostur 2 msk. mayonnaise paprika, hvitlaukur, salt, pipar og smjör þeyttur rjómi nokkrir dropar grann matarlitur Gráðaosturinn hrarður vel, ásamt öllu nema rjómanum, sem settur er saman við síðast og verður að gata þess vel, að kremið verði ekki þynnra en svo, að vel megi sprauta því í toppa á kexið. Skreytt með þunnum ólívusneiðum. Ofnbakaðir kræklingar 2 dósir kraklingar (Limfjords-muslinger, sem fást hér í verzlunum) 2 msk. smjör 4 msk. hveiti 6 dl. kraklingasoð og rjómi salt og hvítur.pipar 4 eggjarauður 4 msk. rifinn, sterkur ostur Smjörið bratt í potti, hveitið látið út í, jafnað með soðinu og rjómanum. Látið sjóða við vagan hita í 4-5 min. Látið kólna aðeins og þá batt i eggjarauðum, osti og kryddi. Kraki- ingarnir eru síðan lagðir i eldfast fat og jafningnum hellt yfir. Þakið með ostasneiðum og bakað þar til osturinn er Ijósbrúnn. Borið fram með bútterdeigshornum eða ristuðu brauði. Með þessum rétti er bezt að hafa satt hvítvín, t.d. Sauteme eða gott kampavín. Nautalundir Kjötið verður að vera vel meyrt. Skorið í 2-3 cm þykkar sneiðar, eilítið á ská. Barðar létt. Steiktar á mjög heitri, þurri pönnu, augnablik á hvorri hlið. Hitinn minnkaður og smjörið brúnað. Kjötið steikt 3-4 mín. á hvorri hlið, kryddað. Haldið heitu í ofni i álpappir. Vatni hellt á pönnuna, kjötsoði batt í og soðið notað í sveppasósuna. Sveppasósa 100-125 gr. nýir sveppir rjómi kjötsoð hveitijafningur Cayennepipar og salt Sveppimir hreinsaðir, þvegnir og vatnið látið renna vel af. Skomir í tvennt og brúnaðir í smjöri. Soðnir, ásamt rjóma og kjötsoðinu og jafnað með hveitijafningnum. Kryddað. Fylltir tómatar Tómatamir holaðir að innan. Rifinni pipar- rót blandað saman við þeyttan rjóma, ásamt smátt skornum banönum. Fryst. Tómatarnir fylltir með piparrótarrjómanum og skreyttir með steinselju. Ný piparrót er ekki alltaf fáanleg, en í staðinn má nota White Rose piparrót, sem fctsl hér í verzlunum. Ofnbakaðar kartöflur Stórar kartöflur (helzt mjölmiklar) eru burstaðar vel upp úr volgu vatni og þurrkaðar. Kross er skorin ofan á hverja kartöflu og salti stráð á. Bakaðar í u.þ.b. 1 klst. Þrýst neðan á þar, þannig að þar opnist og smjörbiti látinn í. Hver kartafia er borin fram á litlum diski, sem settur er hagra megin við aðaldiskinn. Með þessum rétti er borið fram það granmeti sem fáanlegt er á hverjum tima, en rósakál eða strengjabaunir eiga vel við. Með þessu kýs Bryndis helzt Geisweiler rauðvín. Sherry-fromage 4 egg 200 gr. sykur 2 dl. sherry (Molina) 9 blöð matarlím 40 gr. sundurskorin kokkteilber 75 gr. rifið súkkulaði 6 dl. rjómi Eggjarauðurnar eru þeyttar með sykrinum og sherry og braddu matarlíminu batt í. Blandað varlega saman við stífþeyttar eggja- hvíturnar og þeytta rjómann. Kokkteilberjum og súkkulaði blandað saman við. Sett í skál og skreytt með þeyttum rjóma, rifitu súkkulaði og berjum, eða konfekti og sykruðum ávöxtum. Með eftirréttinum er drukkið Bristol Milk Sherry. Eftir matinn ber Bryndís svo fram kaffi með líkjör eða koníaki, ásamt heimabökuðum súkkulaðikökum eða konfekti.

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.