Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 31
ÆFIÐ
MlNÚTUR
Á DAG
OG HALDIÐ
'LÍKAMANUM
FALLEGUM
OG HEILBRIGÐUM
Nú setjumst við á gólfið,
beinar í baki, fætursaman
og strekkja hné og ristar.
Lyftið síðan hægri mjöðm
og fæti alveg beinum frá
gólfi og teygið fótinn fram.
Setjist síðan þunglega á
hann og lyftið um leið
vinstri hlið. Þannig „gang-
ið" þér áfram u.þ. b. sex-
átta skref, síðan eins aftur
á bak.
Leggizt á hliðina og gætið þess að vera alveg
beinar.
Q Lyftið efri fæti lítið eitt upp, gætið þess að
^ halda jafnvægi.
3Lyftiðsíðan hinum að og látið fæturna snert-
ast. Látið þá síðan síga niður. Endurtakið
þetta fjórum sinnum á hvorri hlið og gerið
æfinguna oftar frá degi til dags.
Næst skulum við líta á upphandleggina, sem
kannski taka sig ekki eins vel út í ermalausum
kjól og þeir gætu. Hér erum við með eina ein-
falda æfingu, sem gæti komið að góðum notum.
Standið, helzt fyrir framan spegil, og hafið
handleggina útrétta í axlarhæð og gætið þess að
hafa þá beina fram í fingurgóma. Gerið síðan hratt
litla hringi í láréttri stöðu, fyrst fram og síðan aftur,
látið fyrst lófana snúa niður og síðan upp. Gerið
æfinguna eins lengi og þér megnið, hún er mjög
þreytandi, en þess meira sem þér gerið, þess betri
verður árangurinn.
í næsta blaði fjöllum við um stinnari brjóst og þéttari barm og nokkrar góðar magaæfingar. Stundið æfing-
arnar vel, þær taka ekki nema nokkrar mínútur á degi hverjum og leyfið okkur að fylgjast með árangrinum.
Bára Magnúsdóttir