Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 6

Hrund - 01.04.1967, Blaðsíða 6
ÞEIR BUÐU GULL OG GRÆNA SKÚGA „Sá sem hefur verið lengi fanginn verður aldrei eins og annað fólk“ Samtal við Kristínu Björnsdóttur, sem var í fangabúðum fasista á stríðsárunum og hefur starfað hjá S.Þ. í rúma tvo áratugi. egar ísland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum haustið 1946 var þar þegar starfandi fulltrúi íslenzku kvenþjóðarinnar, — Kristín Björnsdóttir. Hún starfar þar enn í dag og veitir nú forstöðu þeirri skrif- stofu samtakanna, sem sér um, að allar fréttir, skjöl og aðrar upplýsingar um starf- semi þeirra séu sendar út um heim. Kristín hefur á þessum rúmlega tveimur áratugum átt þess kost að fylgjast gjörla með öllum helztu deilumálum á alþjóða- vettvangi — verið með fingurgómana á slagæð heimsmálanna, eins og sagt er. — En hún hefur líka séð, hvernig hinar háleitu hugsjónir, sem mörkuðu stefnu og störf samtakanna í upphafi, hafa velkzt í hafróti milliríkjaátaka og stjórnmálaþrefs hversdags- ins. Kristín Björnsdóttir kom fyrst til Sam- einuðu þjóðanna á vegum stórfyrirtækisins International Business Machines — IBM, því að hún seldi vélar þess til samtakanna. Hún hafði unnið hjá IBM í nokkra mánuði- gengið á skóla fyrirtækisins og átti þar vísa góða framtið — „en Sameinuðu þjóðirnar höfðu að stefnumiðum allt, sem ég trúði á“, segir Kristín — „og því féll ég fyrir þeirri freistingu að fara að vinna hjá þessari göf- ugu stofnun". Það er glettni í brosi og augum Kristínar, er hún segir þetta, — en alvaran ekki langt undan, því að hún lítur niður hálf döpur í bragði og bætir við: „Sameinuðu þjóðirnar hafa mikið breytzt á þessum tveimur ára- tugum, ótrúlega mikið breytzt. Það veitti ekki af að skara ofurlítið í glæður þeirra hugsjóna, sem loguðu svo glatt í upphafi". Kristín kom til New York frá Ítalíu í lok heimsstyrjaldarinnar síðari 19. maí 1945 með fyrsta herskipinu, sem þangað kom eftir stríðið. A því voru sex konur og um sex þúsund karlmenn — „Ég hef aldrei séð eins marga fætur saman komna á einum stað“ — sagði Kristín og hló við, — „her- mennirnir lágu um allar þiljur berfættir, í London 1939

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.